Skagablaðið


Skagablaðið - 14.09.1984, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 14.09.1984, Blaðsíða 4
Séð inn í biðstofu hinnar nýju tannlœknastofu. A an lenn eru eh I IS eii lii" segir Ægir Rafn ingólfsson, tannlæknir Ægir Rafn Ingólfsson, tann- læknir, opnaði fyrir skemmstu tannlæknastofu að Kirkjubraut 2. Skagablaðið heimsótti hann fyrir nokkru á hinni nýju stofu, sem er öll hin glæsilegasta. Allar innrétt- ingar eru gerðar hér á Akranesi og öll vinna við hið nýja húsnæði var unnin af iðnaðarmönnum héðan. Ægir hóf störf sem tannlæknir hér á Akranesi fyrir um einu ári. Starfaði hann á stofu með þeim Ingjaldi Bogasyni og Lárusi Arn- ari Péturssyni. Hann ber Akur- nesingum sérdeilis vel söguna og sagði það hafa verið sér og konu sinni happ, að flytja á Höfða- brautina. Þar hefðu þau strax komist í kynni við „innfædda“. „Ég get ekki með nokkru móti sagt að Skagamenn séu seintekn- ir,“ sagði Ægir Rafn. „Auðvitað byggist þetta á því með hvaða hugarfari fólk flyst til bæjarins“. Ægir Rafn er Vestmannaeying- ur og sagði það reyndar hafa komið til tals að hann flytti til Eyja að loknu námi og hæfi þar störf. „Eftir að maður er búinn að vera uppi á landi í ákveðinn tíma vill maður geta notið þess að setjast upp í bíl og fara eitthvað án þess að þurfa að panta sér far með bílaferju með löngum fyrir- vara eins og t.d. þarf í Eyjum yfir sumartímann.“ Engilbert Guðmundsson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins: Emimswidaiigah mal og rekstur íþróttamannvirkja Nú í lok knattyspyrnutím; bils er ástæða til að óska knatt- spyrnufólki okkar til hamingju með frækilega sigugöngu í sum- ar Vonandi verður veturinn öðru íþróttafólki jafn „mildur“ og sumarið varð knattspyrnu- fólki bæjarins. Fyrirferð íþróttanna í bæjar- lífinu veldur því að þær eru mikið ræddar og oft umdeildar. Skorturinn á aðstöðu til íþrótta- iðkunar í öllum greinum veldur stundum ýfingum milli grein- anna. Því er mikil nauðsyn að vel og sanngjarnlega sé staðið að resktir og uppbyggingu þess- ara mála. Þung yfirstjórn og silkihúfukerfi ásamt óhag- kvæmum byggingum dregur fé og aðstöðu frá sjálfri íþrótta- iðkuninni. Ýmsar ákvarðanir á sviði íþróttamála undanfarið hafa verið heldur misheppnaðar. Fyrst má nefna að þegar íþrótta- ráð var sett á laggirnar æxlaðist þannig til, að þar völdust nær eingöngu til trúnaðar karlmenn tengdir knattspyrnu. Fyrir vikið verður maður var við að íþrótta- fólk margt í öðrum greinum ber ekki fullt traust til ráðsins. E.t.v. var þessi skipan hrein slysni, en þó verður að segjast að t.d. Sjálfstæðisflokkurinn með sína 2 fulltrúar hefði átt að geta tryggt meiri breidd úr sínum röðum. íþróttafulltrúi - án auglýsingar Skipulagsbreytingar þær sem gerðar hafa verið við íþrótta- mannvirkin orka einnig mjög tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Og það er svo sannarlega sérkennilega að málum staðið þegar sett er á stofn embætti íþróttafulltrúa, án þess að það sé auglýst laust til umsóknar. Ýmsum hæfum aðilum gafst þannig ekki tækifæri til að sækja um þetta starf, t.d. for- stöðumanni Bjarnalaugar, með langan og góðan feril að baki. Einnig útilokaði þessi aðferð alla íþróttakennara og starfs- menn íþróttamannvirkjanna frá að sækja um. Hvort eitt- hvert af þessu fólki hefði haft áhuga á að sækja um starfið veit ég ekki, enda skiptir það ekki máli. Það sem skiptir máli er sú meginregla, að fólki sé gefinn kostur á að sækja um störf en ekki ráðið án auglýsingar (sem minnir reyndar á ráðningu núv. bæjarstjóra). Ljóst er hinsvegar að breytingarnar hafa mælst mjög misjafnlega fyrir hjá starfsfólki íþróttamannvirkj- anna, og telur sumt af því sér freklega misboðið. Sundlaugar- harmleikurinn Fyrir sundáhugafólk hefur þróun sundlaugarmálsins verið hálfgerð harmsaga. Bjartsýni þeirra daga þegar Alþýðu- bandalagið og Dögun voru að reyna að kveikja í Skagamönn- um að velja sér laugarstæði er horfin. Bjartsýni dagsins, þegar bæjarstjórn ákvað að sundlaug skyldi verða afmælisgjöfin okk- ar allra á 40 ára afmæli bæjar- ins, hefur snúist upp í vonbrigði og biturleika, sem Sturlaugur Sturlaugsson túlkar vel í Skaga- blaðinu nýverið, er hann segir að bæjarstjórn sé vita áhuga- laus. Það er hárrétt að lítill áhugi hefur verið á málinu í bæjar- stjórn frá því 1982. Það ár nýttist ekki fjárveiting, sem dugað hefði fyrir plastlaug og bráðabirgðabúningshúsi, sakir drauma um „minnisvarða- laug“. Öllum fyrirspurnum um málið hefur síðan verið svarað með því að málið væri í vinnslu hér og vinnslu þar. Og það hefur verið hannað fyrir stórar upphæðir. Hver tillagan af ann- arri hefur verið dregin á blað, hannað út og suður, en ekkert byggt- Skriður á málið Skriður komst á málið um sinn þegar Í.A. fór fram á að mega byggja íþróttaskemmu * við íþróttahúsið, en var talið á að flytja sig inn á vallarsvæðið, með loforði um að þeim yrði séð þar fyrir búningsaðstöðu í tengslum við sundlaugina. Þeir Í.A. menn lögðu síðan fram hugmynd um fyrirkomulag bún- ingsklefa, íþróttahúss og sund- laugar á vallarsvæðinu, sem gerði ráð fyrir því að núverandi búningshús yrði nýtt og tengdist nýju íþróttahúsi og sundlaug. Sú tillaga hlaut góðan hljóm- grunn á fjölmörgum fundum um málið. En af einhverjum ástæðum, og byggt á hönnunarforsendum sem Verkfræði- og teiknistofan bjó til handa bæjarstjórn, hefur verið lögð fram teikning að fyrirkomulagi búningsklefa, sundlaugar og íþróttahúss, sem allir virðast hundóánægðir með — líka hönnuðir. Verði byggt eftir þeirri teikn- ingu mun sundlaugin í fyrsta lagi lenda langleiðina frammi við áhorfendapalla grasvallar- ins og þrengir allt of mikið að þeim. I öðru lagi verður bún- irigsklefahúsið óheyrilega dýrt. Hugmyndin er nefnilega sú að i Fyrirhugað stæði hinnar nýju sundlaugar fyrir ofan grasvðllinn á Jaðarsbökkum. fylla upp í flest op á gamla vallarhúsinu og brjóta ný við hliðina. Það á einnig að umsnúa búningsklefunum sem nú eru fyrir í húsinu. Síðan á að byggja húskassa mikinn þar utan á, með 8 sturtuklefum (í núver- andi vallarhúsi er einnig í íþróttahúsinu eru þeir tveir). Ofan á allt bætist síðan að reksturinn verður mannafla- frekari ef byggt er eftir þessari teikningu heldur en ef hug- mynd Í.A. væri notuð sem útgangspunktur. Óvinsæl gagnrýni Þessi gagnrýni á hönnunina hefur ekki verið mjög vinsæl, og ég og fleiri höfum fengið að heyra að þar segðum við meira en vit leyfði. Þess vegna hef ég nú haft fyrir því að þvælast með teikningarnar allar til verkfræð- ings og arkitekts í öðrum pláss- um og þar fengið fyrri hug- myndir um kost og löst beggja meginhugmynda (V.T. og Í.A.) staðfestar. Ég veit að meginhluti bæjar- stjórnar er hundóánægður með þá útfærslu sem fyrir liggur varðandi búningsklefa og sund- laug á vallarsvæðinu, en mun e.t.v. láta til leiðast að hefja framkvæmdir á þessum grund- velli af einskæru samviskubiti gagnvart sundfólkinu okkar. Ég hef verið þannig stemmdur til skamms tíma, en eftir því sem ég velti málinu betur fyrir mér á ég verra með að sætta mig við að taka þátt í vitleysunni. Þess vegna legg ég til að laugarkerið verði flutt á þann stað sem f.A. tillagan gerði ráð fyrir og hafnar verði fram- kvæmdir við það strax. Jafn- hliða á að útfæra þá grunn- hugmynd sem f.A. lagði fram þannig að hefja megi fram- kvæmdir við nauðsynlega bún- ingsklefaviðbót strax og frost fer úr jörð. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.