Skagablaðið - 14.09.1984, Síða 8
AUGLÝSINGA-
SÍMINN ER
2261
ÁSKRIFTAR-
SÍMINN ER
2261
Sólfari AK-77 leigður vestur á firði út október.
„Ræð ekki lengur
ferðinni í þessu“
— segir Þórftur Óskarsson, útgerðarmaður
Sólfari AK-77 hefur verið leigð-
ur vestur á firði til rækjuveiða til
loka október a.m.k. að sögn
Þórðar Oskarssonar, eiganda
skipsins. Þórður sagði Skagablað-
inu að þrír úr fímm manna áhöfn
hefðu farið vestur með skipinu.
„Ég ræð ekki lengur ferðinni í
þessu,“ sagði Þórður og var að
vonum þungt í honum hljóðið.
Sagði hann útgerðarmenn hafa
hamrað á vanda sjávarútvegsins
undanfarin 6 ár en árangurinn
væri sýnilega ekki mikill. Sagði
Þórður það hreinlega vera svo, að
fólk virtist ekki trúa því hversu
Útlánafœkkun á hvern íbúa á
milli áranna 1981 og 1982 kemur
fram á þessari mynd.
Starfsemi
bókasafnsins
árín 1981
og 1982:
illa sjávarútvegurinn væri stadd-
ur.
„Maður er hreinlega kominn
upp að vegg í þessum efnum. Það
eru engir peningar til og menn
prenta ekki peninga,“ sagði Þórð-
ur. Sagði hann sjávarútveginn
einfaldlega standa frammi fyrir
gálga.
Sá orðrómur hefur gengið hér í
bænum, að Þórður hygðist flytja
fyrirtæki sitt úr bænum og þá
jafnvel til Hafnarfjarðar. Hann
vildi ekkert um slíkt segja er
Skagablaðið ræddi við hann og
sagði ómögulegt að segja til um
hvort eða hvert hann kynni að
hrökklast.
Fækkun útlána um
34% á milli ára
-
Vinnslustöð Pórðar Óskarssonar. Þar er nú fátt um starfsfólk.
Dagvistun bama á Akranesi:
Biótíminn
18 mánuðir
Veröandi mæður og feður
þurfa greinilega að hugsa fram í
tímann vilja þau tryggja barni
sínu vist á barnaheimili eða leik-
skóla hér ■ bæ. Samkvæmt upp-
lýsingum Guðgeirs Ingvarssonar,
félagsmálafulltrúa Akranesbæj-
ar, er biðtími á barnaheimili 2-4
mánuðir en sjaldnast skemmri en
hálft annað ár á leikskólana.
Guðgeir tjáði Skagablaðinu að
ákveðin skilyrði þyrfti að uppfylla
til þess að foreldrar kæmu börn-
um sínum í gæslu. Frumskilyrðið
væri að viðkomandi foreldri væri
búsett á Akranesi. Annað skil-
yrði væri að barnið væri a.m.k. 15
mánaða gamalt. Þá hefðu ein-
stæðir foreldrar forgöngu gagn-
/art öðrum, skólafólk kæmi næst.
Sem dæmi um ásóknina í leik-
skólana má nefna, að um síðustu
áramót voru á milli 140 og 150
börn á biðlista og varla hefur
hann minnkað síðan.
Auglýsend-
ur athugið
Næsta Skagablað kemur út
þann 21. september að öllu for-
fallalausu. Auglýsendum er bent
á að koma auglýsingum til blaðs-
ins eigi síðar en á mánudagskvöld
(opið til miðnættis) vegna
breyttra vinnsluhátta blaðsins á
meðan verkfall bókagerðar-
manna stendur yfir. Auglýsinga-
síminn er 2261.
Bókaútlán á Akranesi drógust
verulega saman á milli áranna
1981 og 1982 samkvæmt nýút-
kominni ársskýrslu bókafulltrúa
ríkisins. Þar kemur fram, að útlán
pr. íbúa á Akranesi voru 14,66 á
árinu 1981 en ekki nema 9,69 á
árinu 1982. Ekki kemur það fram
í sjálfri skýrslunni hver skýring
þessa kann að vera, en álit Skaga-
blaðsins er að myndbandafárið
eigi vafalítið stærstan hlut að máli
í þessu tilviki.
Útlán á Akranesi voru tiltölu-
lega mjög svipuð árin 1979 til
1981. Arið 1979 voru þau 13,96
pr. íbúa, árið 1980 varð aukning
um 0,5 bindi og 1981 varð aukn-
ing um 0,2 bindi. Síðan snar-
fækkaði útlánum eins og að fram-
an greinir.
Samkvæmt skýrslu bókafull-
trúa ríkisins voru útlán pr. íbúa
flest á Siglufirði eða 21,60 árið
1982. Seltjarnarnes kom næst
með 19,50 eintök pr. íbúa, þá
Vestmannaeyjar með 17,07,
Sauðárkrókurmeð 16,77 ogBorg-
arnes 15,53. Af þeim 40 bóka-
söfnum, sem skýrslan nær yfir
(Reykjavík er ekki talin með) er
Akranes í 15. sæti með 9,69
bækur pr. íbúa.
Þegar skoðuð er tafla yfir
fjölda bóka á þessum 40 söfnum
pr. íbúa kemur í ljós að Akranes
er í 24. sæti í þeim efnum með 5
bækur. Svarar það til eþss að
safnið hér á Akranesi eigi um
17000 bindi bóka. Flestar bækur
eru hlutfallslega í bókasafninu á
Kópaskeri eða 51,4 bindi á hvern
íbúa. í öllum framangreindum
tölum er aðeins miðað við það,
sem nefnt er miðsöfn í skýrslunni.
Yf ir900eintök voru
seld í síðustu viku
Skagablaðið náði í síðustu
viku þeim áfanga, að í fyrsta
sinnn seldust yfir 900 eintök af
blaðinu. Er það óneitanlega
glæstarí árangur en aðstandend-
ur blaðsins gerðu sér vonir um í
upphafi.
Eftir hefðbundna byrjunar-
örðugleika og önnur bernsku-
brek hefur blaðið smám saman
verið að taka á sig mynd, sem
væntanlega verður andlit þess í
framtíðinni. Kappkostað hefur
verið að hafa efnið sem allra
fjölbreyttast og svo verður á-
fram.
Það er stefna Skagablaðsins
að upplýsa lesendur sína og þá
um leið auglýsendur hver sala
blaðsins er hverju sinni. Ágúst-
mánuður hefur nú verið endan-
lega gerður upp. Fyrsta tölu-
blað Skagablaðsins seldist í 846
eintökum, það næsta í 729, 3.
tölublað í 788 og það fjórða í
770 eintökum. Salan á 5. tölu-
blaðinu fór hins vegar fram úr
öllum vonum og sýnt er að hún
fer eitthvað yfir 900 eintök.