Skagablaðið


Skagablaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGA- SÍMINN ER 2261 ÁSKRIFTAR- SÍMINN ER 2261 „Höfum opiö á meö' an þaö veröur leyft Skagablaðið skoða skattskrána: Heilbrigðisstétt- irnar í sérflokki Alögo útsvör á Akranesi nema tæplega 67,9 millj. króna í ár. Sambærileg tala fvrir síöasta ár var 49,6 millj. og er hækkunin á milli ára tæp 37%. Aðstöðugjöld einstaklinga nema í ár tæpum 2,5 millj. en voru tæplega 1,4 millj. í fyrra. Hækkunin á milli ára tæp 80%. Þá hækkuðu aðstöðugjöld fyrirtækja um rúmlega 76%. Eru rétt tæpar 9 millj. í ár en voru rétt um 5 millj „Heldurðu að hann fari ekkert að stytta upp?“ í fyrra. Þegar gluggað er í skattskrána kemur í ljós, að af einstaklingum eru það menn úr heilbrigðisstétt- unum sem standa upp úr. Stefán Sigurkarlsson, lyfsali, er hæsti einstaklingurinn á Akranesi með rúmlega 942 þúsund krónur í gjöld. Guðrún Ásmundsdóttir (Verslun Einars Ólafssonar) kem- ur næst með 905 þúsund og skera þessir tveir aðilar sig nokkuð úr. I 3. sætinu kemur Þórður Þórð- arson, sérleyfishafi, með 625 þús- und og sfðan tveir læknar, Stefán J. Helgason með 612 þúsund og þá Guðjón Guðmundsson með 564 þúsund. Af fyrirtækjum ber HB & Co. af. Greiðir 3,75 milljónir í gjöld. Þorgeir & Ellert kemur næst með 2,19 milljónir króna og þá Sem- entsverksmiðja ríkisins með 1,73 milljón. Þess ber þó að gæta að SR greiðir landsútsvar, sem ekki er með í tölunni. Heimaskagi kemur í 4. sæti með 1,51 milljón og þá Sjúkrahús Akraness með 1,26 milljón. Einhver skaut því að blaðinu, að ekki sakaði að kanna skattana hjá þeim sem vinna á Skattstofu Vesturlandsumdæmis í leiðinni. Það var gert í snatri og þrjú dæmi tekin af handahófi. Sjálfur skatt- stjórinn greiðir rúmlega 167 þús- und, deildarstjóri á skrifstofunni greiðir tæpt 51 þúsund og skatt- endurskoðandi, sem við athuguð- um, greiðir 27 þúsund. Þegar útsvör þessa fólks eru skoðuð kemur í ljós, að það er hreint ekki svo arðbært að vinna hjá skatt- inum. Aðalbjörg og Ásgeir í Traðarbakka. Henson bygg- ir 770m2 hús — segja hjónin sem eiga verslunina T raðarbakka „Við keyptum búðina þann 1. maí og opnuðum hana 5. maí. Af hverju? Okkur hefur bara alltaf langað til þessa,“ sögðu þau hjón Ásgeir Ásgeirsson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir, sem reka verslunin Traðarbakka, er Skagablaðið rabbaði við þau. Með þjónustu sinni hafa hjónin, sem vinna í versluninni ásamt börnum sínum, brotið blað í þjónustu matvöruverslana við neytendur á Akranesi. Verslunin er opin frá 9-21 sex daga vikunnar, en lokað er á sunnudögum. 50mannsfáatvinnu viö fyrirtækið „Nei, mín áform hafa ekkert breyst að öðru leyti en því að ég hyggst reisa 770 fermetra grinda- hús undir starfsemina í stað þess að leigja húsnæði einsog ég hafði áður hugsað mér,“ sagði Halldór Einarsson, iðnrekandi, þekktari undir nafninu Henson, er Skaga- blaðið ræddi við hann í vikunni. Halldór tjáði Skagablaðinu ennfremur, að ef allar áætlanir stæðust myndi starfsemin hefjast einhvern tíma í nóvember eins og alltaf hefði staðið til. Húsið, sem Halldór hyggst reisa, verður við Esjubraut, nánast við hliðina á þeirri lóð, sem Olís hefur fengið úthlutað. Eins og fólki er e.t.v. kunnugt munu um 50 manns, aðallega. þó konur, fá vinnu við þetta nýja fyrirtæki og er hér því á ferðinni kærkomið og ferskt blóð í at- vinnulifið á Akranesi. „Þetta hefur bara gengið ágæt- lega,“ sögðu þau Ásgeir og Aðal- björg. „Við höfum fundið fyrir því að fólki líkar þetta framtak mjög vel og viðskiptavinirnir koma alls staðar að úr bænum.“ Þrátt fyrir fremur þröng húsa- kynni er vöruúrvalið í Traðar- bakka merkilega fjölbreytt. Þar er að finna helstu nýlenduvörur, auk mjólkurvara og frysts kjöts. „Við munum að sjálfsögðu hafa opið og versla á meðan okkur verður leyft það. Lögin um afgreiðslutíma verslana er út- runninn en Verslunarmannafélag Akraness hefur ekki fett fingur út í þetta hjá okkur, a.m.k. ekki ennþá. Fari svo að sett verði ný lög munum við sækja um undan- þágu. Við viljum veita þessa þjónustu og ætlum að hafa opið á sama tíma í vetur komi ekkert óvænt upp á,“ sagði Ásgeir Ás- geirsson í Traðarbakka. Auglýsendur athugið Næsta Skagablaðið kemur út föstudaginn 17. ágúst. Allra síð- asti möguleiki á að koma aug- lýsingum í blaðið er á þriðjudag. Síminn er 2261 (sjá nánar í blað- haus bls. 4 hvenær skrifstofan er opin) eða 1397. Einnig er tekið á móti áskrifendum í fyrrgreindum númerum. rŒM Gæftir hafa verið lélegar hjá Akranesbátum að undan- förnu. Togararnir voru reyndar allir úti um miðja viku og jafnvel von á ein- hverjum þeirra inn fyrir helgi. Skipaskagi landaði þann 31. júlí 93 tonnum og Óskar Magnússon var á ferð fjórum dögum áður með 138 tonn. Lítill afli hefur verið hjá trillunum og afli hjá snur- voðarbátunum hefur verið stopull. Komu þeir inn með 3-4 tonn hver. Nokkur glæta virtist þó vera hjá Ráninni, sem kom inn fyrir réttri viku með 22,6 tonn eftir stutta útivist. !h][ö][E[H][I][n][n]|T Dauft hefur verið yfir sjáv- arútveginum að undanförnu, bæði vegna vinnslustöðvunar og sumarleyfa. Algert stopp hefur t.d. verið hjá HB & Co. að undanförnu en vonandi að hjólin fari að snúast eðlilega innan skamms. Rán í Akraneshöfn.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.