Umbrot - 18.01.1978, Blaðsíða 10

Umbrot - 18.01.1978, Blaðsíða 10
UMBROT 18. janúar 1978 Verð kr. 120 Fjárveitingar ríkisins fyrir árið 1978 Fjárveitingar á fjárlögum rík isins til Akraness árið 1978 eru þessar: þús. kr. Barnaskóli, kyndist. og lóð 5.000 Barnaskóli, nýr 3.000 Iþróttahús 6.000 íþróttahús, íþróttasj. 100 Iþróttavöllur, endurgr. 248 íþr.v. hlaupabr. endurgr. 3.491 Bjarnalaug, endurgr. 860 Sjúkrahús 45.000 Akraneshöfn 100.000 Sjóvarnargarður 1.000 Nýtt skip bættist í flota Ak- urnesinga fyrir tæpum hálfum mánuði, en þá kom Bjarni Ólafs son AK-70 í fyrsta skipti til heimahafnar. Skipið er í eigu Runólfs Hallfreðssonar útgerð- armanns og skipstjóra og verð- ur hann sjálfur skipstjóri, 1. stýrimaður er Jóhann Kísel og 1. vélstjóri Þráinn Sigurðsson. Bjarni Ólafsson er 556 tonna stálskip, 54 metra langt og tæp ir 10 metrar á breidd þar sem skipið er breiðast. Það er út- búið til nóta- og togveiða. Skipið fer nú á loðnuveiðar en í sumar er reiknað með að fara á kolmunnaveiðar með flottroll. Skrokkur skipsins var smíð- Ólafur Ásgeirsson, skólameist ari Fjölbrautaskólans, hefur ritað bæjaryfirvöldum bréf, þar sem hann tilkynnir að Fjöl- brautaskólinn muni ekki geta hýst 7. bekk grunnskólans næsta vetur. Eins og nú háttar er 7.—9. bekkur Grunnskólans til húsa í Fjölbrautaskólanum. Er fyrir- sjáanlegt að fjölgun í Fjöl- brautaskólanum verður það mik il strax næsta haust, að ekki verður rúm fyrir 7. bekk. Þá má geta þess að Ólafur Ásgeirsson er ráðinn skólameist ari Fjölbrautaskólans, en ekki Grunnskólans og samkv. því mun Njáll Guðmundsson vera skólastjóri Grunnskólans, þ.e. 1.—9. bekk. I samtali við Njál kom fram Iðnskóli, endurgr. 2.000 Leikskóli 13.000 Fjölbrautask., stofnkostn. 9.758 189.457 Fjárveitingar árið 1977 voru samtals 137,194 Mkr. og er þetta 38,1% hækkun milli ára. Þess má geta að á fjárlögum er launakostnaður fjölbrauta- skóla áætlaður 66,921 Mkr. aður í Karlstad í Svíðþjóð en innréttingar eru unnar hjá Ör- skoves Værft í Danmörku. Smíði skipsins hófst í apríl sl. Kaup- verðið er 16 milljónir sænskra króna eða um 730 milljónir ís- lenskra króna en sænska skipa- smíðastöðin tók Bjarna Ólafs- son eldri upp í kaupin og var hann metinn á um 270 milljónir íslenskra króna. Nýja skipið reyndist mjög vel á heimleiðinni en það hreppti hið versta veður. Ganghraði þess var 14 mílur í reynslusiglingu. Það er búið öllum þeim fullkomn asta tækjabúnaði sem þekkist og í því er kæliklefi, sem tekur 30 tonn. að til að leysa þetta vandamál með 7. bekk, væri fyrirhugað að kaupa hreyfanlegar stofur, sem yrðu settar niður á Barna- skólalóðinni. Skólastjóri og yfir- kennari hefðu talið að fá þyrfti minnst 3 slíkar stofur, en bæjar yfirvöld hafa ekki tekið ákvörð- un ennþá. Njáll sagði að þetta væri bráðabirgðalausn, en um þessar mundir er verið að ljúka við teikningu nýs Barnaskóla, sem staðsettur verður á Garðagrund og í vor er fyrirhugað að byrja á 1. áfanga þessa skóla. Að lokum sagði Njáll, að hvorki fræðslu- né bæjaryfir- völd hefðu sent sér skriflegar upplýsingar um þessar fyrirhug uðu breytingar. Óvissa með Öldunga- deildina I desemberblaði Umbrots var auglýsing frá fjölbrautaskólan- um um stofnun Öldungadeildar við skólann. Haldinn var kynn- ingarfundur 14. des og þar létu 43 skrá sig til væntanlegs náms. I samtali við Ólaf Ásgeirsson skólameistara kom fram að þetta mál er nú til afgreiðslu hjá fjármálaráðuneytinu. Tals- verður áhugi virtist vera fyrir stofnun deildarinnar á fundinum sem haldinn var í desember, og var stefnt að því að byrja nú eftir áramót, en eins og sakir standa er allt óvíst um þáð hvort hægt verður að byrja fyrr en í haust. Ólafur sagði að inntökuskil- yrði í öldungadeildina væri 21 árs aldur. Eftir því sem Umbrot hefur frétt hefur verið tekið vel í þetta mál hjá menntamálaráðuneyt- inu, en eins og áður segir er það fjármálaráðuneytið sem fjallar nú um málið. Hætti við að hætta Þorvaldur Þorvaldsson sem verið hefur fræðslufulltrúi á Akranesi hafði sagt starfi sínu lausu frá 1. janúar sl. Nú mun Þorvaldur hafa verið endurráð- inn til bráðabirgða og er hann því hættur við að hætta, a.m.k. í bili. Nú fyrir jólin var hin árlega umferðagetraun Umferðarráðs, „1 jólaumferðinni“ lögð fyrir nemendur Barnaskóla Akraness. Alls bárust 430 úrlausnir á Lög- reglustöðina á Akranesi. Af þeim reyndust 278 réttar. Úr þeim voru síðan dregnir 14 bókavinningar, 7 úr fl. stúlkna og 7 úr drengjafl. Eftirtalin börn höfðu heppn- ina með sér að þessu sinni: Elfur Sig Sigurðardóttir, Bjárkargrund 5 Ágústa Friðriksdóttir, Vesturgötu 3 Hildigunnur Guðmundsdóttir, Furugrund 24 Emilía P. Jóhannsdóttir, Esjubraut 8 Anna Júlía Þorgeirsdóttir, Bjarkargrund 39 Hulda Gestsdóttir, Háteigi 6 Sylvía Rós Helgadóttir, Skólabraut 10 Sigurður Bjarni Jónsson, Garðabraut 13 Ársæll Jóhannsson, Vesturgötu 59 Sveinbjörn Reyr Hjaltason, Furugrund 17 Nýársbarn Fyrsta barnið, sem fæddist á Sjúkrahúsi Akraness á þessu ári, var stúlka. Hún fæddist 5. janúar kl. 17,49 og vó 4410 grömm og var 56 cm á lengd. Foreldrar eru Sigurlín Gunn- arsdóttir og Eiríkur Jónsson, Arnarholti 3, Akranesi. Þetta er annað barn foreldra. Síðasta barnið sem fæddist hér á árinu var drengur. Hann fæddist 28. desember kl. 11,02 og vó 3470 gr. og var 55,5 cm á lengd. Foreldrar eru Elín Árna dóttir Suðurgötu 16, Akranesi og Kjartan Kjartansson. 164 fæðingar voru á Sjúkra- húsi Akraness árið 1977. Er það mikil fækkun frá því árið áður, en þá voru 225 fæðingar. Sigurbjörn tók meðf. mynd af nýársbarninu og móðurinni, Sigurlín Gunnarsdóttur, 7. jan. sl. Gísli Eyleifsson, Stekkjarholti 17 Karvel L. Hinriksson, Hjarðarholti 17 Kristján Þór Guðmundsson, Sandabraut 16 Sigurdór Bragason, Bjarkargrund 46 Á aðfangadag jóla sl. heim- sótti Brandur Fróði Einarsson, lögregluvarðstjóri, ofanrituð börn, og afhenti bækurnar við fögnuð viðtakenda. Bækurnar eru gefnar af Bæjarsjóði Akra- neskaupstaðar. Bifreiö fyrir slökkviliöið Gengið hefur verið frá kaup- um á bifreið fyrir slökkviliðið. Hér er um að ræða nokkuð stóra sendibifreið til að aka slökkviliðsmönnum svo og laus- um tækjum, s.s. vatnsdælum, á brunastað. Verð bifreiðarinnar óinnrétt- aðrar er áætlað 3,3 Mkr. en verð hennar tilbúinnar er áætl- að 4,5Mkr. Nýtt skip í flotann: Bjami Ólafsson AK-70 7. bekk grunnskól- ans úthýst „1 jólaumferöinni”

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.