Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2015, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 26.11.2015, Blaðsíða 9
www.fjardarposturinn.is 9FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Jólaþorpið í ár: Byggðasafnið, Bæjarbíó, Beggubúð, Hellisgerði, kaupmenn í miðbænum, íbúar við Austurgötu, jólahús á Thorsplani, Hafnarborg, Fjörður, Einarsbúð, Gúttó, Drafnarhús, Íshús Hafnarfjarðar, Hafnarfjarðarhöfn...matur, drykkur og gaman fyrir alla fjölskylduna. Velkomin í Jólaþorpið í Hafnarfirði Ljósin tendruð á tré á Thorsplani föstudaginn 27. nóvember kl. 18.00 og Cuxhaventré laugardaginn 28. nóvember kl. 15.00 Nánar um dagskrá og aðra viðburði á www.hafnarfjordur.is og Jólaþorpið Hafnarfirði á Facebook Jólahús á Thorsplani opin frá 12.00 – 17.00 laugardaga og sunnudaga fram að jólum Ný bók Þetta var nú bara svona! Þetta var nú bara svona er ævi­ saga Jóns Magnússonar, skip­ stjóra og athafnamanns á Pat­ reksfirði, sem Hafnfirð ing urinn Jóhann Guðni Reynis son skráði. Hafnfirðingurinn, Guð mund ur B. Aðalsteinsson (Binni), var í mörg ár vélstjóri á bátum með Jóni en hann tók fjölmargar myndir sem birtar eru í bókinni. Þá hannaði Hafnfirðingurinn Gunnar Þór Halldórsson bókina. Garðar BA, elsta stálskip lands ins, stendur í fjörunni í Patreks firði en þangað sigldi Jón því þegar hann hætti á sjónum á sínum tíma. Þetta er baráttusaga manns sem var ekki hugað líf fljótlega eftir fæðingu, hætti að reykja 12 ára gamall og hefur farið sínar eigin leiðir í lífinu og berst þá ekki alltaf með straumnum. Þau hjónin, Jón og Lilja Jónsdóttir, hafa rekið Odda hf. og Vestra ehf. á Patreksfirði um árabil og aldrei selt af kvóta frá útgerðum sínum. Starfseminni er fyrst og fremst ætlað að afla byggðar­ laginu lífsbjargar. Bókaútgáfan Hólar gefur bók­ ina út. Valgeir Guðjónsson kallaði þetta opna æfingu þegar hann einn settist á stól með gítarinn sinn í Bæjarbíói sl. fimmtudag. Eftir góða sögustund og eitt lag bættist Jakob Frímann Magnús­ son við og sögustundin hélt áfram. Egill Ólafsson lét svo sitt ekki eftir liggja og þetta var forsmekkurinn að tónleikunum því inni á milli laga voru sagðar sögur og fimm aurabrandarar í anda Stuðmanna. Það var rífandi stemmning í bíóinu og fólk tók hressilega undir svo glumdi í salnum sem þó var aðeins hálf­ fullur. Með hljómsveitinni söng Bryndís, dóttir Jakobs og heillaði hún alla upp úr skónum með tilfinninga ríkum og fjöl breyttum söng sínum. Það leyndi sér ekki, hvorki á rödd né fasi að hún er dóttir Ragnhildar Gísladóttur. Flott eins og mamman og jafnvel enn betri. Bráðskemmtilegir tónleikar í flottu tónleikahúsi og væri gam­ an ef Stuðmenn fengju að halda svona opna æfingu oftar í Bæjarbíó og þá létu Hafnfirð­ ingar sig ekki aftur vanta. Fleiri myndir má sjá á Face­ book síðu Fjarðarpóstsins. Bryndís Jakobsdóttir heillaði tónleikagesti með söng sínum. Magnaðir Stuðmannatónleikar Fjölskyldutengdur gestasöngvari heillaði tónleikagesti Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.