Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 26.11.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Hálfrar aldar afmæli Kórs Öldutúnsskóla var fagnað með hátíð í skólanum sl. sunnudag. Troðfullt var af fólki sem tengist skólanum á einhvern hátt og bæði yngri og eldri kórinn söng fyrir gesti við góðar undirtektir. Flutt voru ávörp og starf kórsins rómað. Var stjórnanda kórsins, Brynhildi Auðbjargardóttur þökkuð góð störf sem og stofnanda og fv. stjórnanda kórsins Agli Friðleifssyni. Bæjarstjóri flutti heillaóskir frá Hafnarfjarðarbæ, en kórinn hefur borið hróður bæjarins víða, og færði kórnum 100 þúsund kr. í afmælisgjöf. Glæsilegt kökuhlaðborð beið gesta og sýning með munum úr sögu kórsins og sýndar voru kvikmyndir sem Halldór Árni Stefánsson hefur tekið af kórnum. Kynstrin oll Upplestur fyrir eldri börnin Þriðjudaginn 1. desember kl. 17 Gunnar Helgason - Mamma klikk Ævar Þór Benediktsson - Þín eigin goðsaga Seinna upplestrarkvöldið Fimmtudaginn 3. desember kl. 20 Lilja Sigurðardóttir - Gildran Stefán Máni - Nautið Hljómsveitin Milkhouse flytur nokkur lög Ása Marin Hafsteinsdóttir - Vegur vindsins Hallgrímur Helgason - Sjóveikur í München JÓLADAGSKRÁ BÓKASAFNS HAFNARFJARÐAR Nánari upplýsingar á Facebook og heimasíðu safnsins Munið fyrra upplestrakvöldið í kvöld fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20 Tökum vel á móti Sýrlendingum Undanfarnar vikur hef ég verið stolt af því að vera Hafnfirðingur. Það helgast af því að við ætlum að opna arminn fyrir náunga í neyð og taka á móti flóttafólki frá Sýrlandi. En það er ekki einfalt því á verk­ efninu eru margar hlið­ ar og sumar erfiðar. Það er mikilvægt fyrir sam­ félagið okkar að tala saman um þær áskor­ anir og tækifæri sem felast í að taka á móti flóttamönnum. Við höf um gert það áður og gekk það vel að minni bestu vitund. Móttaka flóttafólks nú er undir þeim óþægilega þrýstingi að þau eru hið ókunna, komin af mús­ límsaslóðum sem við kunn um ekki að bregðast við af því það hefur svo lítið reynt á það og við þekkjum lítið þeirra menn ingu. Sumir vilja tengja þau við árás­ irnar sem gerðar voru í Frakk­ landi nýverið. Það er ósann gjarnt því fólkið sem er að flýja úr sínu eigin landi er m.a. að flýja ÍSIS sem hefur hreiðrað um sig í Sýrlandi. Það flýr enginn allslaus úr eigin landi nema út úr sárri neyð. Þetta stríðshrjáða fólk er margfalt óttaslegnara en við sem tökum á móti þeim. Ótti við það ókunna er oft meiri en tilefni standa til. Ef við setjum okkur í þeirra spor vildum við fá vingjarnlegar móttökur, stuðning til að læra á nýtt samfélag, virðingu, traust og þolinmæði. Það er líka það besta sem Hafnfirðingar geta gefið þeim því með slíku viðmóti drögum við úr ótta þeirra og vinn um gegn áfalla­ streit unni sem hvílir yfir lífi þeirra. Við þurf um að kynna okkur þeirra menningu og mús ­ límskan sið um leið og við kynnum þeim okkar veruleika. Aðeins með gagnkvæmum skiln ­ ingi getum við minnkað tor tryggni og þess höfum við þörf nú. Eins og hefur verið bent á erum við að fjárfesta í vinnuafli sem við höfum ekki borgað fyrir menntun á. Það er gjöf þeirra til okkar. Þarna er fólk með ýmis­ konar menntun og hæfileika, það er okkar að veita þeim brautar­ gengi að nýta færni sína sam­ félag inu til góðs. Við erum aðeins eitt mannkyn og Hafnfirð­ ingar velja að hlúa að því með móttöku á flóttafólki. Við gerum það vel. Höfundur var á lista Samfylkingar. Bára Friðriksdóttir Sú nýbreytni er nú að tendrað verða ljós á jólatrénu á Thorsplani á morgun föstudag kl. 18. Tréð er gjöf frá vinabæ Hafnarfjarðar Frederiksberg, sem er eins og flestir vita bæjarfélag sem er næstum í miðri Kaupamanna­ höfn. Flestir Íslendingar sem á annað borð hafa komið til Kaup­ mannahafnar hafa komið til Frederiksberg sem m.a. er þekkt fyrir sinn glæsilega dýragarð sem þannig er í Frederiksberg en ekki í Kaupmannahöfn. Venju­ lega hefur verið kveikt á trénu á laugardegi en nú á að nýta skamm degið og láta ljósin lýsa fallega upp Thorsplanið og kveikja vonarneista hjá fólki um gleðiríka jólahátíð. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur, Þrestir ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur syngja, forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri flytja ávarp auk þess sem fulltrúi úr danska sendi­ ráðinu afhendir tréð. Samkom­ unni lýkur með samsöng jóla­ sveina, barna og Þrasta. Cuxhaven jólatréð En á laugardaginn kl. 15 verða tendruð ljós á jólatré við Flens­ borgarhöfn en tréð er gjöf frá vinabæ Hafnarfjarðar í Cux­ haven í Þýskalandi. Þar verður dagskrá hefðbundin, leikskólakór syngur, ávörp, söngur með jólasveinunum auk þess sem Stefán Ómar og félagar leika í upphafi. Boðið er upp á veitingar í Kænunni á eftir. „Jólaþorpið í ár mun ná frá Byggðasafninu að Íshúsi Hafnar­ fjarðar og munu íbúar, fyrirtæki og félagasamtök í bænum leggja sitt að mörkum til að taka þetta stóra skref,“ segir Margrét Blön dal verkefnisstjóri Jólaþorpsins. Jólamarkaður verður í jólahúsum á og við Thorsplan og þau verða opin kl. 12­17 laugardaga og sunnu daga á aðventunni auk 22. og 23. desember en þá verða þau opin kl. 18 til 21. Dagskrá á sviði hefst kl. 13.30 og kl. 14.30 verður spilað jóla­ bingó. Jólaböll, andlistmálun, myndataka með jólasveini, skáta­ ævintýri og margt fleira verður í boði að auki. Fjölbreytt dagskrá víða Við Byggða safnið verða „gömlu hafn firsku jólin“ þar sem gestir geta rifjað upp sitthvað frá liðinni tíð og Beggubúð verður opin kl. 14.­16. laugardaga og sunnu daga. Þau, þessi gömlu verða líka í aðalhlutverki í Gúttó sunnu daginn 13. desember þegar haldið verður gamaldags jólaball með hljómsveit og jólasveinum. Bókasafnið verður með dagskrá, íbúar við Austurgötuna skreyta vel og vandlega og hægt verður að aka eftir henni í hestvagni. Sætaferðir verða frá Bóka safni að Íshúsi á laugar dögum og farartækið er rúta sem verið er að breyta í Snæfinn snjó karl. Á sunnudögum mun Snæ finnur svo m.a. keyra um ná ­ grannasveitafélögin og minna á Jólaþorpið í Hafnarfirði. Leitað verður að jólasveinum í Hellisgerði, dagskrá verður í Hafnarborg og í gömlu Veiði­ búðinni við Strandgötuna verður Tónlistarskólinn með tónleika, rithöfundar með barnabækur, ungverskt jólaföndur með Anton íu Havesi og tónlistaratriði og sögur sem tengjast erlendum jólasiðum og hefðum. Þorláks messuganga Rótarýklúbbsins Straums verður frá Lækjarskóla, meðfram læknum og á Thors plan þar sem tekið verður á móti göngufólki, jóla­ sveinum, jólaálf um og öðru hefðarfólki með skötu og fallegri tónlist. Þá er ýmislegt enn óupptalið að sögn Margrétar sem segir draum­ inn vera að bjóða upp á ein staka upplifun í einstöku Jóla þorpi þar sem bæjarbúar sjálfir breyta heilum miðbæ í eitt stórt Jóla­ ævintýri. Tendrað á jólatré á Thorsplani á morgun Jólaþorpið opnað á laugardag Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Glæsilegt kökuhlaðborð beið afmælisgesta í Öldutúnsskóla. Stofnandinn Egill Friðleifsson stjórnaði síðasta söng kórsins, „Vem kan segla“ og núverandi stjórnandi fylgdist með. Brynhildur Auðbjargardóttir kórstjóri Kórs Öldutúnsskóla. Kór Öldutúnsskóla 50 ára Fleiri myndir má sjá á Face­ book síðu Fjarðarpóstsins. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.