Skagablaðið


Skagablaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 3
Pór Magnússon (t.v.) og Heiðar Sveinsson fyrir framan nýja bi'linn. „Gemsinn “ er til vinstri. Björgunarsveitin Hjálpin fær nýjan farkost: „Vaxandi skilningur á starfi sveitarinnar“ ' m G.B. BUXUR OG JAKKAR í ÚRVALI Þann 27. júlí sl. kom til Akraness nýr björgunarsveitarbíll af gerðinni Benz Unimog árg. ’85. Það er Hjálpin, björgunarsveit Slysavarnarfélags íslands á Akranesi, sem á þennan bíl og leysir hann sex ára gamla bifreið af geröinni GMC af hólmi. Að sögn Þórs Magnússonar, formanns Hjálparinnar, er bíllinn einhver sá öflugasti sinnar gerðar með 6 cylindra dieselvél og 8 gíra kassa. Þá eru öll hjól „alsplittuð“ sem kallað er. Mjög hátt er undir lægsta punkt, 50 cm. „Helstu rökin fyrir kaupunum á þessum bíl eru einfaldlega þau, að GMC-inn, Gemsinn sem við höfum kallað svo, ér orðinn of gamall. Hann var að auki mjög dýr í rekstri, með 8 cylindra bensínvél og sjálfskiptur. Þá réði það nokkru unt ákvörðunina að hægt er að selja bíla sem þennan á frjálsunt ntarkaði eftir 5 ára notkun án þess að þurfa að endurgreiða niðurfellda toila og Ekki er allt gull sem glóir aðflutningsgjöld," sagði Þór. Það mikilvægasta sagði Þór þó vera, að miklu meira rými væri í nýja bílnum en þeim gamla. Hægt væri að koma 17 mönnum í þann nýja auk talsverðs búnaðar en aðeins var hægt að koma 12 í gamla bílinn. Þá var lítið rými eftir fyrir tækjabúnað. Hugmyndin er að hefjast handa við yfirbyggingu bílsins í septemberbyrjun og munu með- limir Hjálparinnar, sem eru alls 25 talsins, sjá um það verk. Bíllinn kostar 960 þúsund eins og hann kemur hingað á Akranes og hafa þá tollar og aðflutningsgjöld verið felld niður eins og títt er með björgunarsveitarbíla. Benz- umboðið, Ræsir hf., lét sitt ekki eftir liggja og gaf Hjálpinni eftir álagningu umboðsins, um 80.000 krónur. Fullfrágenginn er gert ráð fyrir að bíllinn kosti 1250 þúsund. „Við höfum fundið fyrir vax- andi skilningi á starfi björgunar- sveitarinnar á undanförnum ár- um,“ sagði Þór, sem gegnt hefur formennsku í Hjálpinni í hálft þriðja ár. „Við vonunrst auðvitað eftir því að bæjarbúar standi að baki okkur í þessum kaupum. Þörfin fyrir svona bíl hefur aldrci komið betur í ljós en tvo síðustu vetur.” ■VERZLUNIN ys SIIM3-200 SK0LABFmUT(91 AKRANÉSI Til sölu Hirtingur AK-113, 3.81. Skipti möguleg á minni bát. Uppl. í síma 2255 & 2289. Það er gömul saga og ný, að fólk býsnast yfir öllu því fjár- magni sem sagt er vera „dælt“ í knattspyrnuna hér á Akranesi. Skagablaðið vill þó benda á, að ekki er allt gull sem glóir í þeim efnum fremur en öðrum. I bikarieik Akraness og Þróttar fyrir hálfri annarri viku komu um 1150 manns. Aðgangseyrir af leiknum nam um 100 þúsund krónum. Þótt það kunni e.t.v. að hljóma ótrúlega fær Knatt- spyrnuráð aðeins fimmtung þeirr- ar upphæðar í sinn hlut. Hitt sést ekki meira. Þróttur fékk einnig 20 þúsund í sinn hlut og vallarleigan nam 17 þúsundum. Þá er ótalinn ýmiss annar kostnaður, s.s. kostn- aður við dómara, ferðakostnaður Þróttara, gjöld til KSÍ o.fl. o.fl. SIISDIIIIsMn]®!! Skagablaösvinur hafði samband: — Er ekki mögu- leiki á að forráðamenn Skallagríms, útgerðarfyrir- t|ekis Akraborgar, gerist svo vænir og banni reykingar í neðri sal skipsins. Ég fer oft á milli með Akraborginni og ekkert voðalega sjóhraust. Fer því alltaf niður í neðri salinn því veltingurinn er mun minni þar. Þrátt fyrir það verður það oft sjóveikin, sem nær undirtökunum því þarna niðri reykir fólk eins og strompar. Væri ekki mögu- leiki á að koma því þannig fyrir, að reykingafólk væri í efri salnum en þcir, sem ekki reyktu, niðri? Ennfremur langar mig til þess að vita hvort möguleiki sé á því að settar verði upp kojur yfir vetrartímann í neðri salnum. Ég sakna þess mjög, að ekki sé hægt að leggjast fyrir eins og hægt var í gömlu Akra- borginni. $ - Akraborgin á leið í höfn. Ferðamaður hafði sam- band við Skagablaðið: — Ég hef oftlega undrast mjög hversu fátækleg aðstaða er hér á Akranesi fyrir þá ferða- menn, sem vilja leggja leið sína hingað. Reyndar eru tjaldstæði uppi við golfskál- ann og einhver snyrtiaðstaða þar, en væri ekki hægt að hafa þetta tjaldstæði á öðrum stað en við endimörk bæjar- ins? Hvað um KFUM-lóðina við hringtorgið? Ég var fyrir nokkru á ferð á Norðurlandi og kom m.a. til Dalvíkur. Þar er að finna frábært tjaldstæði á besta stað í bænum. Þar er nóg af heitu og köldu vatni, bað- og þvottaaðstaða eins og best gerist auk þess sem umsjónarmaður er á svæð- inu. Það kostar 30 kr. að tjalda pr. tjald og síðan 40 kr. fyrir hvern þann sem er í tjaldinu. Maður borgar svona gjald með glöðu geði þcgar aðstaðan er jafn ágæt og raun ber vitni. Er ekki möguleiki á að Akranes, sem er meira en fjórum sinnum stærra bæjarfélag en Dalvík, taki á sig rögg og lagi að- stöðuna? Það hlýtur að vera ömurleg reynsla að þurfa að tjalda í næsta nágrenni við framliðna. Bravó fyrir Traðarbakka Húsmóðir skrifar: — Ég vildi bara koma á framfæri þakklæti til eigenda verslun- arinnar Traðarbakka fyrir það framtak, sem þau hafa sýnt með því að hafa opið alla daga nema sunnudaga frá 9-21. Þetta er þjónusta sem fólk kann að meta. Ég veit fjölmarga, sem eru afar ánægðir með þetta framtak. 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.