Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 26.11.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Félagar í Lionsklúbbum um allt land munu bjóða lands­ mönnum fría blóðsykurmælingu um þessar mundir í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra sem var 14. nóvember. Markmið blóð­ sykurmælinga er að greina hugsanlega sykursýki. Á síðasta ári mældu Lionsmenn blóð­ sykurinn í nær fjögur þúsund manns og var um 50 manns ráðlagt að leita læknis í kjölfarið. „Við viljum með þessu vekja athygli fólks á hættunni af því að ganga með dulda sykursýki. Mælist blóðsykurinn sjö eða hærri ráðleggjum við fólki eindregið að leita læknis. Með­ ferð getur borið því meiri árangur sem sjúkdómurinn greinist fyrr, segir Jón Bjarni Þorsteinsson, heimilislæknir og félagi í Lions. Til eru tvær tegundir sykursýki. Sykursýki af tegund 1 leggst aðallega á ungt fólk sem ekki hefur sterka ættarsögu. Sykursýki af tegund 2 leggst hins vegar einkum á fullorðna sem oft hafa sterka ættarsögu. Helstu einkenni sykursýki af gerð 2 eru þorsti, tíð þvaglát, þreyta, sjóntruflanir og sveppasýkingar og kláði á kynfærum. Þeim sem hafa þessi einkenni er eindregið ráðlagt að hafa samband við lækni. Mælingar í Firði Lionsklúbbarnir þrír í Hafnarf­ irði verða með fríar blóðsykurs­ mælingar í Firði á laguardag kl. 10 til 16. Kennarar eru misjafnir eins og þeir eru margir og eftir margra ára reynslu sem kennari og móðir þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ef kennari getur sýnt barni virðingu og kærleika þá er barninu borgið, svo einfalt er það í mínum huga. Sonur minn er með einn slíkan umsjónarkennara og reyndar tvo, þær Boggu og Tinnu. Þær eru báðar þeim hæfileikum gefnar að geta sett sig í spor nemenda sinna og eiga auðvelt með að sýna þeim væntumþykju og skilning. Þær tóku við ótrúlegum árgangi og breyttu honum í einn þéttasta og flottasta árgang skólans. Hvernig gerðu þær það? Jú með því að hlusta á og virða fyrir sér þá einstaklinga sem þær höfðu í höndunum og með því að berjast ekki á móti straumn­ um heldur vinna með honum. Gott dæmi um það er mikill áhugi nemendanna á svo köll­ uðum puttabrettum. Þessi putta­ bretti voru farin að trufla mikið í kennslustundum. Í stað þess að banna brettin þá fóru þær þá leið að leyfa nemendunum að byggja stóran puttabrettagarð sem allir hafa ánægju af. Þetta kallar maður að vera lausnamiðaður og með opinn huga og það eru þær svo sannarlega og eiga hrós skilið. – Takk. Sigríður Elísabet Ragnars­ dótt ir, móðir barns í Öldutúnsskóla Bréf til blaðsins Framúrskarandi umsjónarkennarar Sannleikurinn um Kató Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar er ekki fyrsti meirihlutinn í Hafnarfirði sem þarf að hagræða í rekstri, þótt ætla mætti annað af mál­ flutningi þeirra. Fyrri meirihluti Sam­ fylkingar og Vinstri grænna þurfti ekki síður að hugsa vel um budd una við gríðarlega erfiðar aðstæður eftir hrun. Það er hins vegar töluverður munur á aðferðafræði og for­ gang sröðun vinstri manna og hægri. Ólík forgangsröðun Á árunum eftir hrun var víða leitað fanga og skorið niður svo mörgum fannst nóg um. Meðal þess sem gert var var að sameina lítinn leikskóla öðrum svo halda mætti honum gangandi og standa þannig vörð um grunnþjónstu við barnafólk. Um var að ræða þann leikskóla sem við köllum í daglegu tali Kató. Fyrrverandi meirihluti vildi standa vörð um Kató og fór því þessa leið. Hún var vissulega umdeild eins og gefur að skilja þegar um slíka sameiningu að ræða. Kató var hins vegar ekki lagður niður. Þar hafa verið allt að 36 börn á hverju ári þar til nú í haust. Ástæðan fyrir því að á Kató eru í vetur einungis 24 börn er sú að einhvers staðar var tekin ákvörðun um að taka ekki inn börn þar sl. haust. Sú ákvörð un finnst þó hvergi formlega bókuð í fundargerðum fræðslu ráðs eða bæjar­ stjórnar. Fjölgun barna í Suðurbæ Nú hefur meirihluti Sjálf stæðisflokks og Bjartrar fram tíðar ákveðið að loka Kató og það þrátt fyrir skýran vilja foreldra til að halda rekstri starfs­ stöðvarinnar áfram. Bent hefur verið á að með brotthvarfi Kató mun Suðurbærinn verða það hverfi í bæn um sem vantar hvað mest leikskólapláss. Börn um fer fjölgandi í hverfinu og ef fram fer sem horfir mun annað hvert barn þurfa að sækja leikskóla utan hverfis. Svipað vandamál hefur verið uppi á Völlum en með tilkomu nýs leikskóla við Bjarka velli mun staðan lagast þar til muna, en versna í Suður­ bæ. Villandi umræða Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hefur ítrekað reynt að afvegaleiða um ­ ræðuna með því að flagga tölum: fáum börnum og miklum rekstrarkostnaði. Börnunum sáu þau sjálf um að fækka svo það skrifast alfarið á meirihlutann enda væru 36 börn á Kató án þeirra afskipta en ekki 24. Varðandi reksturinn þá hefur verið fullyrt að það sparist 43 milljónir króna við að loka þessari starfsstöð. Það er hins vegar ekki alls kostar rétt því af þessum 43 milljónum eru tæpar 30 launakostnaður sem hverfur ekki við lokun Kató heldur færist með börnunum á þá leikskóla sem þau fara. Leikskólabörnum fylgir nefnilega starfsfólk og starfsfólki þarf að borga laun sama á hvaða leikskóla það starfar. Þegar nú liggja fyrir tölur sem sýna að í raun þurfi að fjölga leik skólaplássum í þessum bæjarhluta en ekki fækka og að sparnaðurinn með lokun þessarar starfsstöðvar sé í raun miklu minni en fullyrt hefur verið, þá er í raun óskiljanlegt að ekki skuli fallið frá þessum áformum. Við Adda María Jóhannsdóttir Setning: Auður S. Arndal, formaður Foreldrafélags Álftanesskóla Álftaneskórinn undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar flytur nokkur lög Nemendur úr 9. bekk Álftanesskóla í Dansskóla Birnu Björns sýna dans Nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar, Álftanesi, leika nokkur lög á flautur, undir stjórn Lindu Margrétar Sigfúsdóttur Tristan Snær Víðisson og Svandís Ósk Einarsdóttir í DÍH sýna latíndansa Tískusýning - nemendur úr 5. bekk sýna eigin hönnun - Grænfánaverkefni Álftanesskóla Barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju syngur nokkur lög undir stjórn Helgu Lofts- dóttur við undirleik Önnu Magnúsdóttur Stúlkur í 2.-3. bekk Álftanesskóla á námskeiðinu Dansfjör dansa Freestyle-dansa Jóna Valborg Árnadóttir les úr nýútgefinni barnabók sinni, Vinabókinni Guðrún Óla Jónsdóttir, keppandi í The Voice Ísland, syngur nokkur lög Alda Dís Arnardóttir, sigurvegari Ísland Got Talent 2015, syngur nokkur lög Hraðbingó Lions - allir spila - ókeypis bingóspjöld - veglegir vinningar Kveikt á jólatrénu úti og jólasveinar mæta á svæðið Lionsklúbburinn Seyla og Lionsklúbbur Álftaness bjóða upp á ókeypis blóðsykursmælingar. Hægt er að panta sölu- og kynningarborð fyrir 27. nóv. í gegnum netfangið godgerdadagur@gmail.com. Hvert söluborð kostar 4000 kr. Upphæðin rennur óskipt til góðs málefnis. Líknarsjóður Álftaness tekur á móti AUKApakkanum og Rauði krossinn tekur á móti fatapokanum. DAGSKRÁ 12.30-13.00 13.00 - 13.30 13.30-14.00 14.00 - 14.30 14.30 - 15.00 15.00 - 15.30 15.30 - 16.00 16.15 -16.45 Íþróttamiðstöðinni Álftanesi, laugardaginn 28. nóvember kl. 12.00 – 16.00 Handverksmarkaður, hönnunarvörur, kaffisala og fleira Kynnir: Ingrid Kuhlman ALLIR VELKOMNIR Jóla- og góðgerðadagurinn Foreldrafélag Álftanesskóla og hin ýmsu félagasamtök Nemendur úr 10. bekk Álftanesskóla verða með kaffisölu. Nemendur úr 7. bekk verða með dekurhorn. Nemendur úr 6. bekk verða með jóla merkimiða til sölu. Nemendur úr 4. bekk verða með lukkuhjól og allur ágóði mun renna til góðra málefna. DANS OG SÖNGUR LUKKU- HJÓL KAFFI- SALA slíka forgangsröðun hljóta að vakna spurningar um það hvað þessi ákvörðun snúist um í raun og veru! Þjónusta skert við barnafjölskyldur Að lokum er rétt að geta þess að ef kemur til lokunar á Kató verða það alls fjögur leikskóla­ úrræði sem meirihluti Sjálf­ stæðis flokks og Bjartrar fram­ tíðar hefur lokað á einu ári. Nú þegar hefur ungbarnaleik skól­ anum Bjarma verið lokað, fimm ára deild í Hvaleyrarskóla lögð niður og til stendur að loka Kaldárselsdeild Víðivalla ásamt Kató. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar Sykursýkismælingar Lionsfélaga í Firði

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.