Vor - 15.01.1925, Blaðsíða 2
2
V O R
kaupendur. Það byrjar að koma út til
þess aðallega, að endurnýja og birta til-
gang og stefnu lýðræðis- og þjóðræðis-
lireyfingar þeirrar, er hér var reynt að hefja
fyrir io—20 árum, þjóðfélaginu til bjargar,
meðal annars úf úr stjórnmálaöngþveitinu,
(sjá grein um það liér á öðrum stað ; í
þeirri von, að nú muni menn, betur en
þá, sjá og finna, hvar skórinn kreppir, og
ef til vill sjá nauðsyn þess, að þeir —
hver einn — leggi þar eitthvað örlítið í
sölurnar svo góðu málefni til gengis, —•
þó ekki sé með öðru en því, að gerast
áskrifendur ritsins. Þeir sem því vilja
styðja þetta rit á einhvern hátt, og
það hið mikla málefni til sigurs ==; öllum
til heilla jafnframt, — treystandi því, að
hér muni þó finnast nokkuð mörgum sinn-
um tíu réttlátir, til að bjarga því málefni
heilu í höfn, — geri svo vel að senda til-
kýnningu um það, í frímerktu lokuðu um-
slagi, merktu »Vor«, pósthólf 315, íRvík,
eða til' útgefandans á annan hátt, sem
allra fyrst. —
Lýðvarnarmálið.
„ Traustir skulu hornsteinar liárra sala;
i lcili skal kjörviður11. J. H.
Afvopnunin.
Svo langt er nú komið, að menn eru
farnir að tala um það — eins og í fullri
alvöru — að afvopna þjóðirnar. — Má
það og merkisviðburður heita, að hinu
»kristna« mannkyni skuli nú, á tuttugustu
öldinni, geta dottið það í hug, að láta
hætta að lífláta meðbræðurna í hrönnum,
til arðs og metnaðar fyrir tiltölulega ör-
fáa einstaka rnenn, hvenær sem þeim þókn-
ast að svo skuli vera. — Bara að árang-
ur þessarar afvopnunar-hreyfingar verði ekki
líkur árangrinum af friðarþinga-látalátunum
í Haag hér á árunum.
Islendingar hafa því happi að hrósa.
að hafa orðið á undan öðrunt þjóðum í
því að afvopna (eða láta afvopna) sig,
sem oss er vissulega til ómetanlegs gagns
og sóma, hvað sem annars má þó segja
um tildrög og orsakir þess merkisviðburð-
ar. En eftirtektavert er það, að ekki gat
sá viðburður átt sér stað, fyr en eftir það,
að valdabaráttuherrarnir hér höfðu mist
yfirráðin yfir landinu í hendur útlendinga,
og þjóðinni hafði svo að segja blætt til
ólífis, fyrir valdagræðgi »höfðingja« sinna,
í innlendu flokkabaráttunni um völdin. —
En hver er svo munurinn nú og þá? Síð-
an vér með heimastjórninni fengum inn í
landið aftur aðalyfirráðin yfir sjálfum oss,
þá berjumst vér aftur um völdin, á líkan
hátt og með álíka græðgi og á Sturlunga-
öldinni, en aðeins með öðrum vopnum. 1
stað sverðsins gilda nú orð. — Jú, stund-
um rétt rök, en oft, ef ekki oftast, rógur,
last, rangfærslur, lygar og gott ef ekki
mútur, sem þegar hefir eitrað svo alt, að
flestum ógnar. Og svo er fáfróður almúg-
inn notaður til þess, að greiða atkvæðin á
allar hliðar, í góðri trú á það, að með því
sé hann að frelsa föðurlandið úr höndum
óvinanna. Svo koma afleiðingarnar, en þær
ættu allir að kannast við af reynslunni,
og skal hér ekki langt farið út í þá sálma
í þetta sinn.
Ut úr þessum ógöngum er áreiðanlega
ekki til nema eitt sæmilegt ráð, sem sé
það, að afvopna valdabaráttuflokkana, ef
svo mætti að orði komast; með því að
alþýðan til sjós og sveita, læri að sinna
almennum málum með viti, þekkingu og
sjálfstæði, svo sem frjálsum borgurum
sæmir; til þess að hefja til veldis fullkom-
lega hreina, göfuga og réttláta þjóðmála-
stefnu í landinu, samkvæmt því sem bent
er á hér í þessari ritgerð, í stað þess að
láta nota sig lengur til kosningafylgis eins
og hingað til, til viðhalds því þjóðmála-
ástandi sem nú er. Takist það ekki, er
hætt við að kosningarrétturinn verði lítils-
metinn áður langir tímar líða, af valdhöf-
unum ekki síður en kjósendunum, og að
þau dýru réttindi sem hann nú frambýð-