Skagablaðið


Skagablaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 6
17. júní á Akranesi -17. júní á Akranesi -17. júní á Akranesi 17. júní á Akranesi -17. júní á Akranesi -17. júní á Akranesi 17. júní á Akranesi -17. júní á Akranesi -17. júní á Akranesi 17. júní á Akranesi -17. júní á Ak Talið er að um 1100 manns hafi sótt skemmtunina um kvöldið. Þjóðhátíðarnefnd gaf sér tíma fyrir eina mynd. Standandi f.v. Guðni Halldórsson, Þorleifur Sigurðsson og GunnarJón Sigurjónss. Fyrir framan þá er svo Pálína Dúadóttir, formaður nefndarinnar. Tískusýningarfólk sýndi flest það nyjasta í tískunni í dag í íþróttahúsinu um kvöldið. Gömlu dansarmr voru sttgmr aj miklum móð í Rein um kvöldið. Hæ, hó, jibbí jei Hátíðarhöldin í tilefni 17. júní voru haldin hér á Akranesi með nokkuð hefðbundnum hætti. Segja má þó að unga kynslóðin hafi tekið örlítið forskot á sæluna með því að vera með hæfileikakeppni og furðufataball í Amardal deginum áður. Á sjálfan 17. júní hófst dagskráin með fánahyllingu skáta á Akratorgi og var fámennt en góðmennt við þá athöfn. Síðar um morguninn var svo kvikmynda- sýning fyrir þá yngri við miklar vinsældir. Dagskráin hófst síðan eftir hádegi með hátíðarmessu í Akraneskirkju. Kl. 14 var hátíðin svo formlega sett. Til stóð að sú athöfn færi fram á Akratorgi en vegna veðurs þá var hún flutt inn í íbróttahúsið. Þar fluttu Pálína Dúadóttir, formaður þjóðhátíðarnefndar, Þórir Ólafsson, skólameistari Fjölbrautarskólans, að ógleymdri fjallkonunni ávörp. Þess á milli söng kirkjukórinn og Lúðrasveit Akraness spilaði nokkur lög. Síðan stóð til að farið yrði í skrúðgöngu upp á íþróttavöll, en þeirri dagskrá var aflýst. Um kvöldið var svo fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsinu og þá eingöngu flutt af íbúum þessa bæjarfélags. Flutt var ávarp nýstúdents og það gerði Guðrún Þorsteinsdóttir, Viktor Guðlaugsson söng nokkur lög, sýnd voru föt, atriði frá hæfileikakeppninni frá því deginum áður voru sýnd og veitt verðlaun fyrir þau og eins voru veitt verðlaun fyrir bestu búningana á furðufataballinu. Leikhópur frá Fjölbrautaskólanum flutti skemmtiatriði, því næst spilaði hljómsveitin Fídus og loks hélt hljómsveitin Tíbrá uppi fjörinu fram eftir nóttu. Á meðan dansinn dunaði í íþróttahúsinu, þá voru gömlu dansarnir stignir í Rein við undirleik hljómsveitar og virtist fólk þar ekki skemmta sér síður en í íþróttahúsinu. Ungar blómarósir hlusta með andakt á það sem fram fer. Ýmsir skrautlegir búningar sáust á furðufataballinu í Arnardal. Þarna má sjá örlítið sýnishorn. Hva... eru ekki allir í þjóðhátíðar- skapi? 17. júní án fjallkonu er nánast óhugsandi. í ár sá Guðfinna Rún- arsdóttir um það hlutverk. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.