Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.12.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 03.12.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Verslanirnar Lilja Boutique og Kakí stóðu fyrir tískusýningu í Bæjarbíói sl. fimmtudag. Var þetta í raun mikil hátíð því líka var boðið upp á kynningar, tónlist og veitingar auk þess sem dregnir voru út fjöldi glæsilegra vinninga frá fyrirtækjum í miðbænum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessar tvær öflugu kvenfata­ verslanir leiða saman hesta sína á þennan máta. 20 ára og 4 ára Verslunin Kakí fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sínum og er því orðin ein af rótgrónu verslunum í bænum. Kakí hefur verið í 11 ár að Strandgötu 11 en öll árin í mið­ bænum. Steinunn Þorsteins dótt­ ir, eigandi búðarinnar hannar jafnframt og framleiðir eigin fatalínu, Monroe design og segir hún hlutdeild íslenska fatnaðarins stækka ár frá ári. Fatnaður frá Monroe design er nú um helmingur af fataframboði í versluninni. Verslunin Lilja Boutique fagnar 4 ára afmæli um þessar mundir en verslunin hefur blómstrað vel eftir að hún flutti að Strandgötu 21, beint á móti Thorsplani. Öflugar kvenfataverslanir Sýndu nýjustu fötin í Bæjarbíói Björk Jakobsdóttir var kynnir kvöldsins og létt var yfir fólki. Sannkallaði herramenn aðstoðuðu sýningarstúlkurnar. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Okkur í Framsóknarfélagi Hafnarfjarðar er umhugað um velferð allra Hafnfirðinga og viljum við standa vörð um hags­ muni þeirra. Þess vegna buðum við bæj­ ar stjóranum í Hafn ar ­ firði, Haraldi L. Har­ alds syni á fund síðast­ liðinn laugardag í þeim tilgangi að fá ítarlega kynningu á fjár hags­ áætlun bæjarins. Eins og flestir vita hefur fjár­ hagsstaða bæjarfélags­ ins verið slæm og aug­ ljóst er að grípa þarf til stórra að gerða sem munu leggjast mis­ vel í bæjarbúa. Bæjarstjóri greindi frá því að endurskipuleggja þarf víða hvert fjármagnið fer því þegar saman­ burður er gerður á sköttum og öðrum gjöldum sveitarfélaga þá er dýrast að búa í Hafnarfirði. Stefnan er að skerða ekki þjón­ ustu til bæjarbúa en þess í stað fara betur með það fjármagn sem bæjar­ félag ið hefur úr að spila. Endurskoða á öll innkaup í þeim til gangi að ná sem hagstæðustu verðum. Tilboð hefur verið gert í tryggingar sveitar félagsins sem leiðir til margra millj­ óna sparnaðar. Að sögn bæjarstjórans mun bæjar félagið komast á gott fjár­ hagslegt skrið eftir næsta ár ef fjárhagsáætlunin gengur eftir. Það er mikið ánægjuefni á meðal okkar Framsóknarmanna að þjónusta verði ekki skert þrátt fyrir fjárhagsstöðu bæjarins og þökkum við Haraldi bæjarstjóra fyrir ítarlega kynningu og grein­ argóð svör. Það er þó gríðarlega mikilvægt að veita aðhald þegar ákvarðanir eru teknar um fjármuni okkar og þá þjónustu sem við borgum fyrir með útsvari okkar. Því er nauðsynlegt að vera vakandi yfir því hvernig unnið verður úr fjárhagsáætlun og láta núverandi meirihluta í bæjarstjórn standa við þau loforð sem gefin voru fyrir síðustu bæjarstjórnar kosn­ ingar. Það munum við í Fram­ sóknarfélagi Hafnarfjarðar gera áfram með hagsmuni allra Hafn­ firðinga að leiðarljósi og við munum ekki hika við að koma skoðunum okkar á framfæri. Höfundur er formaður bæjar málaflokks Framsókn­ ar félags Hafnarfjarðar. Þórður Ingi Bjarnason Fjárhagsstaða Hafnarfjarðarkaupstaðar FH­ingar stóðu sig með prýði á Íslandsmeistarmótinu í skylm­ ingum með höggsverði 12 ára og yngri sem haldið var í Baldurs­ haga um síðustu helgi. Keppt var í flokkum 11­12 ára, 9­10 ára og 7­8 ára, bæði í keppnisflokkum og byrjendaflokkum. Óskar Jarl Howser varð Íslands meistari í keppnisflokki 11­12 ára og Gústav Þór Kristj­ áns son sigraði í byrjendaflokki 11­12 ára. Í keppnisflokki 9­10 ára urðu þeir Róbert Ólafsson og Konráð Ingi Finnbogason saman í þriðja sæti. Eggert Sigtryggsson endaði í öðru sæti í byrjendaflokki 9­10 ára. Ragnar Ingi Íslandsmeistari á ný Um helgina 14.­15. nóvember fór fram Íslandsmót í skylm­ ingum með höggsverði 13 ára og eldri. Þórdís Ylfa Viðarsdóttir varð Íslandsmeistari annað árið í röð en hún sigraði félaga sinn úr FH Aldísi Eddu Ingvarsdóttur 15­14. Ragnar Ingi Sigurðsson, yfirþjálfari FH­inga sigraði í opnum flokki en hann sigraði Gunnar Egil Ágústsson úr FH. FH Íslandsmeistari liða FH varð Íslandsmeistari í liða­ keppni en í fyrsta sinn áttu þeir tvö lið í úrslitum. Svo fór að Ragnar Ingi Sigurðsson, Hilmar Örn Jónsson, Sindri Snær Freys­ son og Aldís Edda Ingv arsd óttir sigruðu félaga sína úr FH þau Guðjón Ragnar Brynjars son, Gunnar Egil Ágústsson, Jón Þór Backman og Þórdísi Ylfu Viðarsdóttur 45­43. Í flokki U17 varð Róbert Elís Villalobos Íslandsmeistari en hann sigraði félaga sinn úr FH Atla Björn Sigurðsson en Atli náði einnig öðru sæti í U 21. Í flokki U15 kvenna varð Mekkín Elísabet Ingvarsdóttir FH í öðru sæti en hún tapaði fyrir Önnu Margréti Ólafsdóttur úr Skylmingafélagi Reykjavíkur. Í þriðja sæti varð Viktoría Huld Ragnarsdóttur, FH. Íslandsmeistar FH í liðakeppni í skylmingum með höggsverði. Unga fólkið stóð sig sérstaklega vel. Sigursælir FH-ingar í skylmingum FH sigraði FH í liðakeppni og varð Íslandsmeistari Snerpa og tækni í fyrirrúmi. Hálsmen úr kaffihylkjum Nemendur styrkja skóla á Spáni Nemendur í Öldutúnsskóla hafa í samstarfi við Vatnsenda­ skól, Hagaborg og Gloria Fuer­ tes, skóla á Spáni unnið að verkefni undir kjörorðunum vinátta, sköpun og endurnýting. Nemendur útbúa hálsmen í sérgreinatímum, úr Nespresso kaffi hylkjum, efnisbútum, perl­ um, böndum og fleiru og selja á 1.000 kr. en allur ágóði rennur til Gloria Fuertes skólans í Alecante en flestir nemendur skólans tilheyra fátækum fjölskyldum. Um leið öðlast nemendur aukna samkennd og skilning á mikilvægi endurnýtingar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.