Umbrot - 11.07.1975, Blaðsíða 8
Ég nefni þenhan þátt til um
hugsunar, vegna þess eindæma
hirðuleysis sem lóðin í kring
um Elliheimili Akraness ber
með sér, og þeirrar ögrandi
lítilsvirðingar sem vistmönnum
er sýnd með þessari aðbúð, og
minnist ég þá helst viðhorfa
almennings til sveitarómaganna
á fyrsta áratug þessarar aldar.
Að vísu er það Bæjarstjórn
Ákraness sem hefur þarna for-
ustuna en aðrir bæjarbúar virð
ast þessu samþykkir athuga-
semdalaust.
Þessi yfirlýsing er mér ekki
sársaukalaus, því persónulega
hef ég ekki kynnst hér nema
góðu fólki, en í þessu tilfelli
sýna verkin merkin, svo að
ekki verður um villst.
Til frekari skýringa ætla ég
að birta afrit af bréfi, er ég
skrifaði bæjarstjórn vorið 1972.
Akranesi, 22. maí 1972.
Virðulega Bæjarstjórn!
Hinn 29. apríl síðastliðinn
bárust frá heilbrigðisnefnd til-
kynningar til okkar bæjarbúa
um lóðahreinsun og er það
sannarlega að gefnu tijefni,
Raunar ætti engum að þurfa
að segja slíkt og þá síst á vor-
in þegar náttúran skrýðist sínu
fegursta og minnir okkur á
skyldur okkar við hana. Eigi
að síður kemur það augljóslega
fram, að þessi tilmæli fá ekki
þann hljómgrunn hjá viðkom-
andi aðilum sem ætla mætti,
en þeir eru sem betur fer miklu
fleiri sem hafa ánægju af að
fegra umhverfi heimila sinna
og setja með því þann menn-
ingarsvip á bæinn, sem um-
hverfi hans verðskuldar, en í
þessu tilfelli sem mörgum öðr-
um vekur það meiri athygli sem
miður fer.
Ég vil benda á eftirtaldar
lóðir, sem eru okkur bæjar-
búum til skammar og er svo
sannarlega tími til kominn, að
bæjarstjórn hlutist til um.
Akraneskirkja er bæjarprýði
eins og allir mega sjá (1972).
Hún sýnir' heilbrigðan metnað
og skyldurækni þeirrar kyn-
slóðar sem reisti hana og ein-
staka umhyggju og ræktarsemi
þeirra sem nú hugsa um hana
og nánasta umhverfi hennar.
Öðru máli er að gegna um
næsta nágrenni kirkjunnar. Þar
blasa við 2 húsalóðir og er að
minnsta kosti önnur þeirra ein
vanhirtasta lóðin í Akranesbæ
og þó víðar væri leitað. Af
hinni var fjarlægt hús síðast-
liðið vor með þeim ummerkj-
um, sem raun ber vitni (sú lóð
hefur nú verið lagfærð). Fyrr
nefnd lóð er búin að vera í ó-
breyttu ástandi þau tæp 3 ár,
sem ég hef átt hér heima, að
öðruleiti en því, áð nokkrir
járnfleinar sem stóðu upp úr
fornum mannvirkjum hafa ný-
lega verið lagðir út af, vænt-
anlega til eilífrar hvíldar.
Vegurinn til kirkjugarðsins
er fjölfarinn eins og allir vita.
Auk þess eiginlega hlutverks
sem hann gegnir er á þeim slóð
8
um myndarlegt byggðarsafn,
þar sem sóknarpresturinn okk
ar fyrrv. hefur sýnt lofsvert
átak með að koma í fram-
kvæmd. Einnig er í kirkjugarð-
inum eftirtektarvert minnis-
merki sem talið er vera á þeim
stað sem Garðakirkja stóð og
presturinn hefur ásamt fleirum
látið reisa.
Það er svo margt skráð og
óskráð, sem sá maður hefur
gjört fyrir Akranesbæ, auk
síns göfuga embættis, og vil ég
í því sambandi geta hins glæsi
lega minnismerkis sjómanna,
sem reist var hér fyrir nokkr-
um árum, þær framkvæmdir
studdi hann einnig með ráðum
og dáð. Allt þetta ásamt fleiru
talar sínu máli um dugnað og
framsýni þessa mæta manns.
Meðfram veginum til kirkju-
garðsins hafa verið gróður-
settar nokkrar trjáplöntur.
Þéttari og skipulegri finnst
mér að þær mættu vera en
sjálfsagt eru þarna slæm rækt
unarskilyrði og næðingur sem
valda því að þær hafa ekki náð
betri þroska. Með tilliti til
þess hlutverks, sem vegurinn
gegnir, hlýtur það að vera
bæði tilfinninga- og menninga-
mál okkar allra að halda hon-
um og umhverfi hans svo vel
við sem best má verða.
Einhverjir sómamenn hafa
látið það eftir sér að reisa húsa
kumbalda örskammt frá veg-
inum og í nágrenni bæjarins.
Sennilega eru þetta gripahús,
að minnsta kosti eru þarna
nokkrar mykjuvörður sem gefa
það til kynna, en þær væru
áreiðanlega sjálfsagðari full-
nýttar á skógræktarsvæðinu.
Trúlega er erfitt að gera
þeim mönnum, sem þarna eiga
hlut að máli skiljanlegt, hvílík
ómenning þetta er, en það ætti
að vera lágmarkskrafa að
þeir hefðu þessar byggingar
snyrtilegar og einnig að ganga
þannig frá áburðarhaugum (í
þróm) að þeir væru ekki eins
áberandi óþrifnaðarauglýsingar
fyrir augum vegfarenda sem
raun ber vitni.
Og þá kem ég að viðkvæm-
asta máli okkar gamla fólks-
ins sem er Elliheimili Akraness
og því ömurlega ástandi sem
við augum blasir þar, með tilhti
til nútímamenningar og þeirra
úrbóta sem bæjarfélagið hefur
ráð á.
Ég ætla að byrja með því, að
birta frétt sem birtist í blaðinu
MAGNA hinn 29. apríl síðast-
liðinn undir fyrirsögninni
„Bókasafnið á Akranesi í nýj-
um húsakynnum“. Þar kemur
fram að nokkur hluti þessa
húss verði fyrst um sinn not-
aður fyrir framhaldsdeildir
Gagnfræðaskólans. Þetta eru
að sjálfsögðu gleðifréttir fyrir
bæjarbúa, því að sönn mennt-
un er gull sálarlífsins fyrir þá
sem bera gæfu til að njóta
hennar á eðlilegan hátt.
Ég leyfi mér að birta hér
orðréttar nokkrar línur úr
fyrrnefndri frétt, en þar stend
ur meðal annars: „Árið 1969
skaut þeirri hugmynd upp í
bæjarstjórninni að gera athug-
un á því, hvort ekki væri rétt
að taka húsið undir elliheim-
ili. Sú athugun var þó fljótlega
kveðin niður og húsið opnað
öllum bæjarbúum til menning-
arlegs þrifnaðar og mikils
sóma o.s.frv."
Ég er sjálf á sömu aldurs-
grein og íbúar elliheimilisins
og ætla ég sem einstaklingur
að leyfa mér að gera hér nokkr
ar athugasemdir við þessa
skorinorðu yfirlýsingu og byrja
með því að þakka þeim sem
í bæjarstjórn Akraness áríð
1969 skutu upp hugmyndinni
viðvíkjandi elliheimilinu og
gáfu með því til kynna að íbú-
ar þess ættu rétt á nýtískuleg-
um húsakosti og að víðar ríkti
vandræðaástand í menningar-
málum bæjarfélagsins, en þeim,
sem í fyrrgreindri frétt var
svo hátíðlega sagt frá.
Mér skildist að þarna hafi
komið fram, að meirihluti bæj-
arstjórnar hafi verið á önd-
verðum meiði við raunsæjan
minnihluta. Þar hafi litlar eða
engar rökræður farið fram og
að eftir orðalagi setningarinn-
ar „sú athugun var þó fljót-
lega kveðin niður“ hafi sá tal-
að, sem valdið hafði, án ábyrgð-
artilfinningar. Við skulum nú
athuga elliheimilið og þau
menningarlegu þrif í umhyggju
bæjarstjórnar, sem við sjáum
þar.
Síðastliðið sumar var talið
eitt hið sólríkasta og fegursta
það sem af er þessari öld, og
að sjálfsögðu reyndu allir bæj
arbúar að njóta þess eftir
kringumstæðum. Ég lagði þá
oft leið mína að elliheimilinu
og virti fyrir mér umhverfið.
Þar var litla breytingu að sjá
frá vetrardvalanum, aðra en
þá, að jörðin grænkaði jafn
hægfara og óræktaðir úthagar.
Ekkert var neikvætt að sjá
utanhúss sem húsmóðirin telst
bera ábyrgð á. Ég virti fyrir
mér það heimafólk, sem ég sá
þama og sýndist mér það bera
með sér að aðhlynning þess
væri góð eftir aðstæðum. Aft-
ur á móti mátti sjá ýmis vafa-
söm menningarþrif í umhyggju
bæjarstjórnar fyrir þessu fólki,
og kem ég nú að því.
Lóðin er stór og að því er
mér virtist vel fallin til rækt-
unar en enginn hluti hennar í
mannsæmandi umhirðu. I smá-
geil framundan annarri hlið
hússins voru gróðursett nokk-
ur sumarblóm, álíka mörg og
venjulega eru sett á leiði í
kirkjugarðinum. Annan gróður
var þarna ekki að sjá utan
heimanjóla og annars illgresis.
2 blómasölustaðir eru á
Akranesi, sem ég veit um auk
þeirrar blómaræktar, sem er á
vegum bæjarins. Garðyrkjufólk
er í þjónustu bæjarins, en lítið
erindi hefur þetta fólk átt á
lóð elliheimilisins.
Þá er að telja útivistarþæg-
indi þessa fólks, en þau eru 1
trébekkur sem sennilega rúm-
ar 4 menn. Mér er sagt að
fjöldi vistmanna sé á milli 15-
20 manns og ef það reynist
rétt, verður þetta fólk að hafa
vaktaskipti á þessu 4 manna
sæti til þess að njóta útivist-
ar.
Á meðan bæjarbúar, þeir
sem áttu heimangengt, notuðu
veðurblíðuna sumarið 1971 til
skemmtiferða landshluta á
milli, þá mátti vistfólk Elli-
heimilis Akraness rangla í til-
gangsleysi um þessa landauðn
sem umlykur heimili þeirra og
hafði ekki einu sinni sæti til
að njóta næðis og láta hugann
reika til liðinna daga, þegar
það háði sína ströngu lífsbar-
áttu fyrir börnum sínum og
lagði oft nótt við dag til þess
að vinna fyrir því veganesti
handa þeim, sem því var sjálfu
fyrirmunað að njóta vegna fá-
tæktar, og á ég þar við mennt
unina.
Launin til þessa fólks hjá
nútíma menningarþrifa samfél-
aginu mæla með sér sjálf.
Ég óska þess heilshugar að
bæjarstjórn Akraness beri
gæfu til þess, að verk hennar
megi framvegis mótast af göf-
ugri mannréttindahugsjón,
frjálsri hugsun og heilbrigðri
skynsemi.
Vinsamlegast,
Þuríður Gísladóttir,
Suðurgötu 29
3 ár eru liðin síðan þetta
bréf barst til bæjarstjórnar og
enn hefur ekkert verið gert til
að fegra umhverfi elliheimilis-
ins. Vorið 1974 voru lagfærðar
Frh. á. bls. 17
Þuríður Gísladóttir:
Til
umhugsunar