Skagablaðið


Skagablaðið - 14.09.1984, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 14.09.1984, Blaðsíða 5
Henson samdi við Þorgeir & Ellert Samningar voru í vikubyrjun undirritaður á milli Henson og Þorgeirs & Ellerts um byggingu verksmiðjuhúss fyrir Henson hér á Akranesi. Húsið verður 792 fermetrar að stærð og er gert ráð fyrir að fyrirtækið taki til starfa fljótlega eftir áramót „Ég lít þetta mjög björtum augum,“ sagði Halldór er Skagablaðið ræddi við hann í vikunni. „Húsnæðið á að vera afar vistlegt og þegar það er fullbúið er mér til efs að nokkur saumastofa á landinu geti stát- að að betri aðstöðu.“ Akraneskaupstaður Leikskóli — hlutastarf Hér með er auglýst eftir umsókn í hlutastarf í leik- skóla. Starfið felst í aðstoð við fatlað barn inni á deild. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni. Umsókn- arfresturertil21.sept. 1984. Félagsmálastjóri, Kirkjubraut 28 Sími1211 hverju öðruvísi“ — segir Ólafur Þór Gíslason, 18 ára „þúsundþjaiasmiður“ um þríhjólið Ólafur Þór Gíslason heitir 18 ára gamall Skagamaður, scm vak- ið hefur athygli fyrir að aka um á vægast sagt sérstæðu farartæki. Hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins hefur það hlotið nafnið bifhjól sam- kvæmt þeirra kokkabókum en Ólafur kýs að nefna það þríhjól enda segir sú nafngift allt um farkostinn. Skagablaðið hitti Ólaf Þór að máli í vikunni og rabbaði stuttlega við hann um þríhjólið. „Aðalástæðan fyrir því að ég fór út í þetta var sú að mig langaði til þess að aka um á einhverju öðruvísi en allir hinir,“ sagði Ólafur Þór. Hann fór því út í smíði þríhjólsins og notaði aftur- hluta Volkswagen-bifreiðar sem uppistöðu. Ekki dugði það eitt og keypti hann boddí ásamt fleiru frá Bandaríkjunum. Ekki reynd- ust þeir hlutir algerlega ókeypis því ofan á kaupverðið lagðist „aðeins“ 35% tollur. „Eg lagði mikla vinnu í að gera þetta sem best úr garði,“ sagði Ólafur Þór ennfremur og bætti því við að það hefði tekið hann hálft annað ár að ganga frá hjólinu. „Það fór allur minn frí- tími í þetta,“ sagði hann. Þótt aldrei komi hann til með að fá vinnuna við hjólið greidda nema að örlitlu leyti á hann a.m.k. til minningar tvenn verðlaun sem hann fékk á sýningum kvartmílu- klúbbsins í fyra og í ár. Þríhjólið er kraftmikið enda með 1600 VW-vél innanborðs. Það er leikur einn fyrir hann að láta hjólið prjóna en til þess að koma í veg fyrir slys með slíkum æfingum svo og til að koma í veg fyrir að skemma hjólið hefur hann komið fyrir sérstakri „prjón- grind“ á hjólinu. Ekki gekk það alveg átakalaust að fá skoðun á þennan sérstaka farkost. Sagði Ólafur Þór að ferðirnar í Bifreiðaeftirlit ríkisins í Reykjavík hefðu orðið nokkrar áður en yfirmenn þar lögðu bless- un sína yfir gripinn. „Þeir gátu ekki annað, ég fylgdi öllum reglu- gerðum til hins ítrasta," sagði hann. Ólafur sagðist nú vera að reyna að selja hjólið. „Maður þarf að fara að fá sér einhvern almenni- legan bíl fyrir veturinn.“ Hjólið er falt fyrir 180.000 krónur en ef vel ætti að vera þyrfti Ólafur að fá 3-400.000 krónur fyrir það. „Ég er alveg sannfærður um að það væri útilokað að smíða svona grip fyrir þessar 180.000 krónur nú,“ sagði hann. Er Skagablaðið spurði hann að því í lokin hvort hann væri alveg hættur slíkri tilraunastarfsemi sagði hann ekki aldeilis vera svo. Sig langaði mikið til þess að gera upp einhvern japanskan fólksbíl, setja í hann 8 cylindra vél og breyta honum eitthvað frekar. „Maður verður að vera öðruvísi,“ s^gði Ólafur Þór Gíslason. Hann hyggst síðan um áramótin fara til Reykjavíkur til vélstjóranáms. Það val kemur Skagablaðinu ekki á óvart í Ijósi tilraunastarfsemi hans. Húseigendur - húsbyggjendur! Qetum bætt við okkur verkefnum í raflögnum. Vönduð vinna Upplýsingar gefur b • oe ek Valgeir Runólfsson í símum 1159 og 1160 PORGEIR 6ELLERT HF. • • SKOLAVORUR í miklu úrvali BÓKASKEMMAN Stekkjarholti 8-10 — Sími: 2840

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.