Skagablaðið - 14.09.1984, Qupperneq 3
Skagaleikflokkurinn á fulla ferð:
Æfingar eru hafnar
á gamanleikriti
Skagaleikflokkurinn hóf um
síðustu helgi æfingar á leikritinu
Indíánaleikur (Það þýtur í Sassa-
frastrjánum) eftir René de Obald-
ia. Hér er á ferðinni gamanleikur
í tveimur þáttum í þýðingu Sveins
Einarssonar og var fyrst sýndur
hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1967.
Þegar Skagablaðið brá sér á
æfingu hjá leikflokknum síðla á
mánudagskvöld var allt á fullu.
Reyndar voru aðeins þrír leikar-
anna að æfa rullur sínar en leik-
stjórinn, Guðrún Ásmundsdótt-
ir, fylgdist með af áhuga og skellti
upp úr af og til enda hið skondn-
asta gamanstykki á ferðinni.
Alls eru 9 hlutverk í þessu
leikriti en æfingar eru svo skammt
á veg komnar að ekki er búið að
ganga frá skipan þeirra að fullu.
Á æfingunni á mánudag voru þau
Mikil sigur-
hátíð á morgun
Mikil sigurhátíð verður haldin
hér í bænum á morgun, laugar-
dag, í tengslum við síðasta leik
íslands- og bikarmeistara Akra-
ness í 1. deildinni, gegn Breiða-
bliki á Jaðarsbökkum kl. 14.30.
íslandsbikarinn verður afhentur í
leikslok.
Strax kl. 11 í fyrramálið munu
leikmenn meistaraflokks leggja
blómsveig á leiði Guðmundar
Sveinbjörnssonar, fyrrum for-
manns ÍA. Kl. 12.30 mun Horna-
flokkur Kópavogs hefja leik sinn
á Akratorgi undir stjórn Björns
Guðjónssonar.
Áður en sjálfur leikurinn við
Breiðablik hefst kl. 14.30 munu
4. flokkur karla og meistaraflokk-
ur kvenna leika forleik en báðir
þessir flokkar urðu sem kunnugt
er íslandsmeistarar í sumar.
Hefst leikurinn kl. 13.00. Horna-
flokkurinn mun síðan blása í
lúðra frá kl. 14.
Eiginleg sigurhátíð verður svo
ekki fyrr en annað kvöld í íþrótta-
húsinu. Hefst hún kl. 20.30. Verð-
ur þar ýmislegt til gamans gert.
Verða þar hinir ýmsustu flokkar
á ferð, Vanir menn, 4. flokkur,
meistaraflokkur karla og kvenna-
flokkarnir að ógleymdum HLH-
flokknum — „flokknum sem fann
upp stuðið“. Poppflokkurinn
Einsdæmi mun síðan leika fyrir
dansi til kl. 2 um nóttina. Kynnir
á skemmtuninni verður Sigur-
steinn Hákonarson.
Verð á miðum á skemmtunina
í íþróttahúsinu verður kr. 150
fyrir 14 ára og eldri en 50 kr fyrir
10-14 ára. Þá verður efnt til
skyndihappdrættis á skemmtun-
inni. Kostar hver miði kr. 25 og
verður vinningurinn ferð til Amst-
erdam fyrir einn með meistara-
flokki þegar farið verður til Belg-
íu til að leika síðari leikinn gegn
Beveren.
Kristján Elís Jónasson í hlutverki
John-Emery Rockefeller, Gerð-
ur Rafnsdóttir í hlutverki Caro-
line og Guðjón Kristjánsson í
hlutverki William Butler á fullu
og ekki vantaði innlifunina.
Önnur hlutverk skipa eftirtald-
ir: Hallbera Jóhannesdóttir leik-
ur Pamelu (þó ekki í Dallas), Jón
Sigurður Þórðarson leikur Tom,
Hrönn Eggertsdóttir Miriam og
Kjartan Guðmundsson leikur
Carlos. Hlutverk Snarauga og
Fránauga eru enn óskipuð.
Að sögn þeirra Skagaflokks-
manna er ætlunin að frumsýna
þetta verk í lok október en þó eru
engar dagsetningar ákveðnar í
þeim efnum. Að vanda mun svo
Skagaleikflokkurinn taka til við
annað verk eftir áramótin.
Leikstjórinn, Guðrún Ásmunds-
dóttir.
Ætíarðu að haída veisíu?
Vantar þig snittur eða brauð-
tertur? Pantanir í síma 2979.
(Geymið auglýsinguna).
Ný tannlæknastofa
Hef opnað nýja tannlæknastofu
að Kirkjubraut 2, Akranesi.
Sími 93-2355
Ægir Rafn Ingólfsson
SÓLBREKKA
AKURSBRAUT 3
S. 2944
Við bjóðum upp á glæsilega aðstöðu. Breiðir
Ijósabekkir með 18 mín. perum, andlitsljósum og
góðri kælingu. Bjóðum ennfremur upp á heitan pott,
gufubað, trimmtæki og hvíldarhorn. Komið, slappið
afog sannfærist. Opið til kl. 23 mánudaga - föstudaga,
til kl. 20 á laugardögum.
3