Umbrot - 10.05.1978, Side 7
Yfirhafnsögumaður lítur yfir höfnina á annasömum degi.
ingu. Þar stendur hvorki á tækjum
né mannafla. Líklega eru kosningar
í nánd og gæti oltið á nokkrum at-
kvæðum. Bara að það verki nú ekki
öfugt.
Bókihald og reiknings-
skil
Eins og reglugerð Akraneshafnar
mælir fyrir um, annast skrifstofa bæj-
arins bókhald og reikningsskil fyrir
hafnarsjóð og má það teljast eðlilegt
fyrirkomulag. En eins og málum er
nú komið og lítillega hefur verið vik-
ið að hér að framan kunna að leynast
í'því vissir veikleikar. Benda má á að
skv. fjárhagsáætlun 1978 hefur stjórn
kaupstaðarins hækkað um 70 % frá
síðasta ári og hrís mörgum orðið
hugur við bákninu. Er ekki furða
þótt einhversstaðar þurfi að grípa í
peninga til rekstursins, enda eiga
menn bágt með að festa auga á stjórn-
semi á heimilinu því.
Ég tel fullvíst að endurgr. skrif-
stofukostnaður hafnarsjóðs sé a.m.k.
helmingi of hátt reiknaður, fyrir þá
vinnu sem fram er lögð.
Sé þetta rétt metið, meðtalin síð-
asta samþykkt hafnarnefndar um allt
að 5 millj. kr. tilraunaævintýri með
Ferju II og fleira, sem hagræða
mætti, er ljóst að ekki minna en 10
millj. kr. af framkvæmdafé hafnar-
sjóðs á yfirstandandi ári er spillt
til lítils gagns fyrir framtíðina.
Fleira mætti nefna.
Búnaður og starfsskil-
yrði
Um þessi atriði þarf ekki að hafa
mörg orð, nægir að vísa í reikninga
hafnarsjóðs til athugunar, auk þess
sem hér að framan hefur verið nefnt.
Enga aðstöðu er þar að finna fyrir
starfsmenn hafnarinnar, enda ekki
von, þar sem ,,Hafnarhöllin“ er 1
eigu Tollgæslu ríkisins.
Gaman væri hins vegar ef heilbrigð-
isnefnd staðarins heimsækti slotið og
bæri saman ákvæði þar um í heilbrigð-
isreglugerð og kjarasamningum.
Akraborg, ferjubryggja
Ekki get ég undan skotið örfáum
orðum um þessi mál, svo skyld sem
þau eru mínum gerðum og margt
orðakastið hefur af sér leitt. Það
er þó svo viðamikið að um mætti
skrifa margar bækur, þótt örfá orð
verði að nægja að sinni. Þrátt fyrir
mikil blaðaskrif með gagnrýni, ásak-
anir og hrakspár um það efni, hefi
ég valið þann kost að svara því engu,
hef talið tíma mínum betur varið til
átaka við þau verkefni sem mér voru
falin á því sviði og nú er lokið um
sinn a.m.k.
Mun tíminn leiða í ljós, og hefur
raunar þegar gert, að þar var stigið
stórt skref fram á við til lausnar
einu veigamesta atriði í nútímalegu
samfélagi, þ.e. greiðum samgöngum
við umheiminn, sem allir ráðamenn
hvers héraðs leggja einna mesta
áherslu á.
Vil ég undirstrika það, að núverandi
Akraborg er keypt vegna einróma
áskorunnar frá bæjarstjórn Akraness,
eftir að út kom nefndarálit um sam-
göngur fyrir Hvalfjörð 1972, er sýndi
ljóslega eftir 5 ára rannsóknir, að
alþingi Islendinga skildi ekki vanda-
málið.
Hitt er annað mál, sem engan þarf
að undra, að þegar vinna verður að
jafn viðamiklu máli nánast gegn sjálfu
,,kerfinu“ kunna að koma upp ýmsir
erfiðleikar og eftirköst sem óhægt er
að yfirvinna.
Það var tvímælalaust besta lausnin
fyrir notendur Akraneshafnnar að
byggð skyldi vera ný bryggja, ferju-
bryggjan. Við það vannst, að hafnar-
garðurinn, sem hún lá áður við nýtist
nú að fullu til afgreiðslu vöruflutn-
inga og fiskiskipa.
Að hálfu er einnig hægt að nota
ferjubryggjuna fyrir fiskiskip til
veiðibúnaðar og viðlegu og er gert.
Hefur því reyndin orðið veruleg aukn-
ing viðlegurýmis, sem kemur öllum
notendum hafnarinnar til góða og því
engan veginn réttmætt að telja kostn-
að við gerð ferjubryggjunnar eingöngu
vegna Akraborgar eins og mönnum er
tamt. Þar lætur nærri að til þriðjunga
megi skipta.
Þrátt fyrir að Akraborgin flytji í
dag um 38 þús. bíla og 150 þús. far-
þega á ári, sýnir umferðartalning að
fyrir Hvalfjörð aka enn um 200 þús.
bílar, eða svipaður fjöldi og áður
en þetta skip kom til landsins. Nem-
ur aksturskostnaður þeirra um ein-
um milljarði króna árlega, skv. út-
reikningum F.I.B. Hefur hún því ekki
gert betur en að taka aukningu um-
ferðarinnar svo dæmið er í sjálfu sér
jafn óleyst og áður var, enda flutn-
ingageta þess að fullu nýtt, miðað
við ferðafjölda og þess sem eðlilegt
má telja.
Það ber því brýna nauðsyn til þess
að fengið verði annað skip, er gangi
á móti þessu a.m.k. níu mániiði árs-
ins, þangað til skilningur ráðamanna
fjármagns og framkvæmda hrindir af
stað byggingu brúar yfir Hvalfjörð
hjá Innra-Hólmi. Það er eina fram-
tíðarlausnin og ég tek undir öll orð
hins framsýna Friðriks Þorvaldssonar
og annarra um það efni og hef lengi
verið sömu skoðunar.
Um hafnargjöld Akraborgar og áhrif
mætti ýmislegt segja. Til ársins 1963
var skilningur ráðamanna Akraness á
þýðingu góðra samgangna slíkur, skv.
ákvæði í reglugerð, að farþegaskip
milli Akraness og Reykjavíkur skyldi
aðeins greiða bryggjugjald einu sinni
á ári. Væri ákvæði þetta enn í gildi
myndi Akraborg greiða skv. því kr.
3.950 á ári. Skv. núgildandi reglugerð
ber henni hinsvegar að greiða um það
bil 3 milljónir á ári, sem er ca. 25%
af öllum lestar- og bryggjugjöldum
hafnarsjóðs og nemur þó stærð hennar
ekki meiru en 2% af öllum skipakom-
um til hafnarinnar. Mætti að mínum
dómi eitthvað á milli vera.
Um neikvæð áhrif á skipakomur og
flutninga af völdum Akraborgar hef-
ur mikið verið rætt og ritað. Tel ég
meira gert úr því en efni standa til.
Hitt þarf engann að undra þótt
jafn byltingarkennd og róttæk breyt-
ing á flutningatækni hafi í för með
sér einhverja breytingu frá því sem
verið hefur og get ég ekki tekiö
undir þau eftirfarandi orð bæjarfull-
trúa sem látin voru falla við málefna-
lega umræðu: ,,Hvað varðar okkur
um þjóðarhag?“
Sé þjóðhagslega hagkvæmara að
flytja vöruslatta með Akraborg, en
senda eftir honum dýr skip, verður
svo að vera, enda sannast þar enn
gildi hennar.
Ég er þess þó fullviss að Akraborg
og þær samgöngubætur sem hún hef-
ur skapað hefur m.ö. verkað til örf-
unar á skipakomur og flutninga til
Akraness, enda getur hver sem vill
kynnt sér þá aukningu sem orðið
hefur frá 1974, í bókum Akranes-
hafnar. Þar tala staðreyndir.
Ég tel það engan álitsauka fyrir
bæjarstjórn Akraness að gera sér
framlag ríkissjóðs til ferjubryggju að
sérstakri féþúfu, enda er það stað-
reynd að hagkvæmara hefði verið fyrir
útgerð Akraborgar þegar fram í sæk-
ir að byggja þessa bryggju fyrir
eigin reikning, eins og málum er nú
komið.
Niðurstöður •— Liokaorð
Allar hugleiðingar mínar síðustu
misseri um málefni hafnarinnar, benda
til þess að þau séu af of miklu leyti
vanrækt handahófskennd og stjórnlít-
il.
Sé því einmitt nú kjörið tækifæri
til þess að færa stjórnunarleg mál
hennar í nútí'malegt horf, sem vænta
megi af meiri árangurs. Beri því
núverandi hafnarstjóra að biðjast
lausnar frá því starfi, og bæjarstjórn
að taka á sig rögg.
Verði ummæli mín hins vegar hrakin
með fullum rökum, svo ég sannfærist,
skal ég fyrstur manna biðjast opinber-
lega afsökunar á 15 ára veru minni
og störfum í hafnarnefnd og játa að
ég hafi misskilið hlutverkið. Ég geri
að vísu ekki ráð fyrir að þessi skrif
mín hafi mikil áhrif til bóta á mál-
efni hafnarinnar, og nú þyki ýmsum
meira en nóg sagt.
Ég bendi þó á, að miklu fleira er
ósagt enn og sumt þannig vaxið að
það verður aldrei sagt. Mannleg skyn-
semi leyfir það ekki.
Ég vona nú samt að þessi orð veki
ráðamenn til alvarlegri umhugsunar
um málefni hafnarinnar en nú virðist
um skeið hafa verið og jafnframt að
notendur hafnarinnar haldi vöku sinni
og láti reglulega frá sér fara upplýs-
ingar um óskir sínar og þarfir. Það
eitt megnar að veita nauðsynlegt að-
hald stjórnendum opinberra mála, og
tryggir réttláta skiptingu sameigin-
legra fjármuna til hinna ýmsu fram-
kvæmda á þeim vettvangi.
Ekki má þó skiljast við skrif þessi,
án þess að geta um ljósa punkta, eitt
glimt í öllu djamminu.
Verkstjóri hafnarinnar færði mér
hróðugur samanburðarlista yfir grjót-
námskostnað á 6 stöðum á landinu,
sem sýnir hagstæðasta útkomu fyrir
Akranes. Ber að sjálfsögðu að fagna
því sérstaklega.
Sá galli er þó á, að fjölmargar upp-
lýsingar vantar svo að hægt sé að
meta orsök og ástæður hinna mismun-
andi talna. En ég vil undirstrika það
sérstaklega, að þetta er aðeins einn
þáttur af fjölmörgum, sem hagsmuni
hafnarinnar varða og skárra væri nú
ef hvergi sæist glæta. En þótt útkom-
an sé Akranesi hagstæð hafa athug-
ulir menn, sem sjá og heyra, bolla-
lagt um hvort ekki hefði getað munað
meiru, ef lagi hefði verið beitt. Alla
vega sést ekki ástæðan fyrir því, að
verkstjóri hafnarinnar skuli ,,tekinn
á gjöf“ inná bæjarskrifstofu 8 mánuði
ársins, eins og sauðfé, þegar næg
verkefni liggja fyrir í öllum áttum,
jafnvel þótt fordæmi finnist fyrir
slíku hjá Hafnarmálast. ríkisins.
Nær væri að senda hann út um land
til hjálpar þeim sem ekki virðast
kunna til slíkra verka.
Ég virði að sjálfsögðu vilja og vald
hafnarstjóra, hafnamefndar og bæjar-
stjórnar að því marki, sem ekki brýtur
í bága við almenna skynsemi um fram-
vindu mála og meðferð fjármuna.
Orki það hinsvegar tvímælis, ég
tala ekki um. sýnist augljóst að ekki
sé rétt á málum haldið er hætta á
ferðum.
Ég get því tekið undir orð Gísla
Sig. sem hann lét falla, er hann sagði
sig úr bygginganefnd. ,,Ég nenni ekki
að eyða tímanum í þessa vitleysu. “
Með leikskólakveðju.
B.H.B.
P.s. Nefndin.
Nefndin er niðurbrotin
nær ekki andanum.
Þrekið og kraftur þrotin
það tjáist landanum.
Hér stend ég lúinn. lotinn
leiður á fjandanum.
Akraneskaupstaður
STARFSVÖLLUR
verður starfræktur í sumar í u.þ.b. þrjá
mánuði, eins og verið hefur.
Umsóknir um starf umsjónarmanns
þurfa að berast fyrir 10. maí n.k.
Nánari upplýsingar eru veittar á bæjar-
skrifstofunni.
BÆJARRITAKI
7