Skagablaðið


Skagablaðið - 08.05.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 08.05.1985, Blaðsíða 12
AUGLYSINGA- SÍMINN ER 2261 Skaga ASKRIFTAR- SÍMINN ER 2261 Enginn send- ir þetta árið - Skagamenn verða því að sætta sig við áfram að ná rás 2 illa eða ekki Ljóst er nú að engar úrbætur verða gerðar á slæmum hlustunar- skilyrðum rásar 2 hér á Akranesi a.m.k. ekki þetta árið. Að sögn Haraldar Sigurðssonar á tækni- deiid Pósts og síma í Reykjavík ganga þau svæði fyrir með úrbæt- ur, þar sem rás 2 næst alls ekki. Lítið mun á skorta að ástandið sé þannig hér. Fyrirspurn Skagablaðsins til Pósts og síma kom í framhaldi af frétt í Víkurblaðinu á Húsavík, þar sem greint var frá uppsetningu sérstaks sendis fyrir íbúa bæjarins vegna lélegra hlustunarskilyrða. f ljósi ástandsins hér þótti okkur eðlilegt að bera fram fyrirspurn. Kostnaður við sendi af því tagi, sem hér um ræðir er nokkuð Þórir skóla- meistari FA Þórir Ólafsson, sem hefur verið settur skólameistari Fjölbrauta- skólans á Akranesi, var á föstudag skipaður í það embætti af menntamálaráðherra, Ragnhildi Helgadóttur. Lengstum stóð slagurinn á milli hans og Hauks Ágústssonar en Þórir hreppti hnossið að endingu. Ríkir mikil ánægja með ráðningu hans á meðal nemenda skólans. Sjá viðtal við Þóri á bls. 9. misjafn, allt frá 500.000 krónum upp í heila milljón. Sú upphæð getur svo hækkað verulega ef þörf er á möstrum eða byggingum af einhverju tagi undir tækin. Aðeins 7 árekstrar í aprflmánuði Árekstrs ár en hvorl sama mán kvæðu þró menningu ekki. Að sögr lögregluþií maí i fyrra mánuði kv ir í aprfl voru aðeins 7 í d fleiri né færri en 13 í uði í fyrra. Hinni já- mn í bættri uinferðar- bæjarins linnir því i Svans Geirdals, yfir- ins, urðu árekstrar í 25 talsins en í þessum ast hann aðeins minn- ast eins í Með sama til að fimi rynni upp, færri en í li fyrra. Það versnandí ] iða tveggja áfekstra. áframhaidi væru líkur nti mánuðurinn í röð þar sem árekstrar yrðu iliðstæðum mánuðum í þætti vafálitið gott í áeimi. „Dagar hestsins á Akranesi" „Dagar hestsins á Akranesi" hét merkileg sýning sem Hestamannafélagið Dreyri efndi til á laugardag og sunnudag. Þótti sýningin takast afar vel báða dagana en áhorfendur hefðu þó gjarnan mátt vera fleiri. Þessi frábæra mynd Árna ljósmyndara sýnir knapa og hest samstillta í fallegum tilþrifum. Sjá nánar á bls. 9. „Eyja“ rís úr hafi undan efnisgeymslu SR - ekki hefðbundið landris hekfur uppsafnaður úrgangur úr verksmiðjunni Land er tekið að rísa úr sjó í næsta nágrenni við Akranes, nán- ar tiltekið rúmlega 50 metra und- an efnisgeymslu Sementsverk- „Dimmitterað“ í Fjölbrautinni Þá er stormasamur vetur senn á enda hjá Fjölbrautaskólanemunum sem og öðrum skólanemum þessa lands. Þeir, sem útskrifast í vor, gerðu sér glaðan dag nú fyrir helgina er þeir „dimmitteruðu“ eins og gjarnan er sagt. Voru nemendur fangalega klæddir svo ekki sé meira sagt. Prófin hefjast senn og Skagablaðið óskar öllum velgengni í amstrinu sem fyrir liggur. smiðjunnar. Þetta er ekki landris með hefðbundnum hætti heldur er hér á ferðinni uppsafnaður úrgangur úr Sementsverksmiðj- unni. Er nú svo komið að úr- gangurinn, sem sérfræðingar töldu svo eðlisléttan að hann gæti ekki safnast saman í hrauka, hefur myndað Iítið en hart leir- sker, sem gægist upp úr sjónum þegar útfall er hvað mest. Þessa sama skers varð vart á svipuðum tíma í fyrra og var þá m.a. farið út að því á báti og tekið úr því sýnishorn, sem sést hér ineð greininni. Þrátt fyrir áhyggj- ur margra, m.a. hafnarnefndar, hefur úrgangnum sífellt verið dælt í sjó fram en um 9-11 tonn er að ræða á degi hverjum. Skagablaðiðinu er kunnugt um að hin fínkornaði úrgangur olli erfiðleikum við hreinsun grá- sleppuhrogna í fyrra er síur stífl- uðust hvað eftir annað. Þegar að var gáð hvað ylli reyndist um- ræddur úrgangur 37% alls þess efnis, sem safnaðist í síurnar. Ekki tókst að ná tali af Guð- mundi Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra SR, áður en blaðið fór í prentun. „Eyjan“ gcegist upp úr hafinu. Innfelda myndin sýnir brot úr henni.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.