Skagablaðið


Skagablaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 2
HRÆR I NGUR Spurning dagsins — Hefurðu trú á að Akurnesingar vinni ís- landsmeistaratitilinn og bikarkeppnina ann- að árið í röð? (spurt í Sementsverksmiðj- unni). Ásmundur Jónsson, lager- stjóri: — Ég held að það sé engin spurning um að Akra- nes vinnur aftur tvöfalt. Ólafur Guðbrandsson, lager- maður: — Já, ég er alveg sannfærður um að svo verður. Frímann Jónsson, vélvirkja- nemi: — Ég er sannfærður um það. Er þetta ekki einfalt mál? Böðvar Björnsson, vélvirki: — Mér sýnist allt benda til þess að svo fari. íslandsmótið er nú þegar unnið. Þessi mynd minnir okkur á að þráttfyrir drungann ogsúldina hafa af og til komið sólardagar í sumar. Úr bæjarlífinu Knattspyrnuáhugi hér á Akranesi er víst vafalítið einstæður. Ekki aðeins eiga Skagamenn á að skipa besta knattspyrnuliði landsins, heldur eru áhangendur liðsins þeir bestu á íslandi og jafnvel þó víðar væri leitað. Á meðal þeirra má nefna dyggan hóp manna, sem gengur undir nafninu „Vanir menn“ eða „Strákarnir í ræsinu.“ Hið síðarnefnda mun þó vera nafngift gárunganna. Starfsmenn Sementsvcrksmiðju ríkisins lögðu það á sig að mæta til vinnu kl. 7 á laugardagsmorgni fyrir tæpum hálfum mánuði til þess að vinnu væri lokið fyrir fyrirhugaðan leik Akraness og Víkings. Ekkert varð úr lciknum þrátt fyrir allt tilstandið, veðurguðirnir sáu fyrir því. Þótt máltækið: Morgun- stund gefur gull í mund sé enn í fullu gildi átti það ekki við þcnnan daginn. Krossgátan i 2 3 £ WKL 6 7 & 'ÆM Vm éim ? /O // /2. J|gp lHlt /3 jj /y /5 /é mm Skýringar við krossgátu Lárétt: l)Fnykur, 7)Sjóði, 8)Lélegur til vinnu, 9) Frumkvöðull í líkamsrækt, 1 l)Skriffæri, 13)Kunnur skúrkur úr sjónvarpi, 14)Kona, 16)Sárri. Lóðrétt: 2)Keyra, 3)Kvenselurinn, 4)Unaður (fleir- tala), 5)Nískupúki, 6)Pvag, 8)Slafra, 10)Handlegg, 12)Dvelja, 15)Einkennisstafir. Skákþraut Þessa staða kom upp í skák Svíanna Aksel Ornstein og Thomas Ernst fyrir nokkru. Ornstein, sem hafði svart, átti lcik. 39. -Re2+! 40. Dxe2- Dxcl+ og hvítur gafst upp. Verðlauna getraun 1) Hvaða ár varð Akrancs fyrst Islandsmeistari í knatt- spyrnu? 2) Hvenær fórst franska skip- ið „Pourquoi pas“? 3) Hvaða ár var fyrst farið á bíl yfir Holtavörðuheiði? 4) Hvaða ár var Akranes- kirkja reist? 5) Hversu margir voru íbúar á Akranesi fyrir 120 árum? Síðari hluti þessarar fyrstu verðlaunagetraunar Skaga- blaðsins birtist í næsta blaði. Verðlaun fyrir rétt svör eru 1.000 króna vöruúttekt. Varðandi 5. spurninguna er rétt að taka fram, að frávik má vera allt að 10 manns. Dagbókin Sjúkrahúsið: Heimsóknar- tími frá kl. 15.30 - 16.00 og svo aftur frá kl. 19.00 - 19.30. Síminn á sjúkrahúsinu er 2311. Símsvari fyrir bæjar- vakt er 2358 eftir lokun skipti- borðs. Apótekiö: Afgreiðslu- tími alla virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga frá kl. 10 - 13 og sunnudaga frá kl. 13 - 14. Slökkviliö: Síminn á slökkvi- stöðinni er 2222. Lögregla: Símar 1166, 2266, og 1977. Sjúkrabíll: Símar 1166, 2266, og 1977. Byggöasafnið: Sýningartími er frá kl. 11 -12 og 14 -17 alla virka daga frá maí og fram í ágúst. Frá september og fram í apríl er safnið opið gestum frá kl. 14 - 16 virka daga. Sundlaugin: Opið er virka daga frá kl. 7- 9.45,12-18.30 og 20-21.15. Á laugardögum frá 9 - 11.45 og 13.15 - 15.45 og á sunnudögum frá 9 - 11.45. Allir vilja leigja Dallas „Ég skal segja þér það alveg eins og er, að þetta hefur gengið miklu betur en ég bjóst við,“ sagði Gunnar Sigurðsson hjá Olís er blm. Skagablaðsins leit inn til hans í vikunni og innti hann eftir því hvernig útleiga á Dallas-þátt- unum gengi. „Auðvitað hefur það spilað inn í að fólk hefur verið mikið í sumarleyfum en mér sýnist þetta allt vera að fara í fullan gang.“ Því til staðfestingar má nefna, að á meðan blm. staldraði við komu eigi færri en fjórir til þess að biðja um 5. og nýjasta þáttinn. Að sögn Gunnars virðist það ekkert skipta máli þótt hver spóla kosti 100 kronur í leigu hjá Olís, en ekki enma 70-90 krónur á flestum myndbandaleigum. „Það er hreint ekki óalgengt að menn láti fylla á hj á sér og velj i sér spólu á meðan,“ sagði Gunnar og bætti við: „Og a.m.k. eina toppgrind hef ég selt út á þessar spólur.“ Hann útskýrði það ekki nánar. Myndbandaleigur hér í bænum hafa falast eftir því hjá Gunnari að fá Dallas-þættina til útleigu. Sótti hann um leyfi til höfuð- stöðva Olís í Reykjavík en þeirri beiðni var hafnað. Fólk verður því áfram að leigja spólurnar hjá Olís enda á félagið einkarétt á þeim. Sjálfur sagðist Gunnar hafa fengið sér myndbandstæki fyrir tveimur vikum og vígði tækið að sjálfsögðu með einum Dallas- þáttanna. Engum þarf að koma á óvart, að sá þáttur bar nafnið „Árshátíð olíukónganna.“ Freyr var sá heppni Freyr Reynisson heitir sá heppni í línuhappdrætti Knatt- spyrnuráðs Akraness. Þegar dregið var fyrir nokkru kom nafn hans upp. Hann fær 3 daga ferð með Akranesliðinu á síðari leik þess gegn belgísku meisturunum Beveren í verðlaun. Happdrætti þessu var hleypt af stokkunum til þess að fjármagna ferð Skagamanna á leikinn í Belg- íu að hluta. Gekk það ágætlega og sérstaklega reyndust brottflutt- ir Skagamenn þungir á metunum. Knattspyrnuráð er þegar komið með annað happdrætti í gang, skipahappdrætti. Verður dregið í því von bráðar. Smáauglýsing 20 fermetra bílskur til leigu nú þegar við Höfðabraut. Uppl. í síma 2970 eftir kl. 20 á kvöldin (Sveinbjörn). 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.