Skagablaðið


Skagablaðið - 08.05.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 08.05.1985, Blaðsíða 3
Minkabaninn Trítla í ham Nú þegar farfuglarnir eru að koma og staðfuglinn að hefja varp sitt fer hagur minksins að vænkast. Mikill hluti þess sem hann lætur í sig á þessum árstíma eru egg og ungar ásamt ýmsum fuglum. Ekki fúlsar hann heldur við silungi ef hann á kost á að ná í hann en minkurinn er feikilega duglegur á sundi og kafar mjög vel. Ekki étur minkurinn nándar nærri allt sem hann drepur, það sést best þegar hann kemst í hænsnahús og og drepur tugi fugla á skömmum tíma. Það sama gerist úti í náttúrunni þegar af nógu er að taka þótt fólk verði eðlilega síður vart við vegsum- merkin þar. Áhrifaríkasta ráðið til þess að halda þessum vargi í skefjum er að vera með hunda þjálfaða til minkaveiða því lyktin af mink finnur góður og vel þjálfaður hundur jafnvel í hundrað metra fjarlægð. Nú fyrir skömmu var tíðinda- maður blaðsins á ferð í Innsta- Vogs nesinu ásamt minkabanan- um Trítlu og fann tíkin þar mink. Eftir dálítinn slag í réttarbroti, sem er í nesinu, ætlaði minkurin að hlaupa í sjóinn er tíkin tók eftir honum í tíma og stöðvaði hann áður en hann náði til sjávar. í fjörunni náði tíkin taki á minksa og eftir örskamma stund var hún búin að hrista úr honum líftóruna. Þegar því var lokið „tannaði" hún minkinn frá haus og aftur á rófu og muldi í honum hvert bein. Meðfylgjandi mynd var tekin af Trítlu og minkinum í fjöruborðinu. Auglýsið í Skagablaðinu AKRANESKAUPSTAÐUR íbúð óskast 2ja til 4ra herbergja íbúð óskast til leigu við fyrsta tækifæri. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 1211 á skrifstofutíma. FÉLAGSMÁLASTJÓRI KIRKJUBRAUT 28 Teiknistofa á Akranesi Ég hef opnað teiknistofu og tek að mér aila almenna arkitektavinnu svo og gerð grafískra auglýsinga. Magnús H. Ólafsson arkitekt F.A.Í. Teiknistofa - Skólabraut 21 - Akranesi Sími 93-2210________ Leituðu að týndum manni Meðlimir úr Björgunarsveitinni Hjálpinni fóru í síðustu viku inn í Hvalfjörð og leituðu þar ásamt öðrum án árangurs að manni, sem talinn er geta hafa týnst innarlega í firðinum. Umræddur maður hefur verið týndur í hartnær mánuð og ekkert til hans spurst. Að sögn Sigurðar Vésteinssonar hjá Hjálpinni bar leitin ekki árangur sem fyrr sagði en ákveðið var að íeita aftur við fyrstu hentugleika. Leitað var á sjó en allt kom fyrir ekki. Alls munu um 100 manns hafa verið við leit í Hvalfirði undir og um helgina. Leitarmenn dreifa sér um svœðið. Til sölu CHINON 8mm kvikmyndatökuvél, sýningartjald og sýningarvél. Allt vel með farið. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 2535, eftir kl. 15 alla daga. FráSkagaverihf. Rýmingarsala á regn- og skjól- fatnaði á alla fjölskylduna. Vörukynning Vörukynning frá Grænmetis- verslun landbúnaðarins á föstudag frá kl. 14-19. SKAGd ■ ’i l :■ VÖRUMARKAÐUR ####### MI06ÆR3 S 1775-1776 GARÐAGRUND S 1030 & Jazzað á Bárunni annað kvöld. fimmtudagskvöld. Guðmundur Ingólfsson og félagar leika af fingrum fram. 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.