Skagablaðið


Skagablaðið - 08.05.1985, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 08.05.1985, Blaðsíða 10
Bjarni Sigurðsson réði ekki við þetta skotfrá Bent. Leikur ÍA og Fram um nafn- bótina „meistarar meistaranna" hefur verið færður fram til föstudagskvölds en átti upphaf- lega að vera á laugardag. Leikurinn fer fram í Kópavogi. B-lið meistaraflokks gerði það gott í viðureign sinni við drengjalandsliðið í knattspyrnu skoraði 2 mörk, Ásta Bene- diktsdóttir og Karitas Jónsdótt- ir eitt mark hvor. Fjórir Skagamenn eru í lands- liðshópnum sem fer með drengjalandsliðinu til Ung- verjalands á næstunni. Það eru þeir Alexander Högnason, Örn Gunnarsson, Bjarki Jóhannes- son og Sveinbjörn Allansson. Mikil gróska hefur verið í ung- lingastarfinu hjá ÍA á liðnum árum og það er nú liðin tíð að Skagamenn sitji hjá þegar valið er í yngri landsliðin í knatt- spyrnu. Það verður dýrara að fara á völlinn í sumar en í fyrra. Ákveðið hefur verið að hækka verð á fullorðinsmiðum úr kr. 100 í 150, eða um heil 50%. Þykir mörgum þetta ansi mikil hækkun þótt allir viti að sffellt erfiðara er að halda rekstri knattspyrnufélaganna gang- andi. Bjami heillar Norðmenn upp úr skónum —Fær frábæra dóma fyrir síöustu leiki sína með Brann Alexander Högnason. um helgina. Reyndar tapaðist leikurinn en naumt var það, 2:3. Stefán Viðarsson og Aðal- steinn Víglundssön skoruðu mörk ÍA. Stelpumar í meistaraflokki gefa strákunum ekkert eftir og unnu um helgina enn einn stór- sigurinn í Litlu-bikarkeppninni. Að þessu sinni voru fómar- lömbin stelpurnar úr Stjöm- unni. Lokatölur urður 4:1 fyrír IA. Guðríður Guðmundsdóttir Ávellinum Það verður rólegt á vellin- um næstu vikuna og reyndar eru ekki nema tveir leikir á dagskrá og báðir eru þeir á laugardag. Fyrst mætast ÍA og Breiðablik í meistara- flokki kvenna í Litlu-bikar- keppninni og eftir það leiða sömu félög saman hesta sína í 4. flokki í Faxaflóamótinu. Yngri flokkar Skagamanna gerðu góða ferð til Garðabæjar um fyrri helgi og unnu 3 leiki af þeim fjórum, sem þeir léku þar. 6. flokkurinn vann 8:0, 5. flokk- ur vann sömuleiðis stórsigur 7:1, en4. flokkurinn tapaði0:3. Þau úrslit voru nokkur von- brigði og menn hrista óneitan- Bjami Sigurðsson, hinn frá- bærí markvörður okkar Skagamanna undanfarin ár, hefur heldur betur slegið í gegn í Noregi undanfarnar vikur. I tveimur slðustu leikjum Brann hefur hann almennt verið álit- inn besti maður valiarins og varíð stórkostlega í markinu. Norskir fréttamenn era á einu máli um að allt annað sé nú að sjá til varnarleiksins hjá Brann en eftir að Bjami gekk til liðs við félagið en varnarleikurinn var lengstum höfuðverkur Bergen-liðsins. „Eiginlega er ég aldrei ánægður ef mér tekst ekki að halda markinu hreinu,“ sagði Bjami í viðtali við VG, Verdens Gang, stærsta blað Noregs fyrir nokkrum vikum. Blaðið ræddi þá við hann eftir 0:1 tapleik Brann gegn Bryne. „En ég réði ekkert við skotið sem þeir skor- uðu markið sitt úr,“ bætti hann við. Umrætt mark er í uppsigl- lega höfuðið yfir skrykkjóttum gangi 4. flokks í vor. 3. flokkur- inn vann svo 4:2. Ekki ætti að þurfa að taka það fram, að andstæðingamir voru Stjaman. Leikirnir voru liður í Faxaflóla- mótinu svonefnda. Um síðustu helgi mættu yngri flokkarnir svo ÍK í sama móti. ingu á myndinni hér að ofan. VG spurði Bjarna í framhaldi af þessu hvers vegna hann hefði lagt land undir fót og gengið til liðs við Brann. „Já, ég var búinn að vinna allt sem ég gat unnið með Akranes- liðinu, bæði deild og bikar undanfarin tvö ár. Mig langaði til þess að víkka sjóndeildar- hringinn enn frekar, og taldi mig ekki geta gert það á Islandi. Áleit að ég yrði að leita út fyrir landsteinana. Ég var spenntast- ur fyrir því að leika á Norður- löndunum og sé alls ekki eftir því að hafa gerst leikmaður hjá Sjötti flokkurinn vann 1:0 með marki Stefáns Þórðarsonar. Strákarnir í 5. flokki unnu stórsigur, 5:0, og þar skoraði Arnar Gunnlaugsson 4 mörk. Ingimundur Barðason það fimmta. í 4. flokki vannsteinnig sigur, 2:0. Sveinbjörn Einars- son skoraði annað markið. Brann.“ Blaðið rekur síðan feril Bjarna í stuttu máli og segir hann hafa hafið ferilinn í Kefla- vík en síðan hafi leiðin legið til Akraness, þar sem hann hafi staðið sig frábærlega. Val hans í landsliðið hafi því verið eðlilegt framhald af frammistöðu hans á Akranesi. Hann hafi leikið sinn fyrsta landsleik tvítugur að aldri en það hafi svo ekki verið fyrr en á síðasta ári að hann hafi slegið í gegn fyrir alvöm. Bjarni hafi verið sjálfvalinn í landsliðið síðasta haust og leikið alla leikina þrjá með íslenska lands- Iiðinu í undankeppni HM gegn Wales og Skotlandi. „Bjarni á eftir að reynast okkur ómetanlegur," sagði þjálfari Brann, Endre Blind- heim, í viðtali við VG. „Góður markvörður hefur róandi áhrif á vörnina og verkar sem ankeri liðsins“, sagðihann ennfremur. Auglýsið f Skagablaðinu Þá segir VG ennfremur, að koma Bjarna hafi bundið enda á 10 ára markvarðaerfiðleika Brann. Það hafi viljað loða við félagið að markvörðurinn væri veikasti hlekkurinn en nú ætti endir að vera bundinn á áhyggj- ur af slíku tagi. Lúðvík enn á skotskónum Skagamenn unnu stórsigur á Haukum í Litlu-bikarkeppninni um helgina, 5:0. Þar með era Skagamenn búnir að tryggja sér glæsilegan sigur í keppninni og engin spurning virðist að meist- ararnir ætla sér ekki að gefa þumlung eftir í baráttunni í sumar. Eyjamaðurinn Lúðvík Berg- vinsson skoraði tvívegis og hef- ur heldur betur verið á skot- skónum í keppninni. Sigþór Ómarsson, Sveinbjörn Hákon- arson, sem sömuleiðis hefur verið iðinn við kolann undan- farið, og Jón Áskelsson skoruðu hver sitt markið. Amarskoraði4gegnÍK Punktar af knatt- sppuvellinum... 10

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.