Umbrot - 12.04.1978, Blaðsíða 7

Umbrot - 12.04.1978, Blaðsíða 7
skilur tekki við sjúklinginn fyrr en hann er kominn inn fyrir dyr sjúkrahússins. Sömu sögu er að segja þegar heim er hald- ið eftir 6 vikur. Þá er fylgdar- maður oftast með, því götur New York borgar reyndust mörgum ofraun, þannig að þeir hrösuðu. — Er þetfca strangur skóli? Dyrnar eru opnar, en þú mátt ekki fara út og þetta er ströng meðferð. Enda þýða eng in vettlingatök við okkur alcohol istana. Þú átt alls ekki svo auð- velt með að komast inn um dyrn ar aftur, ef þú ert búinn að rjúfa þína meðferð. Hér heima er skrifað undir samning, þar sem þú hlýtir settum reglum, en brjótir þú þá meðferð á ein- hvem hátt, þá ert þú búinn að fyrirgera þínum rétti á sjúkra húsinu. Þú þarft sjálfur að borga ferðina út, annað er greitt af tryggingastofnun og sjúkra- samlagi, eins og með aðra sjúkl inga, en ef þú brýtur eitthvað af þér, þarft þú að greiða allt sjálfur. Það eitt er, held ég, mörgum ofraun. Eigin kostn- aður fyrir sjúkling er nú um 200 þús. kr. — 1 hverju er meðferðin að- allega fólgih? Það er staðreynd að mönnum hefur gengið illa að viðurkenna drykkjuskap sem vandamál hjá sjálfum sér. Það fyrsta sem skeður í meðferð þarna úti er það, að koma mönnum í skilning um hvar þeir standi, og þegar þeir em farnir að hugsa um það, þá er að láta þá hafa verk- færin í hendurnar til þess að þeir geti staðið sig, orðið að mönnum á ný og notið lífsins án þess að drekka. Einnig era menn uppfræddir um alcoholisma og áhrif alco- hols á líkamann, og í þessu sam bandi er ekki síður nauðsynlegt að vara menn við lyfjaáti, s.s. walium, deazepomi og stesolid, sem mjög oft fylgir drykkju- skap. Þessi lyf era raunverulega ekki annað en alcohol í töflu- formi, því áhrifin á líkamann em nákvæmlega eins. Þarna er mönnum sem sagt kennt að þekkja inn á sjálfan sig og ég hygg að margur alcoholistinn kynnist sjálfum sér raunveru- lega ekki fym en hann fer í með ferð. Ég segi fyrir mig, að held ur var minn innri maður ófagur á að líta þegar ég fór að kynn- ast honum. — Blandast trúmál þarna inn í? Að mínu mati er enginn mað ur í heiminum ekki trúaður. Menn eru misjafnlega mikið trú aðir og trúa á marga guði, en það er styrkur að trúa og hverj um manni nauðsynlegt og hjálp- ar mikið. — Var erfitt fyrir þig að koma heim? Ég hélt að það væri miklu erfiðara. Það væri óeðlilegt að vera ekki kvíðinn og hálf hrædd ur við að stíga út í lífið að nýju. Mér hefur verið tekið afskap- lega vel og fólk sýnt að mínu mati mikinn skilning, og verið í alla staði mjög elskulegt. Þetta hefur gert það að verk- um, að sporið var ekki eins erf- Frá unglingaráði K.R.A. itt og ég hafði haldið. Airnars er það nú eitt af mörgu sem hamrað er inn í mann í meðferð að við eigum ekki að gera mikl- ar áætlanir fram í tímann. — Hvert er þitt álit á stúk- unni? Ég held að Góðtemplarastarf semin hér á landi hafi skotið svolítið yfir markið. Allavega held ég, að á þessum áram sem stúkur hafa starfað, hafi þær hvergi nánda nærri náð þeim árangri sem skyldi í þessum mál um. Þetta er ekki svona bara á íslandi. Mér skildist á Banda ríkjamönnum að þetta væri ná- kvæmlega sama sagan þar. Ég held að þetta sé vegna þess, að stúkumenn eru allt of miklir of stækismenn í sínum áróðri og kenníngum. Við lögum ekki drykkjuskap fólks með algjör- um bönnum og lagabókstöfum. — Hafa alcoholistar mikið samband sín á milli? Já. Eitt af því sem er okkur mikil nauðsyn er það að ein- angra okkur ekki. Það er mjög mikið atriði fyrir okkur að hafa samband og styrkja hvom ann- an og skiptast á skoðunum. Það hefur sýnt sig, að þeim sem skrikar fótur í baráttu sinni við Bakkus, eru venjulega þeir sem ekki hafa haldið hópinn. — Hvenær gerir maðnr sér grein fyrir að haiun sé alcohol- isti? Ég held að það sé útilokað að svara þessari spurningu. Sum ir gera sér aldrei grein fyrir því, þeir geta verið alcoholistar allt frá því þeir taka fyrsta glasið. Aðrir gera sér grein fyrir því snemma, en aðrir seint. — Er alcoholistinn litinn öðr um augum en annað fólk? Mér hefur fundist fólk líta allt öðrum augum á mig. Eins og ég sagði áðan, þá hef ég mætt afskaplega mikilli hlýju og vinsemd frá mörgum eftir að heim kom. Mjög margir eru hissa og forviða og aðrir virka eins og hálf hræddir við mig. Mér finnst stundum eins og fólk, sem umgengst mig, viti ekki hvernig það eigi að koma að mér. Ég hef því sjálfur lúmskt gaman af viðbrögðum hjá sumum, þegar ég sé að þeir vita raunverulega ekki hvernig þeir eigi að koma fram gagn- vart mér. Aðrir hafa greinilega farið að líta eitthvað í eigin barm, vegna þess að ég hefi oft verið hálf króaður af og fólk verið að ía að einu og öðru og jafnvel að koma með dæmi. Ég veit alveg eftir hverju það er að fiska. Það er að reyna að stað- setja sjálft sig. Svo hef ég einnig orðið var við, að ef ég kem á stað þar semverið er með vín,þá tekur fólk sig til og fer að fela vínið bak við gardínur eða undir borðum. Jafnvel þótt drafi í mönnum, virðast þeir telja sér trú um að ég sjái ekki að þeir séu fullir. Að lokum má geta þess, að Guðbrandur Kjartansson er trúnaðarmaður fyrir SÁÁ á Akranesi, og þeir sem telja sig þurfa upplýsingar eða aðstoð geta haft samband við hann. — I. Unglingaráð mun starfa í svipuðum anda og undanfarin ár, þ.e.a.s. á sviði félags- og knattspyrnumála ungra drengja frá árganginum 1962 og niður úr. Ákveðin er m.a. utanlandsferð í sumar til norðurlanda með þátttöku 37 pilta sem þegar hafa verið valdir með tilliti til hegðunar og mætingar aðallega. Munu íslandsmeistararnir í 5. fl. 1977 taka þátt , alþjóðamóti unglinga í Gautaborg, í þeirri ferð. Foreldrum drengjanna er og gefin kostur á að taka þátt í ferðinni. Þá er í ráði að taka þátt í íslandsmóti í 3. 4. og 5. fl., en skemmst er að minnast hins frábæra árangurs er 5. fl. náði í fyrra og vakti landsathygli. Margir aukaleikir eru og ákveðnir hér heima og að heim- an í öllum flokkum. Næstu ungl- ingaleikir eru innanhúss við Keflvíkinga föstud. 14. þ.m. í íþróttahúsinu í 4. 5. og 6. fl. og á sunnudag 16. þ.m. verða fimm leikir á Iþróttavellinum við KR í 3. 4. og 5. fl. Akraness Badmintonfélag Akraness hélt opiö mót I öllum flokkum og greinum ungl- inga laugardaginn 25. mars í í þrótt a- húsinu viö Vesturgötu. Var þaö fyrsta opna mðtið sinnar tegundar sem hald- iö er hér á Akranesi. Mótiö var nefnt Bikarmót ÍA, því aö keppt var um farandgripi í einliðaleik í öllum flokk- um, gert er ráö fyrir þvi að þetta veröi árlegur viðburður hér eftir. Þátttaka var mjög góð frá fjórum félögum, TBR, ÍA, KR, og Val. TBR fékk flest gull 16. ÍA kom svo meö 8 gull og KR meö 1 gull. En Úrslit í einstökum flokkum uröu sem hér segir: Piltar: einl.leikur: Broddi Kristjánss. TBR tvíl.leikur: Guðmundur Adolfss. og Skarphéðinn Garðarss. TBR, tvenndarl. Sigurður Kolbeinsson TBR og Sif Friö- leifsdóttir KR. Drengir, einl.leikur: Þorgeir Jóhannsson TBR, tvenndarl. Þorgeir Jóhannsson og Kristín Magn- úsdóttir TBR. Telpur, einl.leikur: Kristín Magnúsdóttir TBR. Sveinar, einl.leikur: Þorsteinn P. Hængsson TBR, tvíl.leikur Gunnar Mýrdal og Þórhallur Ingason ÍA, tvenndarl. Þor- steinn P. Hængsson og Mjöll Daníels- dóttir TBR. Meyjar, einl.leikur, Ing- unn Viðarsdóttir ÍA, tvíl.leikur: Elín H. Bjarnadóttir og Elísabet Þóröar- dóttir TBR. Hnokkar, einl.leikur: Árni Þór Hallgrímsson lA, tvíl.leikur Ámi Þór Hallgrímsson og Ingólfur Helga- son ÍA, tvenndarl. Ingólfur Helgason og Iris Smáradóttir lA. Tátur, einl.- leikur: Þórdis Erlingsdóttir TBR, tvíl.leikur: Þórdís Erlingsdóttir og Anna Kristín Daníelsdóttir TBR. Islandsmeistaramótiö í Badminton 1 meistara- og A-flokki var haldið 1.-2. apríl í Laugardalshöll. Tíu keppendur voru frá lA og stóöu þeir sig mjög vel. Árangur var sem hér segir: I átta liða úrslit í meistaraflokki karla komust þrír Akurnesingar, þeir Víðir Bragason, Jóhannes Guðjónsson og Höröur Ragnarsson. Víöir sigraöi Sig- urð Haraidsson TBR 15-1, 10-15 og 15- 12. Jóhannes tapaöi fyrir Sigfúsi Ægi Árnasyni 3-15 og 12-15. Höröur tapaði fyrir Jóhanni Kjartanssyni 5-15 og 4- 15. Víöir tapaöi svo í undanúrslitum Ýmsar fjáraflanir eru fyrir- hugaðar í sambandi við starfið og þá sérstaklega varðandi ut- anlandsferðina. Væntir ráðið góðs stuðnings af hálfu bæjar- búa því eins og allir vita þá er ómetanlegt bæjarfélaginu að halda uppi öflugu og heilbrigðu æskulýðsstarfi. Síðast en ekki síst hvetur Unglingaráð foreldra og aðra Skagamenn til að fylgjast vel með og taka þátt í störfum unglinganna með því að sækja leiki þeirra og hvetja þá. (f réttatilkynning) Frá Í.A. Á 33. ársþingi lA í nóv. sl. var samþykkt að ráða fram- kvæmdastjóra fyrir íþrótta- hreyfinguna. Nú hefur stjórn IA ákveðið að auglýsa eftir framkvæmdastjóra og er um- sóknarfrestur til 20. apríl nk. Upplýsingar veitir formaður ÍA í síma 2124. (fréttatilkynning) fyrir Sigfúsi Ægi Árnasyni 11-15 og 4-15. I a-flokki karla, einl.leik sigr- aöi Aðalsteinn Huldarsson lA Gunnar Jónatansson Val í úrslitaleik 15-10 og 15-8. I a-flokki kvenna einl.leik sigr- aöi Ragnheiöur Jónasdótttir IA Ásu Gunnarsdóttur Val i úrslitaleik 11-6 og 11-1, i tvíliöaleik sigruöu þær Ragn- heiður og Jóhanna M. Steindórsdóttir lA, Ásu Gunnarsdóttur Val og Jór- unni Skúladóttur TBR i úrslitaleik 15- 10 og 15-11. 1 a-flokki tvenndarleik töpuðu Helgi Magnússon og Ragn- heiöur Jónasdóttir fyrir Skarphéðni Garöarssyni og Jórunni Skúladóttur TBR í undanúdslitum 15-11, 7-15 og 7-15. Eins og sjá má þá á lA mjög sterka Badmintonspilara og ætla má aö ÍA sé meö næst sterkasta Badmin- tonfélag á landinu því aö i öllum stærstu mótum landsins hefur lA veriö meö næst flest gull. Er þetta mjög góöur árangur þvi aö Badminton var lítiö sem ekkert stundað í gamla iþróttahúsinu en síðan nýja húsiö kom hefur orðið mikil bylting I badminton og sýnir þaö best sá árangur sem náðst hefur. Þess skal getiö að þetta er íþrótt fyrir alla fjölskylduna og er það fólk sem hefur áhuga á þvi aö hefja æfingar I Badminton hvatt til að byrja strax næsta haust þegar húsið verður opnað því það er miklu betra fyrir alla aðila aö byrjaö sé strax á haustin í staö þess aö byrja þegar liðið er á veturinn. Atvinnutæki til iölu Þökuskurðarvél og vörubifreið. Upplýsingar í síma 2084. Auglýsinga- síminn er 1127 Frá Badmintonfélagi 7

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.