Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.12.2015, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 03.12.2015, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Jólaþorpið 5. - 6. desember: Íshús Hafnarfjarðar opið fös: 18.00-22.00 lau og sun 12.00 – 17.00, Beggubúð (við Byggðasafnið) opin lau og sun frá kl. 14.00 – 16.00, sætaferðir með Snæfinni í Íshúsið, snjókarlakeppni á Víðistaðatúni lau kl. 11.00, Bettina og hestvagninn, skemmtidagskrá á sviði, jólabingó, Syngjandi jól, jólaball með leikhópnum Lottu kl. 14.30 á sun ... matur, drykkur og gaman fyrir alla fjölskylduna. Velkomin í Jólaþorpið í Hafnarfirði EINARSBÚÐ Strandgötu 49 Kl. 14-16 Laugardagur: Nemendur Tónlistarskólans gleðja gesti Jólaþorpsins með ljúfum tónum. Sunnudagur: Jólin alls staðar! Jólalög og jólasiðir frá öllum heims hornum. Söngur, gleði og jólaföndur. Nánar um dagskrá og aðra viðburði á www.hafnarfjordur.is og Jólaþorpið Hafnarfirði á Facebook Jólahús á Thorsplani opin frá 12.00 – 17.00 laugardaga og sunnudaga fram að jólum Vel heppnaður flóamarkaður Kvennakór Hafnarfjarðar hélt nýverið flóamarkað og köku­ basar í sal Samfylkingarinnar við Strandgötu. Slíkir flóamarkaðir eru orðnir fastur liður í starfi kórs ins og skemmtileg tilbreyt­ ing í bæjarlífi Hafnfirðinga og hafa kórkonur sjálfar gaman af ekki síður en bæjarbúar. Það var líf í tuskunum í Strandgötunni, borð svignuðu undan girnilegum tertum og öðru góðgæti og margir gerðu góð kaup í fatnaði, skarti og leikföngum eða freist­ uðust til að kaupa eitthvað gott með helgarkaffinu. Kvennakór Hafnarfjarðar fagn aði tuttugasta starfári sínu með veglegum afmælistónleik­ um s.l. vor og lýkur afmælisárinu með jólatónleikum kórsins sem verða í Víðistaðakirkju fimmtu­ daginn 3. desember kl. 20. Þar munu börn og barnabörn kór­ kvenna taka lagið með kórnum. Líflegt í miðbænum í snjónum Snjórinn setur mikinn svip á Jólaþorpið á Thorsplani Fjölmennt var þegar kveikt var á jólatrénu á Thorsplani á föstu­ dag og lék veðrið við bæjarbúa. Nokkur jólahúsanna voru opin en annars var Jólaþorpið ekki opnað fyrr en á laugardeginum. Færri voru þegar kveikt var á Cuxhaven trénu við höfnina en þar skartaði tréð sínu fínasta með snjó á nálunum og fallegt hafnarumhverfið. Yngstu börnin fengu mikið fyrir sinn snúð er þau fylgdust með jólasveinum koma með lóðsbátnum. Fjölmargar myndir má sjá á Facebook síðu Fjarðarpóstsins. Jólaþorpið heillaði unga sem aldna. T.h.: Jólasveina­Þróttur. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.