Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 26.11.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Víðistaðakirkja Fimmtudagur 3. desember 2015 Kl. 20:00 Stjórnandi: Erna Guðmundsdóttir Píanóleikari: Antonía Hevesi Flautuleikari: Kristrún H. Björnsdóttir Miðaverð 2.500 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Miðasala hjá kórkonum og við innganginn. DANSAÐU VINDUR JÓLATÓNLEIKAR Kvennakórs Hafnarfjarðar ásamt börnum og ungmennum Ný bók HFJ – myndabók „Glöggt er gests augað“ segir gamalt máltæki og það eru orð að sönnu þegar glæný mynda­ bók eftir pólska Hafnfirð inginn Staś Zawada er skoðuð. Myndirnar eru afar spennandi og draga fram annað en það sem við venjulega fáum að sjá frá Hafnarfirði. Þær endurspegla á vissan hátt daglegt líf íbúanna þó enginn einstaklingur sé á myndum Staś. Reyndar má finna einn á einni myndinni en það er eftirlátið lesendum að finna hann. Staś segir myndirnar þó miklu frekar lýsa hans eigin tilfinningum hverju sinni og þurfi alls ekki að endurspegla sanngjarna mynd af viðfangs­ efninu. Staś tók eftir því í bæklingum fyrir ferðamenn að Hafnarfjörður er kynntur sem sólríkur bær í hrauninu, fullur af glaðlegum víkingum. Auk þess búi í bænum flestir álfar á Íslandi. Hann hafi þó ekki rekist á víkinga né álfa og reyndar ekki mikið af fólki á gangi heldur. Helst þekki fólk ná ­ granna sína í gegnum bíl glugga. Staś er 35 ára og hefur búið í Hafnarfirði frá 2008. Hann segist teljast frekar rólegur ljósmyndari, enda tekur hann ekki mjög margar myndir. Hann segist hafa þurft að hætta að nota 35 mm filmuvélina vegna þess að hann var svo lengi að ná að taka 36 myndir. Því hafi hann fært sig yfir á stærri vélar, á svo kallaða meðal­ og stórformats vél. Hann fer víða um bæinn með börnin í kerru og tekur myndir af því sem hann upplifir. Sem fyrr segir tekur hann ekki mjög margar myndir hverju sinni og eru myndirnar í bókinni teknar á nokkrum árum með lítilli stafrænni myndavél. Myndabókin er prentuð í aðeins 200 númeruðum eintök­ um og hægt er að panta hana á heimasíðu hans www.stan.is Bókin er prentuð upp á gamla mátann á vandaðan pappír í Odda. Ein af skemmtilegum myndum Staś Zawada í nýju myndabókinni. Lj ós m .: St aś Z aw ad a Uppaf aðventu í rólegheitum Aðventu - og jólatónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar Þriðjudaginn 1. desember og miðvikudaginn 2. desemeber kl. 20.00 í Hásölum, sal Tónlistarskóla Hafnarfjarðar Úrval söng- og kórverka sem kemur öllum í hátíðarskap Að venju sitja tónleikagestir til borðs og þiggja kaffi og konfekt. Gestir eru Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanóleikari Aðgangseyrir er kr. 2.000 og 1.500 fyrir eldri borgara Nánari upplýsingar á kammerkor.is Bókasafn Hafnarfjarðar verður með metnaðarfulla og glæsilega jóladagskrá í ár þar sem meðal annars verða tvö stór upplestrar­ kvöld fyrir fullorðna. Í kvöld koma í heimsókn og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum þau Jón Gnarr, Auður Jóns dóttir, Guðmundur S. Brynj­ ólfs son og Yrsa Sigurðardóttir. Dagskráin hefst kl. 20 og er að gangur ókeypis og allir vel­ komn ir. Kaffihúsastemning verð ur á staðnum og Leifur Gunn ars son og hljómsveit leika nokkur lög í hléinu. Upplestrarkvöld á Bókasafninu Yrsa Sigurðardóttir les í kvöld Forsvarsmenn Leikfélags Hafnarfjarðar hafa óskað eftir því við bæjarráð að Hafnar­ fjarðarbær útvegi félaginu nýtt húsnæði. Félagið hefur undan­ farin ár verið í í samstarfi við Gaflaraleikhúsið skv. samningi við Hafnarfjarðarbæ en Gísli Björn Heimisson, formaður félags ins að félagið sé háð starfsemi og skipulag Gaflara­ leikhússins og sé úthlutað nokkrum vikum til æfinga og leiksýninga á ári. Það standi öflugu starfi félagsins fyrir þrifum. Segir hann leikfélagið eitt öflugasta áhugaleikfélag á landinu þegar kemur að frum­ flutningi á íslenskum leikverk­ um. Segir hann það myndi skipta sköpum fyrir Leikfélagið að fá til umráða húsnæði sem það gæti notað allt árið um kring. Vill sitt gamla húsnæði Leikfélagið óskar eftir að fá sitt gamla húsnæði í gamla Lækjarskóla sem hentaði vel fyrir starfsemina og áfram yrði möguleiki á stærri sýningum í Gaflaraleikhúsinu. Leikfélag Hafnarfjarðar vill í sér húsnæði

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.