Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.12.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 03.12.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Snjórinn setti fallegan svip á upphaf aðventu í Hafnarfirði. Það er gömul hefð að kveikja á aðventuljósum, einu nýju fyrir hvern sunnudag í aðventu og kirkjur bæjarins óma af gleði­ söng. Þó Íslendingar fagni jólum af gömlum trúarlegum sið til að minnast fæðingar Jésúbarnsins þá er undirbúningur jólanna gjarnan undir merkjum verslunar og fólk keppist við að finna gjafir handa vinum og fjölskyldu. Ef ekki handa þeim má alltaf kaupa eitthvað handa sjálfum sér. Mikilvægt er að Hafnfirðingar leiti ávallt fyrst í hafnfirskar verslanir áður en leitað er annað, vilji menn á annað borð halda verslunum í Hafnarfirði, hvað þá að þeim fjölgi. Það er ekkert heimóttarlegt við það að kaupa inn í sínu nærumhverfi, þannig eflum við okkar bæjarfélag um leið og það styttir okkur leið og sparar tíma. Kannski er verslunarrekstur á tíma mótum og ráðrúm til að aðlaga hann að breyttri umgjörð okkar þar sem svo auðvelt er að kaupa á netinu. Það gleymist oft að kaupmaðurinn hefur ekki það hlutverk að selja vörur fyrir sinn birgja, heldur miklu fremur að veita sínum viðskiptavinum þjónustu. Það eru jú þeir sem greiða launin hans. Kannski eru verslanir of rígbundnar í gamalt form að selja ákveðnar vörur í stað þess að útvega viðskiptavininum einfaldlega það sem hann vantar. Heildsalar eru hvort eð er að reyna að koma sínum vörum sem víðast og engin ástæða að kaupmenn séu birgðarstjórar en geti þess í stað verið, svipað og netverslanir, með aukið vöruúrval til sýnis, í möppum eða á skjá og látið heildsalann koma með vöruna í sinni daglegri yfirreið. Hafnfirskar verslanir gætu verið leiðandi í nýjum og bættum viðskiptaháttum og laðað þannig til sín viðskiptavini. Það var fallegt um að litast í Jólaþorpinu um helgina og líflegt var í mörgum verslunum í miðbænum. Thorsplan var betur skreytt en oft áður og ekki sakaði snjórinn. Enn vantar þó mikið upp á að gera Strandgötuna alla að einu jólaþorpi og við sjálfsagða lokun fyrir bílaumferð vantaði tilfinnanlega meira aðdráttarafl í syðri enda hennar. Það er vonandi að með bættum fjárhag bæjarins og aukinni þátttöku atvinnulífsins megi gera enn líflegri miðbæ á aðventunni. Ég ætla ekki að láta hjá líða að ítreka mikilvægi þess að haldin verði arkitektasamkeppni um skipulag miðbæjarins til að fá sem bestar hugmyndir um það hvernig þróa megi miðbæinn til framtíðar. Ég hreinlega skil ekki hvað hefur staðið í vegi fyrir að slík samkeppni verði haldin því þörfin er sláandi og vanhugsaðar endalausar breytingar á einni og einni lóð eru ekki til þess fallnar að bæta miðbæinn. Vilji menn hafa miðbæ þá er eins gott að hafa hann flottan. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Ritstjóri: Guðni Gíslason Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Áb.maður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 6. desember Sunnudagaskóli kl. 11 Stoppleikhópurinn sýnir jólaleikritið Jólin hennar Jóru. Aðventuguðsþjónusta í Haukaheimilinu kl. 20 Barnakór, Unglingakór og kirkjukór Ástjarnarkirkju syngja. www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudagur 6. desember 2. sunnudagur í aðventu Guðsþjónusta kl. 11 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Sunnudagaskóli kl. 11 Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. María og Bryndís leiða stundina. Kaffi, djús og kex að guðsþjónustum loknum www.vidistadakirkja.is Sunnudagur 6. desember 2. sunnudagur í aðventu Aðventu- og kyrrðarstund kl. 11 Jasstríó Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari, Karl Olgeirsson píanóleikari og Jón Rafnsson kontrabassaleikari flytja aðventu og jólalög Skátar bera friðarlogann frá Betlehem til kirkju og tendra friðarljósið. Mánudagar 10-12 ára starf kl. 16.30-18 Fimmtudagar Foreldramorgnar kl. 10-12 www.hafnarfjardarkirkja.is Sunnudagur 6. desember: Útvarpsguðsþjónusta kl. 11 Guðsþjónustunni er útvarpað á Rás 1. Sunnudagaskólinn fellur niður. Krílakórarnir syngja ásamt kirkjukórnum. Sjá nánar á www.frikirkja.is og á Facebook Brekkan framan við Víðistaðakirkju er gríðarlega vinsæl meðal krakka sem renna sér þar á sleðum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.