Skagablaðið


Skagablaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 10.08.1984, Blaðsíða 4
Skagablaðið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Árni Árnason Auglýsingar: Margrét Snorradóttir og Árni Árnason Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson. Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Skólabraut 12 (áður Studíóval) og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka daga frá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261. Sláið á þráðinn eða lítið inn. Fylgt úr hlaði Eftir nokkrar fæðingarhríðir, miklar vangaveltur og langan aðdraganda er fyrsta vikublaðið á Akranesi orðið staðreynd. Hver framtíð þess verður er að jöfnu undir aðstandendum blaðsins og ykkur, lesendur góðir, komið. Aðstandendur Skagablaðsins hafa sett sér það markmið að gefa út gott vikublað. Þeir eru þess jafnframt fullvissir, að standi þeir við sinn hluta munu bæjarbúar ekki láta sitt eftir liggja. Fjölbreytni Vafalítið tekur það sinn tíma að koma útgáfu Skagablaðsins í fastar skorður. Reynsla af útgáfu vikublaðs hér í bæ er ekki fyrir hendi. Hvernig til tekst með efnisöflun er því nokkuð óráðið en ætla má, að í jafnstóru bæjarfélagi og Akranesi ætti að vera nóg að gerast til þess að halda 8 síðna vikublaði við efnið. Að sjálfsögðu verður reynt að leita fanga sem víðast og ætti þetta 1. tölublað að gefa einhverja hugmynd um efnistök blaðsins, a.m.k. framan af. Óháð blað Eins og önnur fréttablöð á Akranesi undanfarin ár verður Skagablaðið óháð öllum stjórnmálaflokkum. Það þýðir þó ekki að blaðið hafi ekki sínar eigin skoðanir á hlutunum. Þá hafa aðstandendur Skaga- blaðsins boðið fulltrúum stjórnmálaflokkanna í bæjar- stjórn að rita greinar í blaðið með vissu millibili og er þess að vænta að fyrsta greinin í þessum flokki birtist að tveimur vikum liðnum. Allt efni frá lesendum er vel þegið svo og þarflegar ábendingar. Áskriftir Til þess að reyna að treysta rekstrargrundvöll blaðsins er áformað að selja Skagablaðið í áskrift frá og með 5. tbl., sem kemur út 7. september að öllu forfallalausu. Verður því gert öflugt átak til þess að safna áskrifendum að þessu nýja blaði í þessum mánuði og vonast aðstandendur þess að þessi nýbreytni mælist vel fyrir. Þar til áskriftarkerfinu verður komið á verður blaðið selt í lausasölu. Auglýsingar Þótt e.t.v. verði af nógu að taka hvað efni varðar lifir ekkert blað, hvorki Skagablaðið né önnur, af sölunni einni. Áskriftir munu vafalítið verða blaðinu mikil stoð ef vel tekst til en eftir sem áður verða auglýsingar helsta tekjulindin. Eins og glöggt má sjá hafa auglýsendur á Akranesi tekið þessu nýja blaði forkunnarvel og er það von Skagablaðsins að framhaldið verði af svipuðum toga. Sú skoðun, að auglýsingar borgi sig, á enda æ vaxandi fylgi að fagna. Til lesenda Það er ykkar, lesendur góðir, að kveða upp dóm um þetta blað. Að sjálfsögðu liggur það ljóst fyrir, að almenningur kaupir ekki blað, sem honum líkar ekki. Því viljum við fara þess á leit við ykkur, að þið hafið samband við okkur, annað hvort bréf- eða símleiðis, og látið í ykkur heyra hvort heldur ykkur þykir blaðið gott eða slæmt. Með samstilltu átaki Skagablaðsins og ykkar, lesendur góðir, er hægt að halda úti góðu og virku fréttablaði á Akranesi. pAKRANES - VESTURLAND--- SUMARÚTSALA á hljómplötum og kassetturn byrjar á mánudag. ALLAR VINSÆLUSTU HEIMILISTÖLVURNAR TölvunámskeiO 21. og 22. ágúst. ^ Upplýsingar í versluninni. Skólavörurnar streyma inn daglega. SKÓLARITVÉLAR OG REIKNITÖLVUR Munið fjölbreytt úrval af og vasabrotsbókum. KODAK OG FUJI FILMUR Framköllun á Kodak- og Agfapappír. nýjum tímaritum LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT BÓKASKEMMAN Stekkjarholti 8-10 — Sími: 2840 Við bjóðum þrjá ferðamöguleika: 3 dagar (heimferð fimmtudag 4. okt.) Aðeins kr. 9.900 5 dagar (heimferð laugardag 6. okt.) Aðeins kr. 11.850 1 vika (heimferð þriðjudag 9. okt.) Aðeins kr. 14.800 Evrópa verður full af fótbolta þessa daga bæði á völlunum og í sjónvarpinu! Samvinnuferdir - Landsýn Upplýsingar og farmiðapant anir eru í Versl. Óðinn, sími 1986. SKEUJUM 0KKUR MEÐ SKAGAMONNUM Nú fjölmenna allir stuöningsmenn hins frábæra ÍA-liðs og aðrir knattspyrnuáhugamenn á leik Skagamanna og Belgíumeistara Beveren í Evrópukeppninni í Belgíu. Með hressilegum stuðningi sam- stillts hóps frá íslandi er lið Akraness til alls liklegt i Ijónagryfjunni i Beveren, þar sem mörg stórlið hafa orðið heimamönnum að bráö. í ferðinni verður hörkugóð hópstemmning — allir verða saman á hóteli og allir fá miða í bestu sæti á sama stað á vellinum! Flogið er til Amsterdam þriðjudaginn 2. október og gist þar allar næturnar á Hótel Victoria, öndvegis hóteli á besta stað í borginni (öll herbergi með baði og litsjónvarpi). Auk þess er innifalin í verðinu rútuferð á leikinn ásamt stúkumiða, íslensk fararstjórn og ferðir til og frá flugvelli erlendis. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.