Umbrot - 11.07.1975, Blaðsíða 14

Umbrot - 11.07.1975, Blaðsíða 14
Reynir Már Samúelsson: Svar við bréfi A — í»órðar Ægis Oskarssonar Sæll komrad Þórður. Ég varð undrandi er ég las grein þína í síðasta tbl. UMBROTS, já, ég varð undrandi að sprenglærður maður sem þú skyldir láta frá þér svona þras. Hafi ég átt Silfurhestinn skilið fyrir mína ,,í svo fáum orðum“ grein, átt þú Gullkálfinn skilið fyrir að hafa getað teygt þína yfir heila blaðsíðu. Grein þín einkennist af sömu pestinni og sýkt hefur málflutning skoðanabræðra þinna á opinberum vettvangi áður, einkenni þessarar leiðu pestar eru rökþrot, þekk ingarskortur (vil ekki vita) og hæpnar fullyrðingar. ..Einangrun einstakra landa og þjóða er úr sögunni, og hernaöarmáttur stór- velda ógnar öllum heimi, líka lslandi,“ þetta kallar þú mína staðreynd, alþjóð- legri staðreynd kann ég ekki að nefna, eða hvað, lifum við ef til vill enn á 16. öld. Svo koma ,,3000 manngarmar og afturbataflugvélatíkur“, sem reyndar hétu afturbatapíkur síðast þegar ég vissi og ég eyði ekki meira bleki á. í næsta greinarhluta á ég fyrst að hafa látið ,,okkur hafa fyrirgert hlut- leysinu 1940“, það voru Bretar en ekki íslendingar sem hernámu landið 1940, landið var hernumið vegna hernaðarlegs mikilvægis þess, og það mikilvægi var- ir enn hvað sem hver segir, einangrun Islands var rofin 1940 og það er sú staðreynd, sem bæði þú og aðrir horf- ast ekki í augu við. Ég minnist þess líka að hernámi Breta var mótmælt, og það varð mér víti til varnaðar, í stað þess að láta hernema landið fyrst, og mótmæla svo hástöfum, vil ég tryggja varnir landsins svo það verði ekki hemumið. Svo rekur þú flot okkar að feigöar- ósi og heimtar aðskilnað við ,,NATO- hy,skið“. Þá loksins fer að rofa til, fyrst kemur spakleg setning sem ég er hjartanlega sammála þér um, ,,því vopn eru engum til gæfu, hvort sem þau eru til verndar eða árása“. En því mið- ur, þessi orð eru aðeins vifni um fagra hugsjón, þau eru ekki hundaskítsvirði í öfugsnúnum raunveruleika nútímans, okkur duga ekki hugsjónir gegn byssu kjöftum frekar en krónur í leit að ást- inni. Og nú verð ég að viðurkenna fljótfærni af minni hálfu, ég nefndi tvö dæmi um víti til varnaðar fyrir inn- göngu í Varsjárbandalegið, ég valdi ef til vill ekki bestu dæmin, en hvað um það, þú hefur sjálfur útilokað Varsjár- bandalagið, svo ég eyði ekki meiri tíma í þá sálma. En hátíöin stóð ekki lengi, nú hall- ar aftur undan fæti, þú segir orðrétt, ,,Sovétmenn hafa aldrei brotið gerða samninga við U.S.A.“. í sjónvarpsþætt- inum Kastljós föstudaginn 2. maí var ljóslega sýnt fram á þverbrot Sovét- manna á alþjóðlegum flugumferðar- samningi, samningur þessi er kenndur við Chicago og nær til allra loftfara, líka herflugvéla á friðartímum. Aðilar að samningi þessum eru m.a. Islend- ingar, Bandaríkjamenn og Sovétmenn, þeir síðasttöldu hafa brotið þennan samning, hér viö land, í áraraðir og gera enn. Maður ætti aldrei aö segja aldrei, þegar Sovétmenn eru annars vegar. Næst kemur svo hugvekja um and- legt ástand mitt, og bent á mótsagnir í máli mínu. Ég bendi þér aöeins á kæri frændi, að það er „viss kostur við íslendinga hve lítið þeir hugsa um hernað og hermál yfirleitt“, en þekking sakar aldrei, hversu lágkúrulegt sem málefnið er í augum manns, sérlega þegar um er að ræða jafn mikilvægt mál og öryggismál þjóðar, bús og barna. Og enn höldum við áfram, og sjá, allt í einu erum við komin til Vietnam, þessari klausu svarar þú svo sjálfum þér, þú segir orðrétt: ,,Þaö þýöir ekki að tala um stórveldastyrjöld um leið og talað er um minniháttar útþenslu- stríð. Sú styrjöld sem Island yrði þátttakandi S, ef svo illa færi, yrði 14 einmitt stórveldastyrjöld, heimsstyrj- öld, til þess benda allar líkur, og varð- andi ,,Reykjanesbrautina“, langar mig að benda þér á að til þess að geta ógn- að loftleiðinni Bandaríkin—Island, þarf hraðfleygar orustuþotur, en slíkum vélum fylgir sá ókostur að þær hafa lítið flugþol, og eru alls ekki færar um að gegna sínu hlutverki 3000 km frá flugvöllum sínum. Svo kemur fullyrðing um hernaðar- þróun stórvelda sem er hæpin í fyllsta máta, þú hefðir átt að láta „hernaöar- sérfræðinginn" um þá sálmana, meiri hluti hernaðarþróunar í dag er miðaður við hefðbundna styrjöld, eða til hvers heldur þú að öllum þessum milljörðum dollara og rúbla sé eytt til smíða á orustuþotum, skriðdrekum, tundur- spillum og handvopnum, bara til aö eyða þeim? Flest þessi vopn í smíði í dag eru mjög fullkomin, svo fullkomin og dýr, að í flestum tilfellum eignast smærri þjóðir þau ekki fyrr en þau hafa verið í notkun þó nokkurn tíma meðal stórveldanna. Og nú þegar kjarnorkubábyljan hef- ur heltekið huga þinn, eru ,,3000 mann- garmarnir og afturbataflugvélatíkurn- ar“ allt í einu orðin svo mikilvæg, að það tekur því að eyða á þau, ekki einni, heldur „nokkrum langdrægum eldflaugum og sprengjum“ af dýrmæt- um birgðunum í austri. Næst kemur svo skýrsla um ósam- lyndi innan NATO, því miður eru þaö sannindi, en hitt vill gleymast í hita dagsins, að NATO eru fyrst og fremst hagsmunasamtök, sem eiga að tryggja varnir aðildarríkja sinna. Slíkum sam- tökum er varla ætlandi aö leysa landa- mæradeilur einstakra ríkja eða efna- hagsvanda. Ég ætla ekki að afsaka Breta hér eða annars staðar, fyrir yfir- gang þeirra í landhelgismálinu, hann var vítaverður og brot á NATO samn- ingnum, en hvernig skyldu þeir hafa hagað sér ef enginn slíkur samningur hefði veitt þeim aðhald? Næst kemur spurning sem mér er ljúft að svara, enda svörin augljós ef um málið er hugsað og upplýsinga leit- að. Hlutleysi er eftirsóknarverður kost ur, utanríkisstjórnmál verða auöveldari viðfangs, og ríkin verða óháð öllum varnarbandalagsskuldbindingum, því er það að þessi ríki hvert með sína sér- stöðu hafa ákveðið að vera hlutlaus. En hafa ber í huga að hlutleysi á friðar- tímum er öllum ríkjum mögulegt, spum ingin er um það, hvort hlutleysi nægi þegar ófrið ber að höndum. Ef við tökum frændur okkar Ira fyrir fyrst, þá er her þeirra meira til aö sýnast, en lega landsins er slík aö inn- rás í það skoðast sem árás á breska ljónið, sem enn getur bitiö hressilega frá sér, þó vígtennurnar séu ekki eins hvassar og áður. Svo kemur Austurríki þeir eru á því svæði sem í hernaði kallast „einskis manns land“, mitt á milli tveggja risa. Þeirra her er lítill og illa vopnum búinn, svo þeirra úrræði var að sigla milli skers og báru. Næst kemur Sviss, þeirra her er ágætlega vopnum búinn, en það sem meira er um vert, landið er einstaklega vel í sveit sett hvað landvarnir snertir, um- kringt fjöllum á alla vegu. Og lestina reka svo Svíar. Þeir eru hertæknilega í fremstu röð þjóða, enda vinnur 8 hver vinnufær Svíi beint eða óbeint við vopnaframleiðslu. Svíar leggja mikla rækt við her sinn og treysta honum fullkomlega til aö tryggja varn ir landsins. Hvert þessara skilyrða upp fyllir Island? Næst bendir þú mér á siglingaleiö sem ég á að hafa ákveöiö, mergurinn málsins er sá, aö ég benti á siglinga- leiðir milli Evrópu og Bandaríkjanna, það vill svo til aö bæði Noregur og Dan mörk tilheyra Evrópu svo og NATO, skyldi hún ekki liggja um svipaðar slóðir við Island, siglingaleiðin til þess ara landa og Rússíá. Annaö langar mig að benda þér á, en það er það, aö á ófriðartímum er siglingaleiöum gjam- an hagrætt eftir því, sem þurfa þykir, og þá reynt að sigla sem næst strönd- um til að njóta stuðnings flugvéla frá landi. Þetta var gert í seinni heims- styrjöldinni og gafst vel. Sigldu þá skip frá Bandaríkjunum fyrst N-A upp að íslandsströndum, en síðan í S-A átt til Bretlandseyja. Og enn höldum við áfram, og nú eiga fjölmiðlar NATO í Keflavik að hafa verið orsökin til þess, hve góðan hljómgrunn „Varið land“ hlaut meðal almennings. Hvað um þá Islendinga sem ekki njóta þessara fjölmiðla, norð- lendinga, aust- og vestfirðinga auk margra á Suður og Vesturlandi. Það er með þessa fullyrðingu, eins og aðrar sem NATO-andstæðingar hafa látið frá sér fara um „Varið land“, að tæplega er hún bjóðandi fullorðnu fólki, og alls ekki til þess fallin að bæta málstað sem þegar er bágborinn. Nú kemur svo rúsínan í pylsuend- anum, „óskatitlarnir" mínir standa mér sem sagt enn til boða, og líklega hef ég með þessari grein áunnið mér þá, mikið held ,ég að það hljóti að vera gaman að geta útdeilt svona titl- um eftir eigin geðþótta. Enda ertu ekki einn á báti, því orð þessi, sem í grein minni eru innan tilvitnunar- merkja eru upphugsuð af skoðana- bræðrum þínum, og á blað sett í Þjóð- viljanum, þessu til staðfestingar bendi ég lesendum á 16. tbl. Þjóðviljans 20. janúar 1974. Orð þessi eru ákaflega gott dæmi um hvernig ráða gripið er til, innan raða NATO-andstæðinga, þeg ar rökin þrýtur. Og svo kemur pólitíkin, sem alla er að gera vitlausa,. mér er þegar skipað í flokk og sagt að hafa pólitíska skoðun. Er ekki ‘hægt að ræða varnarmálin málefnislega án þess að hafa þólitíska skoðun? Er maður skyldugur að til- heyra pólitískri stefnu til aö geta haft skoðun á ákveönu máli? Skoðun mín er sú, að hægt sé að gera öll mál pólitísk ef menn ætla sér, það sem á því græðist er það, að á bak við hugmyndafræðiþrugl er hægt aö skýla sér þegar rökin þrýtur, í stjórnmálum geta menn hagrætt sannleikanum eftir vild án þess að bera hnekki á mannorði sínu. Er það leiðin til að höndla þennan „eilífa sannleika málsins“. Sannleikur er afstætt hug- tak, og auk þess langar mig að benda þér og þínum líkum á, að í lýræðisríki sem Islandi, er það fólkið, hinn þögli meirihluti sem ákveður, en ekki upp- þornaðar hugmyndafræðikreddur. Síðasta liðnum í grein þinni nenni ég ekki að eyða mörgum orðum á, enda nóg komið, en engu er líkara en þú hafir aldrei hugsað um meðalveg á nokkru máli. Nú þegar ég þykist hafa svarað því sem svara þarf í grein þinni, langar mig að reyna að upplýsa þig nánar um hlutverk NATO hér á landi. Aðal- hlutverk varnarliðsins er að reka rat- sjárstöðvar, halda úti kafbátaleit með flugvélum, og fylgjast með flugvélum, sem ekki tilkynna sig hér við land, sem sagt eftirlitsstörf. Til þessa nota þeir fullkominn útbúnað, Island er þaö mikilvægt fyrir vestrænt öryggi, að hér er ekki notað neitt rusl eins og þú lætur að liggja. Með baráttukveðju, komrad Þórður. Þökk fyrir birtinguna. Reynir Már Samúelsson. FRÁ BlÓHÖLLINNI Kvikmyndir sem sýndar verða landsmótsdagana 11.-13. júlí KAKATE-MEISTARINN Ein hinna ofsaspennandi karatemynda, sem framleiddar eru í Hong Kong, Shaw Bros. — Tekin í Scope og. með East- manlitum. -— Leikstjóri Cheng Chang Ho. Aðalhlutverk: Lo Lieh og Wang Ping Sýnd föstudaginn 11 júlí kl. 7, 9 og 11. FOXY BKOWN Foxy Brown er mikill hörku- kvenmaður og hatar hverskonar spillingu, en þó sérstaklega eiturlyf og allt sem þeim við- kemur. Þar hefur hún þó erfiðan bagga, því bróðir hennar, Link, er á kafi í þessu, og fær hún heldur lítið að gert. Aðalhlutverk: Pam Grier, Antonio Fargas og Peter Brown. Sýnd laugardaginn 12. júlí kl. 5, 7, 9 og 11. TARSAN OG TYNDA GULLBORGIN Spennandi mynd í litum. Sýnd Sunnudaginn 13. júlí kl. 3. — Miðasala frá kl. 2,30. STARDUST Bresk músikmynd með hljóm- listarmanninum DAVID ESSEX í aðalhlutverki. Aðalhlutverk: David Essex, Adam Faith og Larry Hagman. Sýnd sunnudaginn 13. júlí kl. 5, 7, 9 og 11. BLÓÐLEIKHÚ SIÐ Lionheart fær aðkenningu af brjálæði, gengur á fund gagn- rýnendanna og „krefst af þeim verðskuldaðrar viðurkenning- ar,“ en þeir gera óspart gys að honum, og örvæntingu gripinn fremur hann sjálfsmorð að þeim ásjáandi. Aðalhutverk: Vincent Price, Diana Rigg og Ian Hendry. Sýnd mánudaginn 14. og þriðjudaginn 15. júlí kl. 9. Bönnuð innan 16 ára. ATHUGH) BREYTTAN SÝNINGARTlMA! Hver mynd verður aðeins sýnd einn dag!

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.