Vor - 15.01.1925, Blaðsíða 7
V O R
7
valdi. Og þó á hið gagnstæða sér stað,
eins og allir vita.
Samkvæmt bersýnilegum tilgangi þess-
arar stjórnarskipunar, sem kölluð er »þing-
bundin konungsstjórn«, en ætti að heita
og vera »þjóðbundin« (eða »þjóðháð«)
þingstjórn, — þá á æðsta vald þjóðmál-
anna vissulega að vera í höndum kjós-
endanna (þjóðarinnar); eins og líka er
stundum viöurkent í orði og framkvæmd
af sjálfum þjóðmálaskúmunum, að því er
snertir einstöku mál (svo sem t. d. um
»Bannmálið« og »Sambandslagamálið« hér
hjá oss). — En hversvegna koma ekki
önnur og fleiri mál undir slíkt »þjóðar-
atkvæði«? Því þarf að fá svarað. — Er
það af því, að þjóðina, í heild sinni,
varði lítið um úrslit annara mála ? Eða er
það af því, að þjóðin hafi meiri rétt til
yfirvalds í þeim málum en öllum öðrum?
Eða því, að þjóðin hafi meira vit en þing-
ið, til úrskurðar í þeim málum og þó jafn-
framt minna vit en þingið, til úrskurðar í
öllum öðrum málum. Eða, er með slíku
»þjóðaratkvæði« um einstök, tvö eða ör-
fá mál á tugum ára, verið að gera gys
að þjóðinni og hennar löglegu, þjóðræðis-
legu réttindum; og það af trúnaðarmönn-
um hennar, er sjálfir vilja halda völdun-
um yfir henni í sínum höndum um allar
aldir?
Samkvæmt tilgangi þess stjórnskipulags,
sem vér nú höfum, er þjóðinni (og hverjum
einum að sínu leyti) með kosningaréttinum
veittur og viðurkendur sá mikli meðfæddi
réttur, að mega ráða yfir sér og sínu; ad mega
ráda því, — ekki aðeins hverjir af henn-
ar bestu mönnum skuli ráða og stjórna á
hverjum tíma,- því að það hefir venjulega
lítið gildi í reyndinni, heldur og líka því,
hvernig að þeir skuli ráða og stjórna,
sem er höfuðatriðið. Þar með er þjóðinni
fengið upp í hendurnar alt valdið yfir
sjálfri sér, úr höndum einvaldsherranna,
er til skamms tíma, — já, fyrir fáum ár-
um, þegar ég, sem þetta rita, var barn, —
réðu hér einir öllu. — Hvílík líka réttar-
bót upp í hendurnar lögð! — Og hvílík
líka synd og skömm, að forsmá hana og
vanrækja, sem óhjákvæmilega hlýtur að
leiða til hins mesta voða; og hefir þegar
leitt til allrar þeirrar pólitísku* spillingar
og svívirðinga, sem nú ógna flestum hugs-
andi mönnum, og sem er bein afleiðing
þess, að þjóðin hefir í blindu, óforsvaran-
legu trausti til valdabaráttumannanna, eins
og lagt sig flata sem hræ á víðavang, og
með því freistað — ekki að eins gráðug-
ustu varganna, — heldur og einnig jafn-
vel þeirra, er helst vildu gjarnan ekki
vamm sitt vita. — En það, að freista
valdhafanna, sýnir reynslan altaf og al-
staðar, að er meðal þeirra synda, sem
ekki verða fyrirgefnar; með því að
nógu breyskir reynast þeir venjulega án
þess.
Að þessu er svona varið, er auðvitað
hugsunar- og þroskaleysi almennings að
kenna að mjög miklu leyti, — og þó
verður að játa, að honum sé nokkur vork-
unn í því efni, því að hann er venjulega
háður sínum daglegu lífsbjargar-erfiðisstörf-
um allar stundir; og auk þess engin upp-
örfun til í landinu, til fylgis við nokkura
stjórnmálastefnu eða hugsjón utan valda-
baráttuflokkanna. En aðallega verður held
eg að tileinka þetta ástand stjórnmála-
mönnunum, og þá einkum valdhöfum vor-
um hin síðustu io—20 árin. Þeir hafa
bæði misnotað traust það, er þeir hafa
notið, með því, meðal annars að halda
valdinu, meira en holt og rétt var, í sín-
um höndum og frá þjóðinni, með því að
halda því i löglegu gildi, að »sannfæring«
þeirra (þjóðfulltrúanna), skuli alstaðar ráða
í stað vilja kjósendanna. Og svo hafa þeir
ráðið því svo að segja einir, hverjir í kjöri
hafa verið til valdanna þá og þá, og yfir-
leitt öllu fyrirkomulagi þar að lútandi. En
af þessu tvennu hefir eðlilega leitt það:
1. Að valdhafarnir hafa alls ekki talið sig
háða vilja kjósendanna á milli kosninga;
heldur aðeins sínum eigin vilja, sinni
»sannfæringu« samkv. 31. gr. Stjórnar-