Umbrot - 11.07.1975, Blaðsíða 19
GLOÐIN
— Nýr grillstaður opnaður á
Akranesi
1 morgun var opnaður nýr
matsölustaður hér á Akranesi.
Staður þessi ber nafnið GLÓÐ-
IN og er hann til húsa að
Kirkjubraut 4, neðri hæð. Aðal
eigendur eru Margrét Jónsdótt-
ir og Grétar Ólafsson.
Að sögn eigendanna eru til-
drögin að stofnun þessarar
starfsemi þau, að bæði með vax-
andi byggð bæjarins og stór-
auknum ferðamannastraumi, m.
a. með tilkomu Akraborgar, var
orðin brýn þörf á matsölustað
á borð við þennan.
Á boðstólum verða bæði heit-
ir og kaldir réttir. Sérstök á-
hersla verður lögð á grillrétti
allskonar. Þá framleiðir GLÓÐ-
IN rétt dagsins og verður hann
á mjög hóflegu verði. Einnig
er hægt að fá keypta rétti og
taka þá með heim, ef fólk vill
heldur snæða þar. GLÓÐIN mun
sjá um og útbúa veislumat.
Staðurinn er mjög smekklega
innréttaður en allar teikningar,
bæði innréttingar og lýsingu
hannaði Hilmar Ólafsson arki-
tekt.
Meistari að verkinu var Berg-
mundur Stígsson trésmíðameist-
ari. Sérsmíði innréttinga: Tré-
smíðaverkstæði Guðmundar
Samúelssonar Uppsetning
raflýsinga og tækja: Raftækja
verkstæði Sigurdórs Jóhanns-
sonar. Pípulagnir Hafsteinn
Sigurbjörnsson. Málun og dúk-
lagning, Sverrir H. Jónsson.
Matsveinn staðarins er Níels
P. Jónsson en ásamt honum
munu þrjár stúlkur annast af-
greiðslu. Sæti eru fyrir 24 gesti.
Opnunartíminn er frá kl. 11
f.h. til 21 e.h., en um þessa
helgi er opið kl. 11. f.h. til
23,30 e.h.
Frá
Áfengisvarnarráði
Matvælum, sem nægja myndu tug-
mllljónum manna, breytt f áfengi,
sem gerir mUljónir að vesUngum.
Bandaríkjamenn nota það mikið korn
til áfengisgerðar að næja myndi til að
fæða 60 milljónir manna.
Frá þessu skýrir dr. Jean Mayer,
formaður starfshóps sem á vegum Sam
einuðu þjóðanna vinnur að rannsókn á
mataræði barna, Hann segir ennfrem-
ur: ,,Það er nægur matur til I heim-
inum til að koma I veg fyrir hungur-
dauða fólks I Afríku og Asiu. Banda-
ríkjamenn geta hlaupið þar duglega
undir bagga með því að draga veru-
lega úr áfengisdrykkju." En i Banda-
ríkjunum eru nú milli 9 og 10 milljónir
dry kkj us j úklinga.
Því skal ekki gleymt að önnur ríki
nota einnig dýrmætar fæðutegundir til
áfengisgerðar. Ef okkur tekst aö
minnka neyslu áfengis leggjum viö
fram skerf til herferöarinnar gegn
hungri i heiminum, jafnframt þvi sem
við leggjum grunn að betra heilsufari
og bættum efnahag einstaklinga og
samfélags.
(Áfengisvarnarráð)
Fréttatilkynning 28. 5 1975
Stjórn nngmennafélagsins SKIPASKAG-A á Akranesi. Talið frá vinstri: Garðar
Óskarsson, form.; Jóhann Jónsson; Agústfna Halldórsdóttir; Elvar Kikharðs-
son og Ölafnr Þórðarson. (I.jósm. Þórólfur)
Kaupfélag
Borgfirðinga
Borgarnesi
Fjölþœtt verslun og þjónusta við félagsmenn gerir
okkur einnig fœrt að bjóða ferðafólki margskonar
vörur og þjónustu.
í Borgarnesi starfrœkjum við margar verslunar-
deildir tem m.a. hafa ó boðstólum flestar
nauðsynjar til ferðalaga:
Matvörur — Fatnað — Sportvörur —
Blöð og bœkur — Bensín og olíur —
og margt fleira.
Höfum verslanir í Ólafsvík, ó Hellissandi, að
Vegamótum í Miklaholtshreppi, að Kirkjubraut 1 i
Akranesi og að Stillholti 2, Akranesi.
Verið velkomin — Reynið viðskiptin.
Akurnesingar
takið eftir!
Höfum tekið að okkur söluumboð
á Akranesi fyrir hin þekktu dönsku WESTON
gólfteppi.
Yfir 90 gerðir sýnishorna fyrirliggjandi.
Verð frá kr. 2.150-5.150 pr. ferm.
Afskurð sem nemur meira en 25 cm á hvorn veg,
greiðir kaupandi ekki.
Afgreiðslufrestur 2-3 vikur.
Teppabúðin hf.
Suðurgötu 126
(inngangur hjá Skagaprjón)
Frekari upplýsingar gefur
Þorsteinn Ragnarsson í síma 2062 og 1741
KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA
Borgarnesi
Akranes Stefán
Allt í útileguna Sigurðsson
og veiðiferðina! HÉRAÐSDÓMSLÖGMAÐUR
Ávallt eitthvað nýtt ! 1 1 Vesturgötu 23 Sími 1622 Akranesí
Lögmannsþjónusta
Örin ht. Fasteignasala
Sími 1880 AKRANES!
Rafmagnspönnur
Sjálfvirkar kaffikönnur
Auglýsinga- Ronson hárþurrkur Carmen hárliðunarrúllur
síminn er Holland electro ryksugur Nilfisk ryksugur
1127 Versl. Valfell
19