Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.12.2015, Blaðsíða 24

Fjarðarpósturinn - 03.12.2015, Blaðsíða 24
24 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 styrkir barna- og unglingastarf SH 70 ára Laugardagur 5. des. Verslanir opnar frá 11-17 kl. 13 Geir Ólafsson kl. 14 Garðar Guðmundsson kl. 15 Ingó veðurguð kl. 13-15 Andlitsmálun Jólamarkaður yfir 40 borð Syngjandi jól Hinir ýmsu kórar koma fram Opið laugardag & sunnudag Sunnudagur 6. des. verslanir opnar frá 13 - 17 kl. 13-15 Andlitsmálun Alla helgina slagverk.is Gjafabréf í hljóðfæranám Kennt er á trommur, gítar, bassa og mandolín nánari upplýsingar hjá nonnitromma@gmail.com Mokið frá tunnunum Starfsfólk Kubbs sem sér um að tæma öskutunnur bæjarbúa eiga nú í megnustu vandræðum með sorphirðuna á mörgum stöðum vegna snjóa. Víða hefur jafnvel verið mokað fyrir tunnurnar og ekki hjálpar til að gangstéttar eru víða alls ekki ruddar og jafnvel rutt upp á þær. Tveir almennir starfsmenn Kubbs höfðu samband við Fjarðarpóstinn og hvöttu bæjar­ búa að moka vel frá tunnunum svo þeir geti með góðu móti komið þeim frá og tæmt þær. Vildu þeir jafnframt þakka þeim sem þegar hafa mokað vel frá tunnunum. 925 millj. kr. í fram- kvæmdir Skv. framkvæmdaáætlun Hafn ar fjarðarbæjar sem sam­ þykkt var í gær með 3 atkvæðum í umhverfis­ og fram kvæmda­ ráði er gert ráð fyrir 340 millj. kr. til að ljúka við byggingu leikskóla við Bjarkarvelli á næsta ári. 143 millj. kr. til FH og Hauka á næsta ári Gert er ráð fyrir 70 millj. kr. vegna uppbyggingar á svæði Hauka og 53 milljónum kr. til FH skv. samningi. Gert er ráð fyrir sömu upphæð 2017 en alls er gert ráð fyrir 350 millj. kr. vegna byggingu körfu bolta húss fyrir Hauka á næstu 5 árum en taka á húsið í notkun árið 2017. Þá er endurnýjun gervigrass að kosta samtals 105 millj. kr. en 40 millj. kr. fara í það á þessu ári, þar af 20 millj. kr. frá 2015. 50 millj. kr. fara í gerð Ás vallabrautar en heildar­ kostnaður er áætlaður 550 millj. kr. og 45,5 millj. kr. er hlutdeild bæjarins í gasgerðarstöð Sorpu. 30 millj. kr. er áætlað til til nýs kirkjugarðs á árinu og áætlað er að 25 millj. kr. fari í gerð bílastæða við Ástjarnarkirkju. Samtals er gert ráð fyrir 925 millj. kr. til framkvæmda árið 2016 auk þess sem 120 millj. kr. heimild er flutt frá 2015. Var áætlunin samþykkt með 3 atkvæðum í umhverfis­ og framkvæmdaráði í gær. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sátu hjá við afgreiðslu málsins. Jólatréð við Flensborgarhöfn er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Það stendur við minnismerki um fyrstu lúthersku kirkjuna á Íslandi. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.