Vor


Vor - 15.01.1925, Blaðsíða 3

Vor - 15.01.1925, Blaðsíða 3
V O R 3 ur þjóðinni, verði af henni tekin, og um leið þau ýfirráð hennar eigin mála, sem hún nú lítilsvirðir og vanrækir. Þegar svo er komið, munar það minstu, hvað sá flokkur heitir, eða hvernig hann er litur, — svartur, hvítur, rauður, gulur, eða hvað; eða hvort heldur að hann verður að hálfu, eða svo, útlendur, eða al-innlendur, er þá kemst til valdanna; — en sennilega verð- ur það fjárhagslega sterkasti stríðsflokkur- inn, — ef alt verður þá sem nú falt fyrir peninga. — En hitt munar mestu, að þá missir þjóðin sjálfstæði sitt í annað sinn fyrir handvömm, og þá, ef til vill, í síð- asta sinn. Hverjir vilja, að svo fari um framboðið þjóðveldi Islendinga? — — En það skal vel vanda, sem lengi á að standa. Gætið þess, að svo fari ekki um fram- tíð þessarar aumingja, örsmáu, íslensku þjóðar. Og gætið líka þess, að »Þegar hver andi er frjáls, þá er framtak í lýð; þá, en fyr ei, er bygt svo að standi«. Og munið, að fullveldi örfárra manna — út- lendra eða innlendra, — til þess að kúga fjöldann, er í eðli sínu alt annað en lýð- frelsi eða þjóðveldi eða þjóðræði, hversu falleg nöfn, sem reynt er að setja á það, til þess að friða fólkið, — því að: »Eng- inn verður frjáls, þótt fari feikna hring í tjóðurbandi«. Yarnaræfing. „Þd vaxa meiðir þar visir er nú, - svo verður, ef þjóðin er sjdlfri sér trú“. Stgr. Th. Nú eru liðin meira en 16 ár síðan hér var gerð tilraun til stofnunar þjóðmála- félags, er síðar (1911) réðst í útgáfu stjórn- málablaðs, ' með þeim einkennilega aðal- tilgangi, að hefja þjóðlífið og sér í. lagi stjórnmálalífið í landinu á siðlegra, æðra og fegurra stig, þar sem réttlætið ríki og allir nenni og þori að gera skyldu sína; og þar sem hagsmunakröfur einstakling- anna og flokkanna skyldu, — meðal ann- ars — að sjálfsögðu og án manngreinar- álits, ávalt víkja fyrir hagsmunum, rétti og heill heildarinnar, þegar um hennar almennu mál væri að ræða. Til að tryggja framkvæmd þessa, skyldi reynt að sam- eina alþýðufólkið í smáfélögum til sjós og sveita um alt land, til þess beinlínis alment að stunda reglulegar æfingar í með- ferð almennra mála, og jafnframt til að standa stöðugt og kostgæfilega á verði, gegn ásælni og yfirgangi og hverskonar spillingu, frá eiginhagsmuna- og sérréttinda- pólitík flokkanna og valdaspekúlantanna. Yörn sem skyldukvöð. Tilgangur þessarar hreyfingar var þann- ig að flestu leyti alveg nýr, og gagnstæður öllum algengum stjórnmálakröfum þeirra og þessara tíma. — Hann var ekki aðal- lega sá, að stofna nýjan stjórnmálaflokk, til þess, að berjast um völdin í landinu á þingræðisgrundvelli gegn hinum flokkun- um, til þess að spekúlera, eins og þeir, í hinum »sauðsvarta«, sem skynlausum at- kvæðafénaði, í von um feit embætti, hækk- uð laun, eða bitlinga að launum, þegar sigurinn væri unninn. Heldur var tilgang- urinn fyrst og fremst sá, — eins og hér að framan var á bent og hér áminst blað ber með sér, — að fá alþýðufólkið til þess, í almennu þjóðmálafélagi (sambands- félagi) í smádeildum um land alt, að sinna meðferð almennra mála á þjóðræðisgrund- velli, til varnar gegn eiginhagsmunagræðgi flokkanna, með viti og af þekkingu og sanngirni, svo sem lífsnauðsyn og þjóð- félagslegri skyldukvóð, — án launa og án vona um nokkura bitlirí^a, embætti eða völd að launum, hvaða menn eða flokkar sem með völdin færu á hverjum tíma. — Slíkar kröfur eru reyndar ekki móðins nú á þjóðmálasviðinu, að vinna mikið án launa eða vona um vegsauka eða völd, — og því er nú líka ástandið eins og það er. Allir ættu því að geta séð, að-það ástand getur tæplega læknast með því, að spilla því enn meira með fjölgun slíkra valda- stríðsflokka, er alt miða við eigin hag. —

x

Vor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vor
https://timarit.is/publication/1344

Tengja á þetta tölublað: 1. blað (15.01.1925)
https://timarit.is/issue/402416

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. blað (15.01.1925)

Aðgerðir: