Vor - 15.01.1925, Blaðsíða 8
8
V O R
skrárinnar, sem eftir- allar endurskoðanirn-
ar, er fram hafa farið, er enn svo hljóðandi:
»Alþingismenn eru eingöngu bundnir við
sannfæringu sína, og eigi við neinar regl-
ur frá kjósendum sínum«, og 2. Að kjör-
ið.lendir nærri æfinlega á fylgifiskum vald-
hafanna eða valdabaráttuforkólfanna.
Sumir, kunna ef til vill, að segja sem svo,
að svona verði þetta að véra, þó eitthvað
megi að ‘því finna, og að svona sé það
í öllum löndum, af því að alt annað sé
óframkvæmanlegt. Fólkið sé altaf og al-
staðar svo fáfrótt og heimskt, að engin
tiltök séu að láta það ráða eða stjórna
neinu um almenn mál. Það hafi meira að
segja margt, 'ekki einusinni vit á því, að
greiða atkvæði við kosningar svo greini-
lega, að af því megi ráða, hvern það hafi
ætlað að kjósa, hvað þá að það hafi vit
á því, sem vandasamara er.
Setjum nú svo, að fólkið sé alment á
þessu líku þroskastigi, er þessir menn
halda fram. En er þá nokkurt vit í því,
að láta slíkt fólk hafa sama rétt til allra
kosninga, sem þroskaða skynsama fólkið,
— eða nokkurn kosningarrétt? Væri þá
ekki hin allra brýnasta skylda og nauð-
syn þess, að vitsmunamennirnir gerðu alt
sem í þeirra valdi stæði til þess, að æfa,
þroska og fræða slíkt fólk sem mest að
unt væri, um alt sem lýtur að meðferð
sinna eigin almennu mála; —■ einmitt eins
og hér er aðalumtalsefnið að beri að gera;
— í stað þess að nota það eins og nú er
gert við allar kosningar, til þess að stikla
á því til valdanna.
Þótt nú að fólkið væri almennast á því
þroskastigi, sem þéssir menn ætla, þá verð-
ur þó þess að gæta, að það eru þess mál
og þess eigur, sem verið er að fara með,
á stjórnmálasviðinu. Þar, sem annarsstaðar,
ætti því að vera ríkari eign en umboð.
Eða hvað? Eða ber — fyrir þær sakar-
giftir, — að svifta alt það fólk, að órann-
sökuðu máli, öllum ráðstöfunarrétti eigna
sinna og öllum ráðum um sín sameigin-
legu mál; og það án allra líka til þess,
hvað þá trygginga fyrir því, að svo vel
sé ráðið, af þeim er einir þykjast hafa vit
til þes'J, sem það »óþroskaða, heimska«
fólk mundi sjálft gera, jafnvel eins og nú
er? — Og enn: Hver myndi taka því með.
þökkum, hversu mikill óráðsmaður sem
hann annars væri, að hann væri sviftur
öllum ráðum yfir sínum séreignum eða
einkamálum, af þeim er sjálfur segðist
vera einn fær um (eða honum færari um),
að hafa þau ráð á hendi svo að vel færi,
þótt svo að hann setti fulla tryggingu
fyrir þeirri ráðsmensku, hvað þá ef hann
þættist upp úr því vaxinn, að setja þar
nokkura tryggingu, en heimtaði aðeins að
sér væri skilyrðislaust treyst til alls hins
besta, af því að hann væri svo vitur og
mikill maður?
Hyað er rétt?
»Það er rétt, sem ég vil«, segir voldugi
kúgarinn.
»Það er rétt, eða sama sem rétt, sem
er og gildir, því það verður svoaðvera«,
segir sá hugsunarlausi og heimskinginn.
»Það eitt er rétt, sem gott er, og það
eitt er gott og rétt, sem skerðir einkis
rétt, en miðar til að farsæla alla. — Og
þar næst það, sem skerðir fæstra réttindi
og miðar til að farsæla flesta«, segir sá
vitri og góði, sem hugsar, — nennir og
þorir að hugsa.
Á milli hinna tveggja ber þeim góða
og vitra að berjast. — Gegn valdahrok-
anum og ranglætinu á aðra hlið, og gegn
hugsunarleysinu og heimskunni á hina.
Höfundur og útgefandi:
Stefáu B. Jónsson
Reykj a vi k.
Prentsmiðjan Acta.