Bæjarblaðið - 18.12.1954, Síða 7
Laugardagur 18. desember 1954
BÆJARBLAÐBÐ
7
=»>' Zys/I’ Zj/I’ t
Nytsömustu JOLAGJAFIRNAR
eru eins og svo oft áður í
Vcr^luninni $tndnrfcll
HRÆRIRVÉLAR, Sunbeam. ÞÝZKI HRINGOFNINN Margar gerðir af litlum LOFTSKERMAR, úr plasti.
0 HRAÐSUÐUKATIÆR, KÆLISKÁPAR, litlir. BORÐLÖMPUM. M AT ARSTELL.
margar gerðir. ÞÝZK VÖFFLUJÁRN. AMERlSKIR BORÐLAMPAR. KAFFISTELL.
BRAUÐRISTAR. RYKSUGUR, 3 gerðir. LJÖSAKRÓNUR. ÖLSETT.
STRAUJÁRN, 5 gerðir. BÖNVÉLAR. STANDLAMPAR. ÁVAXTASETT.
gm KÖNNUR, með elementi. HÁRÞURRKUR. VEGGLAMPAR. Stál BORÐBÚNAÐUR.
KRYSTALL-GLERVÖRUR — FLEST FÁANLEG BÚSÁHÖLD ÚR GLERI OG MÁLMI.
KORT
PAPPlR
MERKIMIÐAR.
JÖLATRÉ,
JÓLATRÉS-SERlUR.
MISLITAR-LJÓSAPERUR.
★ Þaö er vanda minnst aö gefa GJAFAKORT,
þá velur sá gjöfina, sem hana á aÖ fá.
Á KONUR
Á KARLA
Á BÖRN.
MISLITAR BARNABOMSUR
UPPTREKT LEIKFÖNG.
— Qiörió svo vcl og líiið inn —
Verzlunin Staðarfell
— GLEÐILEG JÓL! —
— Sími 150 —
Skemmdir ií Skdtafelli
1 flestum félögum, sem eitt-
hvað hafa afrekað, eru afrek-
.in og árangurinn að miklu leyti
að þakka fámennum hóp á-
hugasamra og fórnfúsra félags-
manna.
Við Akurnesingar höfum átt
því láni að fagna að eiga slíka
menn innan okkar félagssam
taka. — Eitt gleggsta dæmið
um slíkt, er bygging skíðaskál-
ans í Vatnadal. Er með öllu ó-
þarft að rekja sögu þeirrar
byggingar, því að hún er okkur
öllum vel kunn, og nöfn þeirra
manna, sem það þrekvirki
unnu, munu geymast í viðkom-
andi félgi 3 okomnnni amm.
En það var ekki skíðaskálinn,
sem er ástæðan til þess að ég
skrifa þessar línur. — Annar
skáli stendur við rætur Akra-
fjalls. Sá skáli er daglega fyrir
augum okkar, er við litum til
fjallsins. Hann var byggður
fyrir mörgum árum af áhuga-
sömum skátum, sem settu sér
markið hátt og fómuðu tíma, og
jafnvel fjármunum, til þess að
koma hugsjón sinni í fram-
kvæmd. — Og litli skálinn við
rætur fjallsins ber vitni um
árangursríkt starf þeirra. —
Enn sækja skátar af Akranesi
í skálann. Þar hafa einnig haft
aðsetur gangnamenn, er leitað
hafa fjár á fjallinu, einnig aðr
ir er þess hafa óskað, og ávallt
hefur leyfi verið fúslega veitt til
slíkra afnota. — Á undanföm-
um áriun hefur meira og
minna verið ráðist að húsi þessu
og þar framin ýmiss skemmd
arverk, svo sem hlerar sprengd-
ir frá gluggum, rúður brotnar,
hurð dýrkuð upp og gengið
um skálann, sem væri hann
vart mannabústaður. —
Öllu þessu hefur Skátafélag
Akraness tekið með þolinmæði
og bætt úr jafnóðum og niður
hefur verið brotið, í von um
að skemmdarstarfseminni lyki.
— En reyndin hefur orðið önn-
ur.
Fyrir skömmu fór ská taflokk-
ur í útilegu í skálann, og að-
koman var kaldranaleg. Hurð-
in hafði verið „skotin“ upp, og
ruddalega gengið um, eins og
vart væru þar menn á ferð. Að
lokum hafði verið hellt úr
fullri vatnsfötu yfir mitt skála-
gólfið, svo að aðkoman var
heldur ömurleg.
Hverjir eru þeir, sem slík
skrílsverk fremja? Engir menn
með fullri dómgreind á rétt og
rangt, gætu lagst svo lágt að
gera slíkt.
Allir, sem fengið hafa léðan
lykil að skálanum, hafa gengið
þar um með prýði. —- En það
eru fleiri en þeir ménn, sem
sækja á fjallið. Rjúpnaveiðin í
haust hefur verið brjálæðisleg.
Margir unglingar hafa farið
með byssu um öxl og ráðist að
saklausri rjúpunni. Fæstir
þeirra hafa byssuleyfi auk held-
Ur meira. Sumir þeirra hafa
ekki látið sér nægja það að
skjóta rjúpur, heldur skotið á
skálann líka.
Slíkt atfierli ber vott um lág-
an þroska. Það sæmir ekki
þeim, sem vilja kallast menn.
— Látið skálann í friði. Hann
gerir engum mein, þar sem
hann stendur við fjallsrætum-
ar, sem minnisvarði brautryðj-
enda. Aftur á móti hefur hann
veitt mörgum skjól í nöprum
vindum. Og sérstaklegá hefur
hann skilið eftir hjá okkur, sem
þangað höfum sótt, margar ó-
gleymanlegar minningar um
ferðir á fjallið og hressandi úti-
líf.
Og enn mun þeim, sem nauð-
syn er að fá afnot af skálan-
um, það heimilt, með góðri
umgengni. — Vinsamlegast fá-
ið léðan lykilinn hjá Hans Jörg-
enssyni, félagsforingja.
Bragi Þórðarson.
AKURNESINGAR!
Munið VETRARHJÁLPINA.