Vor


Vor - 15.01.1925, Blaðsíða 6

Vor - 15.01.1925, Blaðsíða 6
6 V O R Stjórnmálin heilög mál. Hér er ekki verið að spana menn upp til neinna ódáðaverka eða ofbeldis gegn neinum; eða til þess einusinni, að reka flokkana írá öllum völdum- og öllum af- skiftum af þjóðmálum, — jafnvel þó að þeir verðskulduðu það; — ef þeir aðeins vilja læra að gera skyldu sína með sóma. Þar á móti er hér hvatt til þess aðeins, að valdalausa fólkið, alþýðufólkið — bænd- ur og búlausir — til sjós og sveita, sam- einist í eina örugga, skipulega heild, til þess að læra og æfa meðferð almennra mála í fyrsta lagi; svo fjölmenna, þrosk- aða og öfluga heild, ef fólkið vill, að eng- inn sérstakur flokkur eða flokkar, megni með neinum meðölum að misbjóða henni eða þjóðiqni í stórum stíl framar, eða að breyta, sér til ávinnings eða metnaðar, gagnstætt vilja hennar og hagsmunum. Með því á alþýðan að sameina vilja ein- staklingana í einn svo sterkan vilja, af allra bestu tegund, að alt verði honum að lúta að því er heildarmálin snertir. En sá vilji verður þá líka (þvi má ekki gleymaý að byggjast á þeim hreina, trygga grund- velli, sem hér að framan er á bent, sem sé, á gagnkvæmu persónufrelsi og jafnrétti í framkvæmd, með viti, drengskap og réttlæti, þar sem allar eiginhagsmunahvat- ir hinna einstöku, eru gersamlega útilok- aðar með hinum mesta grandvarleik, með það fyrir augum, að stjórnmálin eru heil'óg mál, engu síður en trúar og siðferðismál- in, er snerta líf og velferð hvers einasta manns, með því, að þar eru altaf einhverj- ir (valdhafarnir) að mæla og meta og lög- ákveða skyldur og réttindi náungans, hvers gagnvart öðrum og á móti sínum eigin. En það miðar venjulega til þess, að gera lítilmagnan aumari og hinn sterka vold- ugri; er því krefst þess, að hver einn gæti þar réttar síns á þann hátt sem við á, samkvæmt tilgangi kosningaréttarins og kröfum þessa þjóðmenningarmálefnis, sem hér er um að ræða. Þessa þjóðræðismál- efnis, sem efalaust er eitt hið mest verða málefni fyrir velterð manna hér á landi, og líklega hversu langt sem leitað væri. »En megnirðu ei börn þín frá vondu að vara, og vesöld með ódyggðum þróast þeim hjá, aftur í legið þitt forna þá fara, föðurland, áttu og hníga í sjá«. Þingræði — Þjóðræði. Hverjir eiga að ráða yfir þjóðinni og stjórna hennif — Þeir, er hún kýs til þess, fulltrúaþing þjóðarinnar og þeir, er það felur stjórnar- og framkvæmdastörfin. — Svo munu menn svara. Þegar landstjórnin (konungsfulltrúinn) vill eitthvað annað en meirihluti þingsins, þá fer hún frá völdum, og nýjar kosning- ar fara fram jafnvel, til þess að úrskurða um ágreininginn; eftir núgildandi þing- ræðisvenju. Með því er hún talin þénari þingsins, um leið og formaður hennar (konungsfulltrúinn) er þó æðsti valdsmað- ur landsins. Þetta er kallað »þingræði«. — Á sama hátt og stjórnin verður þannig að lúta vilja þingsins — hvað sem sann- færingu hennar líður, — af því að hún hefir vald sitt af þinginu þegið, þá ber og þinginu, sem og einstökum meðlimum þess, — eftir sömu reglu, — að lúta vilja kjósendanna í öllu, sem þeirra þénurum, (samanber þingrof o. s. frv.), hvað sem »sannfæringu þeirra líður, vegna þess, að þeir hafa sitt vald þegið af kjósendunum, alveg á sama hátt og stjórnin þiggur sitt vald af þinginu. Þetta sjá allir að er ómót- mælanlegt, sem sjálfsögð og sjálfkrafa af- leiðing hins löglega, almenna kosninga- réttar, svo framarlega sem honum er ætl- að að vera þjóðinni nokkuð annað en verri en gagnslaus og storkandi hefndar- gjöf, til þess eins að draga svívirðilegt dár að henni. -— En þá ætti líka þing- ræðið að lúta þjóðræðinu sem hinu æðsta

x

Vor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vor
https://timarit.is/publication/1344

Tengja á þetta tölublað: 1. blað (15.01.1925)
https://timarit.is/issue/402416

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. blað (15.01.1925)

Aðgerðir: