Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.12.2015, Blaðsíða 21

Fjarðarpósturinn - 03.12.2015, Blaðsíða 21
www.fjardarposturinn.is 21FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Glæsileg listaverkabók Á eintali við tilveruna – Eiríkur Smith fæst í safnbúð Hafnarborgar. ÞVOTTHÚS/FATAHREINSUN Hraunbrún 40 Jakki ..................................................................1.600 kr. Buxur ................................................................1.600 kr. Skyrta .................................................................. 675 kr. Kjóll ............................................................ frá 2.100 kr. Kápa .......................................................... frá 2.400 kr. Blússa ...............................................................1.225 kr. Frakki ......................................................... frá 2.400 kr. Gluggatjöld .............................................1.600 kr./kg Þvottur: Heimilisþvottur 5 kg, þvegið, þurkað og brotið saman .............................................3.500 kr. Stykkjaþvottur 30 stykki (15 lítil og 15 stór), þvegið, þurrkað og pressað ........................7.500 kr. Tilboð til 10. desember: Smóking og kjólföt á sama verði og venjuleg jakkaföt. Þúsundasti spennirinn Rafal framleiðir 50-500 kVA dreifspenna Rafal ehf. er öflugt hafnfirskt þjónustufyrirtæki í rafiðnaði og er til húsa að Hringhellu 9. Rafal hefur um nokkurra ára skeið framleitt dreifispenna sem notað­ ir eru í dreifikerfum veitu fyrir­ tækja víða um land, m.a. þar sem verið er að leggja jarðstrengi í stað háspennulína. Aðallega framleiðir fyrirtækið spenna sem breyta 11 kV eða 19 kV háspennu yfir í 420/240 V spennu fyrir heimili og fyrirtæki og eru spennarnir af stærðunum 50­500 kVA. Framleiðsla þessi hófst árið 2009, framleiddir hafa verið allt að 150 spennar á ári og var spennir nr. 1.000 framleiddur nú í lok nóvembermánaðar. Efni og íhlutir fyrir þessa framleiðslu eru að hluta til inn­ flutt, stál og zinkhúðun er unnið af hafnfirskum fyrirtækjum á iðnaðarsvæðinu í Hellnahrauni en öll vinna við samsetningu og prófanir fer fram hjá Rafal. Vert er að geta þess að áður fyrr voru dreifispennar almennt keyptir tilbúnir erlendis frá en með framtaki Rafals hafa orðið til störf iðnaðar­ og tæknimanna hér á landi. Uppsetning á spenni frá Rafal ehf. Rafal spennir. Laugardaginn 14. nóvember varð meistaraflokkur kvenna í Stjörnunni Norðurlandameistari í hópfimleikum í fyrsta sinn. Mótið var haldið að Hlíðarenda fyrir fullu húsi og kepptu tvö lið frá hverju Norðurlandana alls tíu lið. Stjarnan úr Garðabæ og Gerpla úr Kópavogu kepptu fyrir Íslands hönd. Lið Stjörnunnar hafði undir­ búið sig vel og var bjartsýni í liðinu fyrir keppni. Það fór líka svo að liðið tryggði sér sigurinn með með 57,933 stigum. Í öðru og þriðja sæti voru lið frá Svíþjóð en lið Gerplu lenti í 4. sæti. Hvorki meira né minna en sex stúlkur úr Hafnarfirði voru í þessu Norðurlandameistaraliði af 14, en þær hafa æft þar hópfimleika í nokk ur ár. Frá vinstri: Tanja Ólafsdóttir, Steinunn Anna Svansdóttir, María Líf Reynisdóttir, Andrea Rós Jónsdóttir, Tinna Ólafsdóttir og Þórey Ásgeirsdóttir. Hafnfirskir Norðurlandameistarar Sex hafnfirskar stúlkur Norðurlandameistarar í hópfimleikum Árdís ráðin samskiptastjóri bæjarins Árdís Ármannsdóttir (38) hefur verið ráðin sem samskipta­ stjóri Hafnarfjarðar bæjar eða það sem hefur hingað til hefur kallast upplýs ingafulltrúi. Árdís er með Msc gráðu í stjórnun og stefnu mótun frá viðskiptaháskólanum í Árósum og Bsc gráðu í alþjóða mark­ aðsfræði. Árdís annaðist kynn­ ingar­ og markaðsmál fyrir Ný sköpunarmiðstöð Íslands frá 2010­14, var framkvæmdastjóri Skema um tíma og nú síðast hefur hún annast undirbúning nýrrar námsbrautar í haftengdri nýsköpun í Vestmannaeyjum. Árdís kom til starfa sl. þriðjudag en hún var valin úr hópi 42 umsækjenda. Árdís býr að góðri reynslu á fjölbreyttu sviði og hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri í stækkandi sprotafyrirtæki, mark­ aðs­ og kynningarstjóri Nýsköp­ unar miðstöðvar Íslands, sér­ fræðingur innan bankageirans á sviði þjónustustjórnunar auk þess að sinna lengi vel þjónustu­ og sölustörfum innan ferða­ mála geirans. Árdís er fædd og uppalin á Myrkárbakka í Hörg­ árdal en hefur frá árinu 1998 búið í Reykjavík og nú hin síðari ár í Hafnarfirði. Árdís er í sam­ búð með Agnari Angantýssyni, deildarstjóra hjá ITS í Keflavík og eiga þau þrjú börn á aldrinum 9­16 ára.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.