Skagablaðið


Skagablaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 4
Gleymd- ustböm -margirbæjarbúar óhressirmeðdaufleg hátíðahöki í tiSefrii Fjölmargir hafa haft samband við okkur á Skagablaðinu og kvartað sáran undan dauflegum hátíðahöldum á 17. júní. Fannst mörgum hlutur bamanna, sem biðu spennt eftir deginum, fyrir borð borinn og sú ákvörðun, að fella niður skrúðgönguna sök- um smávægilegrar úrkomu, hefði verið forkastanleg. Iðu- lega hefði rignt hér á 17. júní og oft verið hvassvirði í ofanálag án þess að útihátíðahöld væru felld niður og hefði ákvörðun þjóðhátíðarnefndar því þótt skjóta skökku við. Þá voru margir þeirrar skoðunar, að sú ákvörðun að fella niður skemmtunina á íþróttavellinum hefði ekki að- eins verið misráðin heldur hefði þar geysileg vinna af hálfu skát- anna farið fyrir -lítið því þeír hefðu unníð langt fram á nótt við að ljúka við gerð leiktækja, sem síðan hefðu staðið ónotuð. Innihátíðin, sem var í íþr- óttahúsinu að kvöldi þjóðhátíð- ardagsins, þótti lítt við hæfí barna svo ekki sé rammar að orði kveðið. Lengsta atriðið var tískusýning en þess á milli voru ræðuhöld oglúðrablástur. Mæt- ing var þó ágæt en börn miklum mun færri en oftast áður. Gleymdust börnin, spurðu margir í gærmorgun. Kona ein, sem hafði samband við okkur um hádegisbilið sagði að þjóðhátíðarnefnd hefði vafa- lítið gert sitt besta að þessu sinni sem endranær en saman- borið við hátíðahöldin í tilefni sjómannadagsins hefði 17. júní verið litlaus mjög. Ef ykkur liggur eitthvaö á hjarta þá er síminn: 2261 Atvinnulíf á Akranesi/Plastco: Betri en harðari mark- aður í fiskeldiskerjum Nú á dögum færíst æ meir í vöxt að fólk fái sér það sem kallað er „heitur pottur“ í garðinn hjá sér. Aður fyrr sáust slíkir pottar ekki fyrir utan hús sem voru undir 500 fermetrum að stærð, en nú má sjá slíka potta víða enda hafa nýjar og ódýrarí framleiðslu- aðferðir rutt sér til rúms og ekki lengur neitt milljónafyrirtæki að kaupa pott og setja hann upp. Að sögn þeirra sem slíka potta hafa er það „alveg draum- ur“ að hafa svona í garðinum heima hjá sér. Þó flestir láti sér nægja að liggja í baðkarinu heima hjá sér, hlýtur svona pottur að vera allt annað og betra. Bæði það að þetta er út undir berum himni og eins það að hægt er að bjóða gestum í heimsókn og leyfa þeim að busla dálítið. Auðvitað geta þeir sem eru með baðkör boðið til sín gestum til að busla, en óneitanlega hlýtur að vera þröngt fyrir t.d. 5 í einu bað- kari. Þetta mál er töluvert skylt okkur Skagamönnum því hér er starfandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð þessara potta. Það fyrirtæki heitir Plastco og er til húsa á Laugabrautinni, og til- tölulega nýjir eigendur þess eru þeir Pétur Björnsson og Baldur Pétursson, tveir ungir menn sem vinna á Grundartanga og nota frítíma sinn í fyrirtækið. Skagablaðið skundaði á fund þeirra forvitnin uppmáluð. — Hvemig gengur? „Bara þokkalega. Hér emm við tveir að vinna og höfum nóg að gera, jafnvel þó að sam- keppnin á þessum markaði sé nokkuð hörð. Við emm reyndar ekki búnir að eiga þetta fyrir- tæki nema í tvo mánuði, en þó selt nokkra potta.“ vera hægt að selja nokkur slík ker. Gemm við okkur nokkrar vonir að okkur takist að selja hinni nýju fiskeldisstöð í Hval- firðinum nokkur ker, enda þætti okkur ekkert óeðlilegt að sú stöð beindi viðskiptum sínum hingað á Akranes, sem sagt til heimaaðila.“ — Hvernig búið þið þessi ker til? „Við eigum mót og byrjum á því að bóna það, síðan setjum við ákveðna filmu utan um mótið, síðan er trefjamottunum vafið þar utan um og svo er bleytt í trefjunum með (sem blm. man ekkert hvað heitir) efnablöndu og er það gert fjórum sinnum. Þá ætti potturinn að vera fullbúinn og við losum hann af mótinu með því að blása lofti í gegnum sérst- akan stút og er hann þá laus.“ — Hvað kostar heitur pottur í dag? „Þrjátíu þúsund krónur. Síðan er uppsetning, pípulagnir o.fl. á svona þrjú til fimm þúsund. Síðan er svo auðvitað hægt að kaupa vatnsnuddtæki sem við sjáum um og þá er kostnaðurinn eitthvað kominn áleiðis upp í fjörtíu þúsund“. — Eru eigendurnir sjálfir með heitan pott í garðinum hjá sér? „Nei reyndar ekki ennþá, en Pétur er að hefja undirbúning og ætti að vera kominn með einn slíkan áður en langt um líður“ - MING Betri markaður — Eruð þið eingöngu með þessa svokölluðu heitu potta? „Já, eins og er, en það er ýmislegt á döfinni eins og t.d. að hefja framleiðslu á fiskeld- iskerjum og teljum við að sé enn betri markaður fyrir þannig framleiðslu þó markaðurinn sé þar enn harðari. En á meðan fiskeldisæðið, ef svo er hægt að segja, er í algleymingi þá ætti að Pétur Björnsson, annar eigendanna, við eitt kerjanna. AKRANESKAUPSTAÐUR Lögtaks- úrskurður Hér með úrskuröast lögtak fyrir áföllnum en vangoldnum útsvörum, aðstööugjöldum og fasteignagjöld- um til Bæjarsjóös Akraness og hafn- argjöldum til hafnarsjóös Akraness fyrir árið 1985 og eldri og fyrir öðrum lögboðnum gjöldum auk dráttar- vaxta og kostnaðar. Lögtök mega fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessa úrskurðar. Miögbrýntmál Kona ein ágæt hér í bæ kom að máli við okkur Skagablaðsmenn og vildi að við grennsluðumst fyrir um það hvort ekki væri einhver hér í bæ sem sæi um að brýna ýmis eggverkfæri. Hún hafði komist í vandræði og sæti hún nú uppi með allskonar dót sem værí vita bitlaust s.s. garð- klippur, sláttuvél, hnífa o.s.frv. Skagablaðið tekur upp málið og óskar hér með eftir einhverjum aðilum sem taka að sér slík verk. Það er t.d. hald okkar að þetta væri tilvalið verkefni fyrir ein- hvern þann sem hættur væri að vinna vegna aldurs sakir og hefði starfsþrek og tíma aflögu. Auglýsið í Skagablaðinu 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.