Vor


Vor - 15.01.1925, Blaðsíða 4

Vor - 15.01.1925, Blaðsíða 4
4 V O R Þar til dugar vissulega ekkert, annað en drengileg fórnfýsi til bjargar í lífsnauðsyn, af alóeigingjörnum, hreinum og háum manndóms- og mannelskuhvötum. Alt ann- að er villa, eða tál og blekking. Að eiga sig og sitt. Það félag serp hér um ræðir, og nefnt var »Menningarfélag Islands«, og blað þess, heimtaði skilyrðislaust jafnrétti fyrir alla, að lögum og i framkvæmd, án tillits til vensla, vinfengis, efnahags, stöðu eða met- orða. Það krafðist og sem. allra fyllst persónufrelsis einstaklinganna, og jafnt fyrir alla. — Ekki til ofnautna eða ójafn- aðar, eða neins þess er skaðar aðra eða hneikslar smælingjana, — heldur til þess alls og þess aðeins, er varðar þá eina og skaðar enga aðra á nokkurn hátt. En það miðast við þann algilda sannleika, að sér- hver fullveðja og fullvita maður og kona, hafi með lífinu öðlast þann meðfædda, sameiginlega, gagnkvæma rétt, að mega óáreittur af meðbræðrunum ráða yfir sér og sínu, og að mega yfirleitt njóta sín og hæfileika sinna að frjálsum eigin vilja, innan vissra borgaralegra réttar- og sið- ferðistakmarka. En þar af leiðir og bein- línis það, að hver einstakur maður og hvert einstakt félag manna, hverju nafni sem nefnist, eigi einnig óhindrað að mega ráða yfir öllum sínum sérmálum og sér- eignum, að réttri tiltölu, með samskonar takmörkunum, að því leyti sem þau við- koma þeim einum. — Þó það sé mótsett því er hér gildir nú, þar seni landsstjórn- in er látin ráða* yfir sérmálum bæja- og sýslufélaganna og jafnvel hreppanna, og sýslutelögin yfir sérmálum hreppanna og jafnvel einstaklinganna, sem í eðli sínu er óhæfa, jafnvel þó að slík yfirráð geti, ef til vill, heppnast svö að betur fari, sem þó er engin trygging fyrir. — Það er sama óhæfan, eins og yfirráð Dana yfir sérmálum Islands voru sællar minningar. Yald og ábyrgð. A þessum jafnaðar- og jafnréttisgrund- velli, krafðist það félag og það blað, sem allra þrengstra takmarkana þess valds á öllum sviðum, að unt er að skaðlausu, sem hinum »útvöldu« meðal vor verður að veita og er veitt, yfir lögum, heill og hög- um borgaranna alment, svo á sjálfu al- þingi, sem og í landsstjórninni og annar- staðar hvar sem er. Og ennfremur, að öllu valdi, hvar sem er, fylgi að lögum, að sjálfsögðu, tilsvarandi skyldur og fjármuna- lega tryggð full ábyrgð, er að skuli geng- ið beinlínis hvenær sem er, til fullra bóta fyrir framin afbrot. — Ekki gæsalappa- ábyrgð eða ábyrgð í orði aðeins, til að réttlæta með ofhá laun o. þ. k., — né heldur »lausn í náð« eða færsla í stjórnar- ráð, — heldur beinlínis verkleg ábyrgð, álíka veruleg og þær tryggingar gerast, sem bankarnir taka venjulega fyrir útlán- um sínum. — — Þessi nú nefndu aðal- tilgangs-atriði, skyldu vera óbreytanleg um alla framtíð, sem bjargfastur grundvöllur undir lögum og allri stefnu og starfsemi félagsins og blaðsins. Kaupendur — Útgefendur. Blað það, sem hér um ræðir, var nefnt »Fósturjörðin«. Af því komu út alls 9 blöð á rúmum 3 árum, frá 1911 til 1914. En þá varð það að hætta vegna fjárskorts, og óhugar þess, er heimsstyrjöldin vakti, því að aðstandendur þess, voru aðeins fá- einir fórnfúsir, góðir en efnalitlir alþýðu- menn, er höfðu óvissar tekjur, en vissum þörfum að fullnægja, og megnuðu því ekki meira en að byrja. En almenningur eins og vant er, seinn til og sinnulítill um slíka hluti; og stórborgararnir fastir og háðir sínum flokkum, og því bæði skiln- ingslitlir á svona fáséð fyrirbrigði, og auk þess sennilega fremur óvinveittir svona hugmyndum, er helst virtust miða að því, að spilla þeirra embætta- og bitlingaveiðum. Alstaðar á landinu fékk blaðið þó góðar viðtökur, eins og það ber sjálft vitni um,

x

Vor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vor
https://timarit.is/publication/1344

Tengja á þetta tölublað: 1. blað (15.01.1925)
https://timarit.is/issue/402416

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. blað (15.01.1925)

Aðgerðir: