Skagablaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 29.03.1985, Blaðsíða 5
Fjárhagsáætlunaimaraþon ’85 - Frásögn af umræðum um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaiar 1985 á bæjarstjómarfundi á þríðjudag Eins og skýrt er frá á forsíðu var fundur bæjarstjórnar á þriðjudag óvenjulega langur sökum þess að þá var síðari umræða um fjárhagsáætlun bæjarins. Eftir á að hyggja var umræðan ótrúlega langdregin í Ijósi þess, að allir bæjarstjórnarfulltrúar höfðu ákveðið að greiða henni atkvæði sitt. Flestir eyddu stórum hluta máls síns í að fjalla um eitt og annað sem hefði verið æskilegt að hafa inni í áætluninni að þeirra mati um leið og fagnað var þeirri einingu sem náðist innan bæjarstjómar. Engilbert Guðmundsson (AB) hóf umræðuna og vék að því hve óhemjumikill tími hefði farið í gerð fjárhagsáætlunar í ár. Þakk- aði hann þau vinnubrögð en lét þess getið að þrátt fyrir allt og allt væri svigrúmið í áætluninni mjög lítið. Engilbert sagði raunhækk- un útsvara hafa verið litla undan- farin ár, kannski 25% frá 1983. Sagði hann ekkert mega út af bregða ef ekki ætti allt að fara í „steik“ svo notuð sé hans lýsing. „Það er ekki laust við að ég sé hræddur við þetta,“ sagði hann ennfremur og vitnaði þá til sam- ræmis á milli tekju- og gjaldaliða áætlunarinnar. Minnisvarði Engilbert vék einnig að því hversu fjármagnskostnaður bæj- Vinnuskólinn tekur 13 ára Ráðgert er að 13 ára unglingar fái í sumar aðgang að vinnuskóla bæjarins. Kom þetta fram á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Þar kom jafnframt fram, að rekstur skólans væri með miklum ágætum og hefði vakið athygli víða um land. í sumar væri gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður yrði 4,8 millj. en tekjur skólans yrðu 4,5 milljónir. Englandsför ÍA frestaó Ekkert varð úr því að meistaraflokkur ÍA í knatt- spyrnu héldi út til Sheffield í Englandi í vikunni eins og ráðgert hafði verið. Um síð- ustu helgi komu þau boð frá félaginu að sökum þess hve illa wtæði á, m.a. vegna fjölda frestaðra leikja, sæi það sér ekki fært að taka á móti Skagamönnum að sinni. arins væri mikill. Hann væri þó fremur minnisvarði um þá ófor- svaranlegu vaxtastefnu sem rekin hefði verið undanfarin ár en um „lántökubrjálæði bæjarsjóðs“ svo aftur sé vitnað í orð hans. Hvað varðaði gatnagerðar- gjöld sagði Engilbert þau vera lág hér miðað við víða annars staðar og kinnroðalaust væri hægt að hækka þau. Þá væri rétt að athuga gang mála í þeim efnum og reyna að miða að því að gjöldin standi undir gatnagerð við viðkomandi hús, ekki aðeins hluta þeirra. Þá vék Engilbert að rekstri Dvalarheimilisins Höfða og taldi það miður, að engin fjárveiting væri til uppbyggingar þess í ár. Með aukinni uppbyggingu væri e.t.v. hægt að draga úr þeim greiðslum bæjarsjóðs sem færu til þess að greiða hallarekstur heim- ilisins. Mötuneyti Fjölbrautaskól- ans varð Engilbert einnig tilefni til umræðu og harmaði hann mjög, að ekki væri kominn meiri skriður á það mál en raun bæri vitni. Þá væri framlag til dag- vistunarmála rýrt en vonandi yrði dagheimilinu við Skarðsbraut lok- ið að ári eins og sérstök bókun gæfi tilefni til að ætla. Ingibjörg Pálmadóttir (F) fagn- aði samhugnum í bæjarstjórn um fjárhagsáætlunina en taldi rétt að tíminn fram að gerð næstu áætl- unar yrði m.a. notaður til þess að fara ofan í kjölinn á rekstrar- liðum bæjarsjóðs. Vafalítið mætti spara eitthvað þar við nánari athugun þótt rekstur bæjarstofn- ana hefði verið með ágætum. Þá gerði Ingibjörg að umtalsefni hve lítt hefði miðað í dagvistunar- málum á yfirstandandi kjörtíma- bili. Ekkert rými hefði bæst við en jákvætt væri ef tækist að ljúka Skarðsbrautarheimilinu fyrir lok tímabilsins. Að öðru leyti kvaðst hún ekki vilja fara of náið ofan í áætlunina, þar sem Engilbert hefði drepið á svo mörg atriði hennar, sem hún hefði ella gert. Botnlangar Málflutningur Harðar Pálsson- ar (S) var svipaður Ingibjargar og þeirra, sem á eftir komu, m.a. vegna yfirgrips ræðu Engilberts, sem stóð í hálfa klukkustund. Hörður kvað þetta í fyrsta sinn í mörg ár, sem samkomulag og einhugur næðist í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun en vék síðan máli sínu að gatnaframkvæmdum. Minntist hann á botnlangana við Garðabraut, sem enn hefði ekki tekist að leggja bundnu slitlagi þrátt fyrir fögur fyrirheit mörg undanfarin ár. Aldarfjórðungur væri nú liðinn frá því elstu húsin við þá hefðu verið byggð og væri ástand botnlanganna bænum til vansæmdar. í ár væru botnlang- arnir ekki einu sinni með í áætl- uninni að þeim efsta undanskild- um en lagning slitlags á hann mætti tengja ákveðnu fjölbýlis- húsi sem stæði þar. Hörður tók undir ummæli Engilberts um gatnagerðargjöld og sagðist hon- um „hjartanlega sammála." Þá sagðist Hörður telja það afar mikilvægt að komið yrði upp hringtorgi á gatnamótum Still- holts / Kalmansbrautar / Kirkju- brautar. Þarna hefðu orðið al- varleg slys þrátt fyrir víðsýni og því nauðsynlegt að gera eitthvað í málinu. Valdimar Indriðason (S) taldi einhuginn við samþykkt fjárhags- áætlunarinnar vera til sóma fyrir bæinn. Sagðist hann fagna því og sagði að sér sýndist áætlunin vel gerð við fyrstu sýn þótt e.t.v. mætti eitt og annað að henni finna eins og alltaf. Holræsi Steinunn Sigurðardóttir (F) kvaðst sakná þess að sjá ekki fjárveitingu til hönnunar 2. áfanga Höfða á áætluninni því hún væri þegar komin af stað. Þá vakti hún máls á ástandi holræsa, og sagði það hafa verið eitt helsta málið hjá öllum flokkum fyrir síðustu kosningar að færa holræsi út fyrir stórstraumsfjöruborð en ekkert hefði gerst. Loks pundaði hún því á þá Engilbert og Hörð hvers vegna þeir hefðu ekkert gert í gatnagerðargjöldunum þeg- ar þeir voru saman í meirihluta bæjarstjórnar, jafn innilega sam- mála og þeir væru nú í þessu efni. Jón Sveinsson (F) tók síðan til máls og vakti m.a. athygli á mismunandi tekjum bæjarfélaga og er vísað til fréttar á baksíðu í þessu efni. Guðmundur Vésteinsson (A) taldi nauðsynlegt að skoða þessi mál mjög alvarlega og vísaði þá til upplýsinga Jóns um tekjur sveit- arfélaga af þegnum sínum. Minnti Guðmundur á aukaúthlut- un Jöfnunarsjóðs á síðasta ári í framhaldi af því. Lausar stöður við vinnuskólann Æskulýðsnefnd óskar að ráða í eftir- taldar stöður: 4 stöður við sumarnámskeið, 17 stöður flokksstjóra við vinnuskólann, 1 staða yfirflokksstjóra við vinnu- skólann. Ráðið er í stöðurnar frá enduðum maí til ágústloka. Leitað er eftir duglegum og áhugasömum aðilum með hæfileika til stjórnunar. Aldurs- lágmark er 18 ár. Allar nánari upp- lýsingar ásamt umsóknareyðublöð- um fást hjá Æskulýðsfulltrúa í Arnar- dal. Umsóknum skal skila þangað í síðasta lagi 12. apríl 1985. Æskulýðsnefnd ý}&__ sRmymHH SÖLUBOÐ tiittumst í kaupféiaginu Kaupfélag Borgfirðinga Kirkjubraut 11 - Akranesi - Sími 2280 Breyttar ferðir Akraborgar í apríl verða kvöldferðir á sunnudögum. Frá Akranesi kl. 20.30. Frá Reykjavík kl. 22.00. Afgreiðsla Akraborgar 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.