Bæjarblaðið - 18.12.1954, Page 3

Bæjarblaðið - 18.12.1954, Page 3
Laugardagur 18. desember 1954 BÆJARBLAÐEÐ 3 - Ttleð ungu fólki JAMES STEPHENS: $t. Pdtrekur 09 st. Brigid Framhald af x. síðu, samkvæmt þeim hugsjónum. Gullið er enn öllu öðru mikilsverðara í þess- um heimi. En þrátt fyrir þetta verður ekki annað sagt með réttu, en að snauð er sú æska, sem á sér ekkert takmark, lítilsigldur sá æskumaður, sem ekki á sér einhverja hugsjón, sem er æðri brauðstritinu og hversdagsleikanum. Það er ef til vill áhyggjuminna að hugsa aldrei nema til næsta dags, miða ekki við neinn aukinn þroska né aukna menntun. Það er sjálfsagt áhyggjuminna að miða afraksturinn af vinnu sinni nær eingöngu við það, hve miklu þarf að eyða í dansleik og skemtanir um næstu helgi. Það er auðvitað örðugra að setja langt mark, miða eyðslu sína við langt nám, verja tómstundum sínum til félagsskapar, sem gerir kröfur til starfs og fórna. Og þeir, sem það gera, mega alltaf búast við aðkasti og óvild þeirra, sem láta berast með straumnum. . . . “ „. . . . Ungt fólk þarf að setja sér hátt takmark. Markmiðin geta verið margs konar. Þau geta verið í trúmál- um, siðgæðismálum, stjórnmálum, eða beinlínis í sambandi við framtíð ein- staklingsins og afkomu hans og ást- vina hans. Unglingur, sem setur sér það að markmiði að undirbúa sig sem bezt hann getur undir mikið og ákveðið lífsstarf, er vel á vegi stadd- ur, jafnvel þótt erfiðleikarnir virðist vera miklir á veginum. Ef hann ger- ir sér ljóst, að hann verður að leggja mikið á sig og vill vinna það til, ef hann gerir sér það ljóst, að hann verð- ur fyrst og fremst að treysta á sjálfan sig en ekki aðra, þá „snýr hmdrun sérhver aftur, sem mætir þér . . . .“ „. . . . Það er nauðsynlegt að þekkja hæfileika sína, gáfur og mannkosti til þess að geta ræktað það, sem bezt býr með oss sjálfum. En það er eigi siður nauðsynlegt að þekkja bresti sína og veikleika, til að þekkja tak- markanir sinar og geta hagað atferli sinu i samræmi við það. Og það er hættulegt að þora ekki að horfast í augu við galla sína. öll erum vér hinn brákaði reyr, háð breiskleika og veikleika. Enginn mannleg vera er fullkomin. Þess vegna verðum vér að þekkja bresti vora, til þess að geta lagt til glímu við þá eins og tápmiklum og hraust- um mönnum sómir. Vér megum aldr- ei blekkja oss sjálf á sviknu gulli, — Börnin dýrmætasta eignin. Framhald af 3. síðu. á, hvað verður um það, sem því á öðru fremur að vera annt um og er auði dýrmætara. ★ Börnin eru dýrmætasta eign foreldranna. Þau eru einnig dýrmætasta eign þjóðarinnar. Það mál, sem hér hefir verið gjört að umtalsefni, er ekki ein- göngu málefni einstaklinga, heldur og allrar þjóðarinnar. Framtið lands og þjóðar er undir þjóðinni sjálfri komin á hverjum tíma. Á næstu manns- öldrum er þjóðargæfan komin undir þeirri kynslóð, sem er að alast upp, er að fæðast og þeirri, sem er ófædd. Heill og velgengni þjóðarinnar er kom- in undir hæfileikum, en þó einkum undir mannkostum hennar sjálfrar. Allir sannir ættjarðarvinir munu óska þess, að núlifandi kynslóð takist að búa sem bezt í haginn fyrir farsæld komandi kynslóða í öll- um efmnn. imynduðum hæfileikum og grímu- klæddum göllum. Skelfilegasta hætta mannsævinnar er lífslygin, flóttinn frá sjálfum sér: Að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að sér sjálfum er hvers manns bani. En það er enginn leikur að krefja sjálfan sig reikningsskapar. Það er þung raun að þurfa að sjá það, að maður sjálfur, dýrlingurinn í spegl- inum, er flæktur mannlegum breisk- leika eins og aðrir menn, e. t. v. veik- geðja, latur, lyginn, hirðulaus, hneigð ur til nautna og dáðlítill. En þótt vér skjótum oss undan dómi vor sjálfra, sleppum vér aldrei undan dómi lifs- ins og reynslunnar.....“ „. . . . Minningar skólaáranna fylgja okkur alla ævi. Þá tengjast oft vináttubönd og félagsskapur, sem aldrei í'ofnar. Skólasystkini sjá hvert annað oftast í ljósi æsku og vors, þótt árunum fjölgi og hárin gráni. Tíminn vinnur aldrei á elztu kynningunni. ellin firmur ylinn frá æskuminningunni. Við kveðjum ykkur í þeirri von, að samstarf okkar hafi orðið ykkur til góðs, en einskis ills, að sú mennt- un, sem þið hafið notið hér, þótt lítil sé, geti orðið ykkur nokkur und- irstaða í lífsbaráttunni, hjálpi ykkur til að verða nýtir borgarar í þjóðfé- laginu, góðir synir og góðar dætur. Mér finnst eðlilegt, að hinir mörgu nemendur Ragnars skólastjóra eignist þessa bók til minningar um skólann sinn og samverustundirnar með hon- um. Líka er hún tilvalin jóla- gjöf foreldra til drengsins síns eða dóttur. „Með ungu fólki“ er leiðarljós fyrir alla, bók skrif- uð á tærara máli, en við eigum oft að venjast. Hafðu kæra þökk fyrir hana, Ragnar. Bókin er seld í Bókabúðinni og kostar aðeins 35 krónur. — Prentuð í Prentverki Akraness. öllum til sóma, sem lagt hafa . á hana hönd. J. M. GuSj. — ÁLFADANS. . Framhald af 1. síðu. staklega óskað, að ekki sé verið með sprengjur, þar sem álfa- dansinn fer fram, því að það getur orsakað slys, þar sem mannmargt verður þarna og þrengsli. Ákveðið er, að hafa álfadans- inn á Langasandsbökkunum innan við húsin við Jaðars brautina, og dansinn á að hefj- ast kl. 8,30 og standa til kl. 9,30, — en vitanlega með þeim fyrirvara, að veður verði sæmi- lega gott. Og að lokum, minnist þess, að þetta verður gert í þeim til- gangi að auka hátíðablæ kvölds- ins, börnum og öðrum til á- nægju, en engin ‘fjáröflun í því sambandi, og ég óska eftir sam- starfi sem flestra bæjarbúa til að þessum tilgangi verði náð. Hans Jörgensson. Auglýsið í BÆJARBLAÐINU Eftir írsku tímatali, þá er 2. febrúar fyrsti vordagur, og St. Brigidar messa. Hefir aldrei sá tími þekkst, að ekki hafi ein- hver Brigid heitið á írlandi. Á elztu öldum var hún skáldskap- argyðjan. Svo breyttist hún, fyrir kaldhæðni örlaganna, í stríðs gyðju. fin árið 1, eftir tímatali voru, verður hún hinn mikli og göfugi verndari hinn- ar nýju trúar, og hin elskaða „María Irlendinga". Skáld, hermenn og dýrling- ar, sníða heiminn til. Þeir skapa eyðileggja og frelsa. Og eins og Siva annarra goðsagna virðist Brigid hafa átt allar þessar miklu eindir sameinaðar. Hún var á ferð í Austur heimi, og kom í smábæ einn, sem var svo fullur af aðkomu fólki, að hún fékk hvergi gist- ingu. Ráfaði hún inn unz hún kom að penings húsi og fór þar inn. Voru þar fyrir maður ok kona, og var konan að ala bam. Hjálpaði Brigid henni, tók á móti barninu og lagði það á yf- irhöfn sína. Er hún síðan nefnd Möttuls Brigid og Krists fóstra, og elskaði hann hana næst Maríu móður sinni. Árin liðu og hún fór burt frá þessum heimi. Og erm héldu árin áfram að koma unz 430 voru fram hjá íarin, og St. Patrekur kemur til Irlands. Og árin komu og fóru, og St. Pat- rekur dó, en trú hans stóð föst- um fótum i landinu sem hann elskaði. Nú víkur sögu þessari upp í sjálft himna ríki. Brigid og Pat- rekur voru þar eitt sinn á gangi saman. Voru þau (guð hjálpi þeim) að tala um Irland, og spurðu þau hvort annað, hvort hitt héfði séð þennan og þennan staðinn, sem því hafði þótt feg- urstur í fyrra lífinu. Hældu þau útsýninu á hvert reipi, og þreyttust aldrei á að framkalla dýrlegustu myndirnar og dá- samlegustu sýnimar frá fr- landi. Auðvitað fullvissuðu þau hvort annað um, að þrátt fyrir allt og allt, þá vissi þó trúa sin, að himna riki væri samt enn þá snotrara en írland. Þau höfðu gengið lengra en þau grunaði. Sokkin niður í eft- irlætis endurminningar sínar (eins og Sean O’Casey mundi orða það) höfðu þau labbað — HLJÓMLEIKAR . Fi-amhald af 1. slðu. söngvarar John Peck og Phil- ip Celia, einleikari á básúnu: Neill Humfeld flugmaður. Hljómsveitin er eflaust við allra hæfi, ekki sízt unga fólks- ins. Hljómsveitin er sögð mjög góð. Auk þess minnast menn þess, að með tónleikunum -er verið að styrkja gott málefni. alla leið á stað þann, sem fæstiri dýrlingar kæra sig um að heim- sækja. Þau vom komin að dóm- stólnum mikla. Þar sat dómarinn, stærri en stærðin, myrkari en myrkrið, chreyfanlegur, óumflýjanleg- ur, ógnarlegur. St. Brigid fékk ekki óbeit á Rhadamantbus, þvi það hefði verið synd. En ekki var hann að hennar skapi, því að hann hafði aldrei verið á írlandi, og hafði ekki heldur látið þá löng- un í ljósi að fara þangað. Þeg- ar hún leit á hann og af honum aftirr, kom hræðileg hugsim henni til að horfa aftur á hann — á þetta óumræðilega ógur- lega. Hún sá hina miklu hendi hans hreyfast hér og þar, lík- asta svartri eldingu, er hann rannsakaði hina eða þessa ver- una, sem skreið æpandi frammi fyrir honum. „Hanm væri jafnvel vís til að senda Irlending til helvítis“, mælti St. Brigid, sem var þó alveg hissa á sjálfri sér að segja svona stórt. „Það væri hann vís til“, svar- aði St. Patrekur, og það fór ís- kaldur hrollur um bakið á hon- um, því honum hafði aldrei fyrri komið þetta til hugar. Dómarinn leit í áttina til þeirra. „Ég get ekki liðið það“, sagði Brigid, og hún tók í St. Patrek og dró hann í burtu með sér, frá hinu allt sjáandi, ósátt- gjarna auga, sem á þau horfði. Þau fóru til fósturbamsins hennar, og frá honum, sem elskaði hana, fékk hún þá til- slökun, að allir, sem kæmu frá írlandi, yrðu dæmdir af St. Patreki en ekki af Rhadamant- hus. „Þú verður nú ósköp gæt- inn“, sagði hún við St. Patrek. „Auðvitað verð ég það“, svaraði hinn mikli dýrlingur. „En ef“, sagði St. Brigid, og hjarta henmar titraði — „en ef vondur Iri er færður fram fyr- ir þig —“ „Þá sný ég honum til aftur- hvarfs“, svaraði St. Patrekur. Þetta er eina ástæðan fyrir þvi að alhr Irar, hverja trvi eða s tj ómmála s koðun, sem þeir hafa, snúa sér til St. Patreks, og halda dag hans hátiðlegan á áiá hverju, og hvers vegna þeir mega ganga ótta lausir inn í annan heim. En þótt St. Patrekur eigi ó- éfað skilið alla þá dýrð, sem honum er veitt, þá finnst mér hálf vegis að St. Brigid njóti ekki síns fulla hlutar af veg- semdinni. (Saga, VI. árg. 2. bók). ^ólavórurnar koma dagltgal Svissnesk úr og klukkur með árs áb. Skartgripir. Pólskur og tékkneskur kristall. Borðbúnaður úr silfri og pletti. Kertastjakar, margar gerðir. Cunit vörurnar ódýru. Sænskur nýsilfur borðbúnaður væntanlegur (Nils Johan). Veðurhús. Jóla-lampar (jólasveinarnir). Jólaskraut og margt fleira. * Bezta jólagjöfin fœst í Úra- og skartgripaverzlun HELGA JÚLÍUSSONAR l CO. Skólabraut 30. GLEÐILEG JÓL! MuniS, aS ef bruna ber aS höndum, þá skal brjóta bruna- böSa. En þeir eru á þessum stöSum: Við innganginn í Bíóhöllinni. Bifreiðaverkstæði Daniels Friðrikssonar og hjá Rafstöðimni. — FARIÐ VARLEGA MEÐ ELDINN —

x

Bæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.