Skagablaðið


Skagablaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 6
toppformi þegar það skiptir mestu máli.“ „Þá hætti ég að hlæja og fékk í magann“ — Skagablaðið ræðir við Hörð Helgason, þjálfara íslands- og bikarmeisf ara Akraness „Það má eiginlega segja, að Jón Gunnlaugsson eigi upphafið að þessu öllu saman,“ sagði Hörður Helgason, þjálfari íslands- og bikarmeistara Akra- ness í knattspyrnu, er Skagablaðið ræddi við hann í síðustu viku. „Hann þjálfaði á Húsavík sumarið 1982 og þeim líkaði mjög vel við hann. Jón gat hins vegar ekki komið því við að fara þangað sumarið eftir og benti þeim því á að tala við mig sem þeir og gerðu. Þegar það kom fyrst upp — og þá hélt ég að það væri meira í gamni en alvöru — að ég tæki að mér þjálfun Skagaliðsins var ég nánast búinn að ganga frá mínum málum við Völsunga. Eg var beðinn að hinkra um stund. Haraldur Sturlaugsson, formaður knattspyrnuráðs, hafði síðan samband við mig og þá gerði ég mér kannski fyrst grein fyrir því að full alvara var á ferðum. Þá hætti ég að hlæja og fékk í magann.“ Það cr óhætt að segja, að þessi óvæntu straumhvörf í lífi Harðar hafi reynst knatt- spyrnunni á Akranesi mikið gæfuspor. Hörður, sem hafði litla sem enga reynslu í þjálf- un áður en hann tók Akra- nesliðið að sér — hafði þjálf- að 5. flokk Fram eitt sumar er hann var 18 ára — fékk það erfiða verkefni að taka við liðinu af George Kirby. „Vissulega var ákveðinn beygur í manni en á fundi, sem haldinn var með leikmönn- um, fann ég að strákarnir stóðu vel að baki mér. Eftir það hafði ég ekki áhyggjur af því að þetta gengi ekki ágætlega. En þá gerði ég mér auðvitað aldrei hina minnstu grein fyrir því hvað ég átti í vændum,“ sagði Hörður. „Hinu verður hins veg- ar ekki neitað, að það er marg- falt erfiðara fyrir heimamenn að taka að sér þjálfun Iiðs en einhvern utanbæjarmann. Mað- ur býr hér og getur ekkert farið þótt illa gangi, getur ekkert lokað sig frá staðreyndunum.“ Við beindum umræðunum inn á viðburði sumarsins og ég spurði Hörð að því hvort hann hefði ekki orðið smeykur þegar Sigurður Jónsson meiddist áður en íslandsmótið hófst. Blóðugt „Nei, í sjálfu sér ekki. Auð- vitað var blóðugt að missa hann út áður en mótið hófst en við erum svo heppnir hér á Akra- nesi að við erum með kjarna 13-14 reynslumikilla leik- manna,esem erureiðubúnir að axla auknar byrðar. Þessi eigin- leiki hefur komið mjög vel í ljós einmitt í sumar.“ — Nú hefur gengi liðsins verið með ólíkindum að und- anförnu, 11 sigurleikir í röð. Eru menn ekkert orðnir hrædd- ir við að fyrr eða síðar komi tapleikur? „Það gefur auga leið, að eftir því sem við leikum fleiri leiki án taps styttist í það að við töpum leik. Ég veit ekk- ert hvenær sá leikur kann að koma en vona bara að það verði ekki á þessu keppnis- tímabili.“ — Fólk var ekkert allt of ánægt með leik liðsins framan af sumri, fannst þér liðið fá. ósanngjarna gagnrýni? „Já, að vissu marki. Fólk hér á Akranesi gerir gríðar- legar kröfur til knattspyrnu- manna sinna. Það er ekkert nema gott um það að segja, en það má ekki gerast að ósanngirnin nái yfirtökun- um. Fólk hér vill að Akranes sé númer eitt og við fundum það vel framan af sumri að almenningur sætti sig ekki við að við værum í 2. sætinu, rétt á eftir Keflavík." — Pið voruð reyndar ekki lengi að ná Keflvíkingum og nú virðist fátt geta stöðvað liðið enda hefur það komið í Ijós að Akranesliðið virðist vera að springa út, rétt eins og á sama tíma í fyrra. í hverju liggur þetta? „Þetta liggur einfaldlega í þeirri staðryend, að við för- um síðar af stað en Reykja- víkurliðin. Þau eru komin á fulla ferð strax um áramót en við ekki fyrr en um mánaða- mótin febrúar/mars. Leggj- um árherslu á það að vera í — Undirbjóstu liðið á ein- hvern annan máta fyrir þetta sumar en í fyrra, t.d. með tilliti til þess að þið unnuð tvöfalt í fyrra? „Nei, undirbúningurinn var sá sami svo gott sem. Hins vegar gerði ég mönnum það ljóst, að þetta yrði miklu erfið- ara núna en í fyrra. Nú væri öllum liðum það kappsmál að ieggja okkur að velli. Það hefur reyndar ekki tekist nema einu sinni en eftir þann leik, tapið gegn Keflavík, héldum við fund og ræddum málin. Það var aðeins farið á örla á því hjá strákunum að hlutirnir kæmu af sjálfu sér. Sá misskilningur var leiðréttur þarna og hefur ekki gert vart við sig síðan. Við áttum skilið að tapa þessum leik. Þótt þetta sé eini tapleikur sumarsins er ég þeirrar skoð- unar, að öll liðin í deildinni hafi náð sínum bestu leikjum í sumar gegn okkur. Það hefur einfaldlega ekki dugað til, við höfum verið betri.“ — Fólk telur ykkur almennt vera búna að tryggja ykkur íslandsmeistaratitilinn í ár. Ertu þeirrar skoðunar líka? „Nei, mikil ósköp. Við eig- um enn eftir sex leiki og Kefla- vík getur komist í 39 stig með því að vinna alla sína leiki. Ég Það vantar ekki svipbrigðin hjá þjálfara meistaranna, þar sem hann situr á varamannabekknum. . Leikjanámskeið Síðasta leikjanámskeið í Arnardal fyrir 7-10 ára börn hefst mánudaginn 13. ágúst kl. 9.30. Innritun í Arnardal, sími 2785. Útilífsnámskeið Æskulýðsnefnd áformar að standa fyrir útilífsnámskeiði dagana 20.-24. ágúst fyrir 11 og 12 ára börn. Þriggja daga útilega, sigling, videomyndagerð og margt fleira á dagskránni. Innritun á bæjarskrifstofunni. Þátttökugjald kr. 500 Æskulýðsnefnd Sjálflýsandi eyrnalokkar, nagla- lökk og hársprey í miklu úrvali Snyrtivöruverslunin Lindin Skólabraut 18, sími 2578 Hárskerinn Kirkjubraut 30 er umboðs- maður fyrir úrvals hártoppa frá Papilla Jón Hjartarson, sími 2175 6

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.