Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 26.11.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 26.11.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 Hún er undarleg og ískyggileg staðan sem komin upp í kjara­ deilum í álverinu í Straumvík. Slökkt verður á kerjum ef verður af boðuðu verkfalli og upplýst hefur verið að ekki sé víst að kveikt verði á þeim aftur og álverinu verði jafnvel lokað. Þetta er mjög sérstök staða í ljósi þess að upplýst hefur verið að álverið í Straumsvík sé mun hagkvæmara en mörg önnur álver í eigu Rio Tinto Alcan. Einnig í ljós tugmilljarða taps á misheppnuðum straumstækkunartilburðum. Þá mátti ekki slökkva á kerjunum við stækkunina, það yrði allt of dýrt. Þó á sinn hátt megi skilja afstöðu eigenda að vilja ráða um það hvort vinna við álverið sé unnin af starfsmönnum eða þjónustuð af verktökum þá er með ólíkindum að sverfa eigi til stáls ­ í raun aðeins til að hafa „heimild“ til að bjóða út ákveðna verkþætti. Álverið í Straumsvík hefur verið gríðarlega mikilvægt fyrir atvinnustarfsemi og uppbyggingu í Hafnarfirði í gegnum árin og hefur félagið státað sig af í skýrslum að kaupa gríðarlega mikla þjónustu í sínu nærumhverfi. Í tengslum við álverið hafa fjölmörg þjónustufyrirtæki eflst og jafnvel þjónustað álver víða um heim, fyrirtæki sem jafnvel voru stofnuð af fyrrverandi starfsfólki í álverinu. En enginn er ómissandi og það er gríðarlega mikilvægt fyrir sveitarfélag eins og Hafnarfjörð að vera ekki háð einu fyrirtæki. Í Hafnarfirði eru gríðarlega öflug fyrirtæki í málmiðnaði og í þjónustu við fiskiðnaðinn og áliðnað­ inn. Það er í mikilli andstöðu við þá frétt sem dregin var upp í fréttum RÚV á mánudag þegar viðtal var tekið við bæjarstjóra. Trúi ég ekki að það hafi verið haft eftir bæjarstjóra að staðan væri eins og henni var lýst – fyrirtæki á flótta úr Hafnarfirði. Ekki veit ég hvar menn hafa þær upplýsingar en þó Fiskistofa og lyfjaverksmiðja Actavis hverfi á braut þá kemur annað í staðinn og það er ekki eins og við búum á einangruðu atvinnusvæði, fólk sem vinnur hjá þessum fyrirtækjum býr jafnt í Reykjavík sem í Hafnarfirði. Fjarlægi menn ekki húsnæði sín hefur Hafnarfjarðar­ bær áfram fasteignaskatta og gjöld af viðkomandi hús næði hvort sem þar er starfsemi eða ekki. Annað en forseti bæjarráðs sagði í sama fréttatíma. Fáir vilja álverið í Straumsvík burt og ekki er hægt að afneita þeim áhrifum sem það hefur í okkar bæjarfélagi en það á heldur ekki að láta erlend stórfyrirtæki komast upp með það að hóta með lokunum til þess eins að ná hagstæðari kjarasamn­ ingum. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Ritstjóri: Guðni Gíslason Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Áb.maður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 29. nóvember Messa og sunnudagaskóli kl. 11 Prestur: Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir. Starf eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.30 - 15.30 www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudagur 29. nóvember 1. sunnudagur í aðventu Sunnudagaskóli kl. 11 Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Kveikt á fyrsta aðventukertinu! Aðventukvöld kl. 17 Fjölbreytt dagskrá. Fram koma: Gissur Páll Gissurarson tenór. Kór Víðistaðasóknar Barnakór Víðistaðakirkju Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Ræðumaður: María Gunnarsdóttir, guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar. Verið velkomin! Fimmtudagur 26. nóvember Náttúruleg safnaðaruppbygging (NSU) Kynning á niðurstöðum könnunar NSU og umræður um safnaðarstarfið kl. 19:00. Boðið upp á súpu fyrir fund, kl. 18:30. Allir velkomnir! www.vidistadakirkja.is Sunnudagur 29. nóvember 1. sunnudagur í aðventu Hátíðarguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 Annríki - þjóðbúningar og skart, tekur þátt í guðsþjónustunni og sýnir þjóðbúninga Barbörukórinn syngur aðventusálma og ættjarðarlög. Föstudagur 27. nóvember Jólafundur kvenfélagsins kl. 19 Matur, skemmtiatriði, happdrætti o.fl. Mánudagar 10-12 ára starf kl. 16.30-18 Fimmtudagar Foreldramorgnar kl. 10-12 www.hafnarfjardarkirkja.is Fyrsti sunnudagur í aðventu: Sunnudagaskóli kl. 11 Aðventustund kl. 13 Örn og Erna leiða sönginn. Fermingarbörn og foreldrar taka þátt. Sjá nánar á www.frikirkja.is og á Facebook Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.