Umbrot - 18.01.1978, Blaðsíða 2

Umbrot - 18.01.1978, Blaðsíða 2
„Hugmyndin er að setja hér upp fullkomna steypustöð” UMBROT rœðir við athafna- manninn Guðmund Magnússon Trésmiðja Guðmundar Magn- ússonar er í fyrirtækjakynningu UMBROTS að þessu sinni. Guð- mundur hefur starfrækt tré- smiðju frá árinu 1959. Hann hef ur rekið byggingavöruverslun, plastverksmiðja er í fullum gangi og nú er hann að stofn- setja fullkomna steypustöð með tilheyrandi tækjum. Formálinn verður ekki lengri og við hef jum viðtalið við Guðmund Magnús- son. — Hvenær var Trésm. Guð- mundar Magnússonar stofnuð? — Vorið 1959 var fyrirtækið stofnað og var það í nýju hús- næði við Stillholt 21. Starfsemin hófst síðan 1. júlí og voru starfs menn aðeins 4 í fyrstu, en um áramót vorum við orðnir 7. — Hvers konar vinna var unn in í fyrstu? — Það var nú þessi almenna byggingarvinna, var eitt árið unnið fyrir Póst og síma við inn réttingar, bæði hér á pósthúsinu svo og í Ólafsfirði. — Fljótlega stofnaðir þú byggingavöruverslun ? — Það var árið 1964. Versl- unin var staðsett við Stillholt 21, en áður en hún byrjaði hafði ég bætt við húsnæði baka til og þar vorum við í tvö ár, eða þar til brann hjá okkur árið 1966 í september. — Það var mikill bruni? — Já, það var mikill bruni og hann dró langan dilk á eftir sér. Það má segja að ég hafi verið 7-8 ár að ná mér upp úr þeim erfiðleikum. Það brann nánast allt, nema sex vélar sem voru í framhúsinu sem við köllum, en það er húsið sem snýr að Still- holtinu. — Þú lést ekki deigan síga við þetta áfall, heldur hófstu þegar handa um uppbyggingu? —- Ég fékk mjög góða aðstoð við að byggja þetta upp aftur, því á þeim árum var allgóð út- koma úr þessum iðnaði. En kostnaðurinn við uppbygging- una varð margfalt meiri heldur en tryggingar voru fyrir. — Hvað stækkaðirðu húsnæð ið mikið eftir brunann? — Ég bætti við tveimur hús- um, sem eru um 550 m2, og byggði ofan á hæðina sem snýr að Stillholtinu. — Ér það eftir brunann sem þú stofnar plastverksmiðjuna? — Nei, ég var búinn að reka hana í rúmt ár þegar bruninn var. — Var einhver sérstök á- stæða fyrir því að þú stofnaðir plastverksmiðju ? — Ég var búinn að velta þessu fyrir mér í 2-3 ár áður en ég lét verða af þessu. Ég kynntist þessari framleiðslu nokkuð vel í Noregi árið 1964, og eftir það tók ég ákvörðun um að koma þessu upp hér, og það varð í júlí 1965. — Voru þá fleiri slíkar verk- smiðjur hér á landi? — Já. Fyrir voru þá 7 verk- smiðjur og síðan hafa bætst við 3 eða 4. — Hvað framleiðið þið mikið af plasti á ári? — Ég hef nú ekki tekið þáð saman fyrir sl. ár, en árið 1976 voru það um 2.600 m3. — Hvaðan er hráefnið? . — Það kemur víða að úr heiminum, en ég fæ allt hráefni frá Englandi. — Starfa margir við fram- leiðsluna? — Það er nú aðallega einn maður sem hefur starfað frá upphafi, en þegar mikið liggur fyrir fær hann aðstoðarmann. Emil Þór Guðmundsson og Guðmundur Magnússon — Fyrir nokkrum árum tókstu þig til og fórst að byggja fjölbýlishús? — Já, mig hafði alltaf lang- að til að reyna þetta, en það var ekki fyrr en árið 1974 að farið var að undirbúa þetta verk. Fyrstu blokkinni var skil að í nóvember 1976. Um næstu mánaðarmót skilum við annarri blokkinni og nýlega erum við byrjaðir á þeirri þriðju, og á hún að verða tilbúin um áramót in 1978-79. Sú blokk stendur við Vallarbraut. — Er það ekki rétt að þú hafir byrjað með einhverja nýj- ung í sambandi við blokkarbygg inguna? — Ég bryddaði á ýmsu sem ekki hafði verið hér áður, en það telst nú ekki nýjung í dag, því það eru flestir aðilarnir komnir með þetta eða eitthvað líkt. Þessar nýjungar voru aðal- lega í sambandi við mótin, en í vor eru fyrirhugaðar breytingar á þeim og eru þau ennþá full- komnari en við erum með í dag. Þessi nýjung fólst aðallega í því að mótin samanstanda af frekar stórum flekum sem eru öll veggjahæðin og síðan flek- ar sem eru allt frá 3,5-7 m. Til gamans má geta þess að okkur hefur tekist að slá upp fyrir tveim íbúðum á 2 y2 degi með 7 mönnum. Þá má geta þess, að flekarnir gera það að verk- um að aðeins þarf að pússa hluta af veggjum. Til að gera þessa vinnu ennþá þægilegri fékk ég byggingarkrana sem er sá fyrsti af þessari tegund sem kemur til Akraness. Það var nú talinn vera hálfgerður ævintýra blær yfir þessu, en ég held að menn séu orðnir á annarri skoð- un núna. Þetta er þörf, en ekki ævintýri. — Er alltaf jafn mikil eftir- spurn eftir íbúðum í blokkum? — Já, það virðist vera, því ég hef aldrei verið búinn að fast- setja jafnmargar íbúðir á svip- uðu byggingarstigi og nú, og það er aðeins eftir ein íbúð í þeirri blokk sem við erum nú að byrja á. Yngra fólkið er í meiri hluta kaupenda, en einnig er töluvert um eldra fólk sem selt hefur sín einbýlishús og flytur í minna húsnæði. Annars er í undirbúningi hjá mér núna að hefja einnig byggingu á einbýlis húsum og hef ég fengið loforð fyrir nokkrum lóðum hjá Akra- Marinó Ámason vinnur við plastgerðina.

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.