Vor - 15.01.1925, Blaðsíða 5
V O R
5
en aðeins þó í orði víðast hvar, er því
réði fyrirtækinu að fullu, illu heilli. — En
þá stóð líka sérstaklega á hér að því leyti,
að þá var öll þjóðin svo að segja upp-
skift á milli hinna tveggja öflugu stjórn-
málaflokka, »Heimastjórnar« og »Sjálf-
stæðis«, og yfirleitt með þeim spenningi
og ofstæki á báðar hliðar, er blindaði
flesta fyrir þeirri staðreynd, er Fósturjörð-
in hélt fram, flestum á óvart, að báðir
þeir flokkar væru þá þegar vítaverðir fyrir
frammistöðu sína á valdasviðinu.
Síðan að blað þetta varð að hætta að
koma út, eru nú liðin meira en io við-
burðarík ár með þessari okkar fámennu
þjóð, er sennilega hafa opnað augun á
nokkuð mörgum, er þá sváfu. — Eða hvað?
— Nú fylgja j margir flokkunum í það
minsta með meiri varúð, viti og sanngirni
en þá, þrátt fyrir alt, og sjá því vonandi
ögn betur en áður, að jafnvel þeirra eigin
flokkum, er varlega treystandi til þess
sem rétt er, í alfrjálsu umboði; þó að enn
séu altof margir bundnir þeim eiginhags
munafjötrum viö flokkana, er flesta þeirra
blindar, svo;sem_;raun ber vitni um.
Svo var til ætlast, að kaupendum blaðs
þessa skyldij'gefinn’^kostur á, ekki aðeins
að kaupa það og lesa, eins og nú tíðk-
ast með öll blöð og rit hér sem víðar;
heldur og, að eignast útgáfurétt þess fyr-
ir jafnvel enga borgun, eí þeir vildu það,
til þess að tryggja það sem allra best, að
hin upphaflega' ’stefnaþess gæti aldrei
breyst, fyrir kviklyndi, ágirnd^ eða mat-
bjargarástæður ritstjóranna eður einstakra
manna (eða »klikka«', er teldu sig vera
eigendur; þess og^útgefendur, :hvað|sem í
boði væri. En það er hið öruggasta trygging-
aratriði,? til að útiloka^jmöguleikana fyrir
því, að góð blöð geti tekið hæsta^boð —
eða nokkurt boð, — í það að slaka til,
eða að breyta um stefnu, undir einhverju
þjóðheillayfirskyni, fyrir peninga í eigin
vasa, eða mútur í nokkurri mynd.
Aðeins að vilja.
Hér hefir nú — eftir io ára þögn —
verið gerð nokkur grein fyrir aðaltilgangi,
tilhögun og starfsmeðölum þessarar félags-
og blaðstofnunar-tilraunar, er hér var hafin
fyrir 13—16 árum, til verndar öryggi, rétti,
heill og sæmd þjóðfélagsins, og til varn-
ar gegn þeim voða, sem þá vofði yfir, og
altaf og eðlilega og alstaðar leiðir af bar-
áttunni um blint fylgi fjöldans við ein-
staka menn og flokka, til frjálsra og
ábyrgðarlausra valda. Það, að birta hér
það yfirlit, er gert til þess, að minning
þeirrar tilraunar, og þeirra hugsjóna, er
knúðu hana fram, skuli þó, ef unter, lifa,
— þrátt fyrir deyfð og skilningsleysi fólks-
ins og óvild og afbrýði hinna óhlutvöndu,
— til þess tíma, að almenningur skilur
gildi hennar til fulls,' og tekur hana fegins-
hendi til framkvæmda; í von um að svo
megi verða, áður en öflugasti valdaflokk-
urinn (eða fleiri þeirra sameinaðir), hafa
slegið eign sinni á landið og það fémætt,
sem hér verður þá til, og fólkið með, —
og með því fríað það við öll afskifti al-
mennra mála. — — En hve mörg ár
skyldi þurfa til þess, að lögleiða þau um-
skifti, eftir því sem nú horfir? — Reynið
að reikna það út, og hugsa um það, þér
alþýðumenn og konur (er álítið stjórnmál
yður óviðkomandi), áður en það er með
öllu um- seinan. Nú getið'þér gert það
sem gera þarf og gera ber, með því að
eins að vilja, þora og nenna að rétta
fram litla fingurinn, svo að segjá, yður og
öllumí j til £ sæmdar og heilla, — með
því t. d. að ganga í slíkt félag og kaupa
blað þess.’j—t En svo 'getur farið er tímar
líða, — trúið því, — að kosningarréttur-
inn,T er þér hafið nú haft aðeins fáa ára-
tugi, til skemtunar fyrir valdaherrana,
verði af yður tekinn, af þeirri gildu ástæðu,
að þér vilduð ekki notajyður hann nógu
alment, með vilja og manndómi, en létuð
í þess stað nota yður sem atkvæðafénað
eða sátuð heima, og vanræktuð með því
þann hinn dýra rétt með öllu.