Umbrot - 12.04.1978, Blaðsíða 3

Umbrot - 12.04.1978, Blaðsíða 3
Fjölbreytt menningarstarf í Bæjar- og héraðsbókasafninu fer fram margþætt mermingarstarfsemi. IJMBROT hafði samband við bóka- vörð frú Stefaníu Eiriksdóttur og formann bókasafnsstjórnar, Braga Þórðarson. Bókavörður hafði þetta að segja um útlánin 1977: „Bókasafnið hefur nú um tveggja ára skeið verið opið til útlána allt árið, þ.e. 18 tíma vikulega, nema júlí og ágúst, 9 tíma vikulega. Áður var lokað yfir sumarmánuðina. tJtlán bóka: Fullorðnir: 24.703 bd. Börn: 14.640 bd. Alls: 39.343 bd. Lesstofur: Fullorðnir: 8.268 bd. Böm: 9.320 bd. Alls: 17.588. Sam- tals: 56.931 bd. Lánþegar: Fullorðnir: 10.552. Böm: 5.336. Alls: 15.888. Um 10 þús. gestir sóttu lesstofur bókasafnsins. Lestraraðstöðu þarf að auka allverulega. Skirteini útlána, þar með tabn skirteini báta eru: Fullorðnir: 1840. Böm: 630. Sam- tals: 2470. Bækur og rit keypt á árinu 1417 bd. í bókband fóra 250 bd. Bókakostur safnsins er skv. aðfanga skrá 22.030 bd. Óskráð eru um 1500 bd., mest tímarit (óheil) og ýmsir aðrir staksteinar." Bragi Þórðarson skýrði frá annarri starfsemi á vegum bókasafnsstjómar- innar. Hann sagði m.a.: „Starfsemin hefur verið með liku sniði og undanfarin ár. Stöðug aúkn- ing hefur verið á útlánum, eins og yfirlit bókavarðar sýnir. Með til- Steinasafn Lilju GuSbjarnadóttur, sem nú er í BókhloSunni. UMBRQT Ctgefandi: UMBBOT sf. Blaðstjórn og ábyrgðarmenn: Indriði Valdimarsson, ritstj. og Sigurvin Sigurjónsson augl.stj. Auglýsingasími: 1127 Pósthólf 110 Gíróreikn. nr. 22110-4 Verð kr. 150 Setning og prentun: Prentverk Akraness hf. komu barnabókadeildarinnar og les- stofunnar varð mikil breyting á notk un safnsins. Æ fleiri notfæra sér að setjast þar til þess að skoða bækur og blöð og kynna sér ákveðna efnis- flokka. Einkum eru það þó nemendur skólanna. Samkomulag var um það, að þegar lokið yrði innréttingu ó fundarsal bæjarstjómar á efri bæð hússins myndi bann þjóna sem þög- ull lestrarsalur fyrir safnið, þegar hann værd ekki notaður af bæjar- stjóm. Verður hann kærkomin við- bót við litla lestrarsalinn. sem nú er í safninu. Listkyimiiig 1 október sl. var í samvinnu við Listasafn Islands kynning, sem nefnd ist „Abstraktlist ó lslandi“. Clafur Kvaran, listfræðingur, flutti erindi og sýndi litskyggnur. HöfundakynniBgar Höfundakynningar hafa verið fast- ur liður í starfsejmi safnsins undan- fárin ár. Nú hefur orðið breyting á framkvæmd þeirra. Rithöfundasam band Islands skrifaði safnsstjóminni á sl. ári og tilkynnti, að rithöfundar myndu ekki oftar kynna verk sín í safninu, án þess að sérstök greiðsla kæmi þar fyrir umfram friar ferðir og uppihald, sem höfundar hafa feng- ið við þau tækifæii hér. Enginn þeirra rithöfunda, sem komið hafa til þessara kynninga, hefur látið í Ijósi óskir um frekari greiðslur. Safnsstjórnin svaraði að hún gæti ekki orðið við þessum óskum þeirra, þar sem engin fjárveiting væri til þessara kynninga og allt unnið end urgjaldslaust við þær. Auk þess áliti hún höfundakynnin gar góða aug- lýsingu á bókum viðkomandi höf- unda og gæti það skoðast sem þóknun. Var því gerð tilraun með breytt fyrirkomulag á þessum kynningum. Nemendur grannskólans fengu það verkefni að velja og flytja efni eftir íslenska bamabókahöfunda. Sú kynn ing fór fram í Bókhlöðunni laugar- daginn 11. mars sl. og tókst vel. Á- formað er að nemendur Fjölbrauta- skólans annist hliðstætt val og kynn- ingu næsta vetur. Náttúrugripasafn Þá er að geta þess að í febrúar sl. afhenti frú Lilja Guðbjamadóttir frá Ivarshúsum safninu að gjöf vand- að steinasafn. Lilja hefur safnað stein trnmn víðs vegar af landinu. Hún á miklar þakkir skildar fyrir einstaka ræktarsemi við sína heimabyggð. Safn Lilju hefur vakið verðskuldaða athygli og ánægju. Er það til sýnis í skáp, sem komið hefur verið fyrir í barnabókadeildinni. Einnig er áformað að setja þar upp skeljasafn, sem Lúðvik Jónsson frá Ársól gaf skólunujn á Akra- nesi fyrir nokkrmn áram, en safn þetta hefur legið í geymslu. Má segja að þama sé kominn vísir að náttúrugripasafni Akumesinga og þyrfti að huga að betri stað fyrir slíkt safn, ef það ó eftir að auka við sig. Skjalasafn Nú er verið að setja hillur í geymsluherbergi í kjallara safn- hússins, en þar er ráðgert að safna saman gögnum tilheyrandi skjala- safni. Ari Gíslason hefur verið feng- Á næstunni verða sýndar í Bíóhöllinni þrjár myndir frá Akranesi. Kvikmyndin Akranes 1947, þjóðhátíðarmyndin frá 1974 og ný kvikmynd sem tek- in var á Landsmóti U.M.F.Í., sem haldið var hér á Akranesi sumarið 1975. Þessi nýja mynd er 25 mín. löng, tekin af Þrándi Thorodd- sen og Jóni Hermannssyni. Ing iim til þess að hefja söfnun skjala fyrir þetta safn, en hann hefur ann- ast söfnun fyrir Héraðsskjalasafnið í Borgamesi. Mun hann taka á móti skjölum, fundagerðabókum félaga, gömlum sendibréfum og öðra, sem ber að geyma í héraðsskjalasöfnum samkv. reglugerð nr. 61/1951 frá menntamálaróðTmeytinu. Eru þeir, sem vita af sliku góðfúslega beðnir að hafa samband við hann. Hljóðdeild Þegar búið verður að koma skjala- safninu á stofn verður næsta skrefið að stofna hljóðdeild á vegum safnsins. — Er nú verið að huga að fyrsta undirbúningi þess. Mikil þörf er á að koma á fót slíkri deild, sem gæti t.d. lánað spólur með upplestri úr bókum fyrir sjóndapra. Visir að slíkri starsemi er á vegum safnsins, en Borgarbókasafn hefur sýnt okkur þá velvild að lána spólur hingað. Safnsstjómin væntir þess að áfram verði hægt að halda með fyrirhug- aða starfsemi. Við erum töluvert seint ó ferð i þeim efnum. Hins vegar stöndum við vel að vigi með hús- næðið og eram þar sambærileg við hliðstæð bæjarfélög. Á efri hæðinni, þar sem nú er verkfræði- og teikni- stofan, er þessum deildum frá upp- hafi ætlaður staður, þegar þær verða tilbúnar til opnunar. Framsýni ráða manna og fjármagn bæjarins ræður hins vegar hraðanuum í þessum mál- um,“ sagði Bragi að lokum. 1 stjóm bæjar- og héraðsbókasafns ins era: Bragi Þórðarson, form; Ólaf ur J. Þórðarson, ritari; Gunnlaugur Bragason, Njáll Guðmundsson og Sigurðtu Guðmundsson. sem er full trúi sveitanna sunnan Skarðsheiðar. ólfur Steindórsson samdi texta með myndinni. Þulur er Þor- valdur Þorvaldsson. Jón Her- mannsson annaðist klippingu og hljóðsetningu. Marga Akurnesinga mun vafa laust fýsa að sjá þessar myndir og rifja upp gamlar minningar frá þjóðhátíðarárinu og lands- mótinu. Þau sem völdu og fluttu efni á kynningunni í BókhlöSunni 11. mars sl. Myndirnar tók Sigurbjörn GuSmundss. NÝ KVIKMYND 3

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.