Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.12.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 03.12.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 ys og leg di ku ú ið stólum standa fyrir landssöfnun um söfn- að er auðvelda heima nauðsynlegum breikka þröskulda, í bað- jafnvel fé. sjóður sem styrk er að með fasteign, vöxt- árennilegt við tekjur á hjólastólum desember upp og gnota rúllu fyrir mánaðarskammtur kostar Hægt rúllu krónur. rennur ið stólum á þig”. söfnunarinnar leggja því hvert Til styrktar fólki sem bundið er við hjólastól. 1. Fólk sem bundið er við hjólastóla fær fjárhagsaðstoð til að breyta híbýlum sínum. 2. Íþróttafélög og önnur félagasamtök fá hér verðugt tækifæri til að styrkja fjárhag sinn. 3. Vitundarvakning um að ganga betur um umhverfið og bera virðingu fyrir náttúru Íslands. 4. Við stuðlum að því að skila landinu hreinna en við tókum við því. 5. Síðast en ekki síst: Með því að gera fólki í hjólastólum kleift að búa heima hjá sér spörum við skattfé sem annars færi í byggingu og rekstur á hjúkrunarheimilum. Verkefnið er fimmþætt. Markmiðið er: Ein taska inn á hvert heimili í Hafnarfirði. Saman vinnum við létt verk Landssöfnun hefst í Hafnarfirði dagana 4. til 7. desember. Innkaupataska ásamt sterkum maispokum undir heimilisrusl. Flatahraun 31 - sími: 565 1999 Dalshrauni 17 Hafnarfirði 565 4060 sala@rafgeymar.is www.rafgeymar.is Slys og alvarleg veikindi Félagasamtökin Við stólum á þig standa fyrir landssöfnun sem hefst í Hafnarfirði um næstu helgi. Tilgangur söfn­ unarinnar er að safna fé til að styrkja fólk, sem bundið er við hjólastól, til að auðvelda því að búa áfram heima hjá sér með nauðsynlegum breytingum á aðstöðu. Það þarf til dæmis að breikka hurðaop, fjarlægja þröskulda, setja arma á efri skápa í eldhúsi og á baði, breyta bað­ og salerinsaðstöðu og jafnvel breyta aðgengi að húsinu. Allt kostar þetta mikið fé. Því miður er enginn sjóður á vegum hins opinbera sem þetta fólk getur sótt styrk í. Það eina sem er í boði er lán frá Íbúðalánasjóði að hámarki átta milljónir með veði í viðkomandi fasteign, verðtryggt og með 4,2% vöxt­ um. Það er ekki árennilegt fyrir fólk sem bundið er við hjólastól með skertar tekjur eftir slys eða erfið veikindi. Með söfnunarátakinu á að gera fólki í hjólastólum hægara um vik á heimilum. Dagana 4. til 7. desember mun sölufólk banka upp á hjá Hafnfirðingum og bjóða til kaups margnota innkaupatösku ásamt rúllu af sterkum maís­ pokum fyrir heimilisruslið. Taska og mánaðarskammtur af maíspokarúllum kostar tvö þúsund krónur. Hægt er að kaupa auka rúllu á fimmhundr­ uð krónur. Sölufólkið verður með posa. Allur ágóði af sölunni rennur í sjóðinn: „Við stólum á þig“. Aðstandendur söfnunarinnar hvetja bæjarbúa til að leggja góðu málefni lið með því að kaupa eina tösku á hvert heimili í Hafnarfirði. Upplýsingar um söfnunina er að finna á Facebook undir heitinu: Við stólum á þig. Með kaupum á innkaupa­ tösku og maispokum leggur þú þeim lið sem bundnir eru við hjólastól.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.