Skagablaðið


Skagablaðið - 14.09.1984, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 14.09.1984, Blaðsíða 7
Fjördagur hjá íbúum Innri-Akranesshrepps: Kvæntir unnu þá ókvæntu að vanda Frá pokahlaupi giftra og ógiftra kvenna. Kvæntir sigruðu ókvænta (að vanda segja þeir sem komnir eru í hnapphelduna) á hinu árlega haustmóti íbúa Innri-Akraness- hrepps, sem fram fór fyrir tæpum þremur vikum. Að vanda var fjör hið mesta á þessum móti og auk knattspyrnu var þar keppt í boð- hlaupi bama og pokahlaupi á milli giftra og ógiftra kvenna. Kylfingar úr Leyni gerðu það gott í flokkakeppni Golfsam- bandsins, sem fram fór á Leim- velli um sl. helgi. AIIs tóku 12 lið þátt í mótinu, þar af A- og B-Iið frá GR, GS og GV, og höfnuðu Leynismenn í 7. sæti samanlagt. Sá árangur dugði ekki til þess að komast í 1. deild á næsta ári því aðeins 6 efstu komast í hana. A-sveit Golfklúbbs Reykjavk- ur bar sigur úr býtum á mótinu, Lesendur! Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta þá er síminn: 2261 Að sögn Antons Ottesens, odd- vita hreppsins, hefur mót þetta verið haldið allt frá 1960. Lengst- um var það aðeins knattspyrnu- leikur kvæntra og ókvæntra, sem upp á var boðið en á undan- förnum árum hefur meira fjör færst í leikinn enda hefur degi þessum verið gefið nafnið Fjör- dagur. Alls búa 132 í hreppnum lék á 889 höggum, B-sveitin frá þeim Grafarhyltingum kom næst með 905 högg, þá A-sveit Golf- klúbbs Suðurnesja með 917 högg, síðan A-sveit Golfklúbbs Vest- mannaeyja á 928 höggum, B-sveit GS á 930 og sveit Nesklúbbsins á 932 höggum. Leynismenn höfnuðu sem fyrr greindi í 7. sæti og léku á 942 höggum. Sannarlega mjög vel viðunandi árangur hjá okkar mönnum, sem ekki hafa verið með í þessari keppni í háa herr- ans tíð. Skutu kylfingar héðan af Skaga mönnum bæði frá Golf- klúbbnum Keili og Golfklúbbi Akureyrar ref fyrir rass. B-sveit Eyjamanna, svo og Golfklúbbur Grindavíkur og Borgarness urður einnig fyrir neðan Leynismenn. Borgnesingar léku á 1100 högg- um. Ómar Örn Ragnarsson lék best Leynismanna. Varð hann á með- al allra fremstu manna á 303 höggum samtals (76-76-77-74). Hannes Þorsteinsson lék á 319 höggum, Guðmundur Valdimars- son á 325 og Gunnar Júlíusson á og lætur nærri að rúmur helm- ingur þeirra hafi verið saman kominn í blíðviðrinu þegar Fjör- dagurinn fór fram. Var veðrið reyndar svo gott, að sumir sáu sér ófært að yfirgefa heyskapinn. Sem að framan greinir báru kvæntir sigurorð af ókvæntum í knattspyrnunni, 4:3. Var öllu færra um mörk nú en í fyrra þegar lokatölur urðu 8:7. Kvæntir hafa alltaf unnið en oft hefur verið mjótt á mununum. Þeir æfðu þó ekkert í ár til þess að gefa hinum aukið tækifæri — en allt kom fyrir ekki. Eftir að keppni lauk var efnt til kaffidrykkju og verðlaun afhent. Var glatt á hjalla eins og endra- nær þegar Innnesmenn koma sam- an. Sagði Anton menn ekki kippa sér upp við það eftir á þótt harðsperrur gerðu vart við sig og það í ríkum mæli — þetta væri aðeins einu sinni á ári og alltaf jafn gaman. 333. Árangur þriggja bestu taldi á hverjum 18 holum. Skagablaðið óskar Leynis- mönnum til hamingju með góðan árangur og nú er bara að vinna 2. deildina að ári! Eins og Skagablaðið hsfur skýrt frá tók Sementsverksmiðja ríkisins í notkun ný rykhreinsi- tæki fyrir nokkru. Tæki þessi, sem eru frá F.L. Smidt í Kaup- mannahöfn, eru mjög fullkomin af allri gerði og hreinsa rykið allt að 99,9%. Þessi nýju hreinsitæki eru af svonefndri rafsíugerð. Ábyrgjast framleiðendur að þau hreinsi ryk- ið allt niður að 150 mg í út- blásnum loftrúmmetra. Rafsíurn- ar vinna þannig, að upp er raðað samsíða rafskautaplötum og á rafskautin sett há spenna, um 70.000 volt. Við það myndast sterkt rafsvið á milli skautanna, sem veldur því að rykkornin festast við plöturnar. Með sér- stökum ásláttarbúnaði eru ryk- kornin hrist af plötunum niður í flutningsbúnað neðst í Ihreinsi- búnaðinum, sem flytur rykið út úr honum. í fréttatilkynningu frá SR segir, að búnaðurinn hafi reynst vel, þar sem fer saman ryk og vatnsgufa. SR mun eina verksmiðjan hér- lendis, sem notar þennan búnað. Þessi nýi hreinsibúnaður getur annað um 30% meiri afköstum en framleiðsla sementsofnsins nem- ur nú. Gömlu rykhreinsitækin, sem einnig eru frá sama fyrirtæki, eru enn fyrir hendi og höfð til vara. Má þá grípa til þeirra ef eitthvað fer úrskeiðis í hinum nýju. Gömlu tækin eru miðuð við að hreinsa allt niður í 500 mg ryks í rúmmetra. Nýi hreinsibúnaðurinn er afar fyrirferðarmikill. Er grunnflötur hans 15x7 metrar og hæðin 18 metrar. Heildarkostnaður við hann nemur 25 milljónum króna, framreiknað á núverandi verð- lagi. Nýja rykhreinsivirkið. Þriðja deildin í handboltanum: Fyrsti leikur* inn gegn Ögra Fyrsti leikur meistaraflokks karla í 3. deildinni í handbolta verður þann 13. október nk. og verður þá leikið gegn Ögra. Keppnin í 3. deild verður með dálítið öðru sniði nú en undanfarin ár. Þar sem þátt- tökuliðin eru nú 12 talsins var ákveðið að skipta þeim í 2 riðla. Akranes leikur í riðli með Aft- ureldingu, Reyni Sandgerði, Njarðvík ÍK og Ögra. Þá er þegar ljóst, að 4 „turn- eringar" í yngri flokknum fara fram á Akranesi í vetur — allar í nóvember. Senn styttist því óðum í að handknattleiksver- tíðin komist á fullt skrið. * H| Hart var barist ( knattspymunni. Okvœntir biðu enn lægri hlut. Kylfingar úr Leyni komu mjög á óvart - höfhuðu í 7. sæti og skutu Hafnfirðingum og Akureyringum ref fyrir rass MIKIÐ URVALBILA — ýmis kjör og skipti BÍLÁS, ÞJÓÐBRAUT 1, sími 2622 bilcS 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.