Skagablaðið


Skagablaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 03.07.1985, Blaðsíða 4
Smáauglýs- ingamar Til leigu 2ja herbergja íbúö í fjölbýlishúsi. Upplýsingar í síma 1992. • Gamall fataskápur og slatti af hansahillum til sölu. Upplýsingar í síma 2192. • Barngóð 13 ára stúlka óskast til aö passa 4ra ára telpu í júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 2785 frá kl. 9-17. • Óska eftir að kaupa vel meö farna, notaða barna- leikgrind meö botni. Uppl. á Skagablaðinu í símum 2261 og 1397. • Til sölu Sinclair-tölva með Joy-stick og prentara ásamt 40-50 leikjum. Uppl. í síma 1435 eftir kl. 18. • Til sölu 30 watta Roland- gítarmagnari, eins árs. Er sem nýr. Verð kr. 12.000. Uppl. í síma 2765. • Til sölu barnarimlarúm með niðurfelldum gafli. Selst ódýrt. Uppl. í síma 1436. • Til sölu Ceisslein barna- vagn. Þrennt í einu: vagn, kerra og burðarrúm. Uppl. í síma 2771. Ungur reglusamur smiður óskar eftir húsnæði til leigu. Máþarfnastviðgerðar. Fyrirframgreiðslu heitið. Uppl. í síma 91-77486. • Ég er 15 ára og vil gjarnan passa börn. Þó ekki eldri en 5 ára. Uppl. í síma 2771. • Til sölu Everton 24“ drengjareiðhjól. Selst ódýrt. Uppl. í síma 2304. • Óska eftir kvenmannsreið- hjóli. Helst 3 gíra. Uppl. í síma 1555 (Guðrún Þ.). • Óska eftir að kaupa gras- grænan RÓBl-páfagauk. Verður helst að geta talað dönsku. Lysthafendur vinsamlegst leggi inn tilboð merkt: „Det var godt“ fyrir föstudag. • Kvennúr úr gulli með brúnni ól tapaðist 17. júní. Fundar- launum heitið. Upplýsingar í síma 1814. 31 árs kona óskar eftir at- vinnu frá og með 1. septem- ber. Flest kemur til greina. Tveggja ára reynsla í skrif- stofustðrfum og nokkur bók- færslu- og vélritunarkunn- átta. Uppl. í síma 2212. • Til leigu stór þriggja her- bergja íbúð í blokk. Laus strax. Upþl. í síma 1864. VHS-VIDEO HÁHOLTI 9 Sjö nýjar myndir með íslenskum texta koma í leiguna á morgun, 4. júlí, meðal þeirra eru eftirtaldar: • Alein á valdi óttans • Shootingstars. Aðalhlutverkhlökku- maðurinn úrseinni Chiefs-myndinni. • HróiHöttur. Spóla 1 og2. Ath! nýjar myndir. • Hraði, spenna og dulúð. Ennfremur tvær nýjar grínmyndir fyrir alla fjölskylduna og Lukku Láki, ný barnamynd. Komið í leiguna og kynnið ykkur okkar sanngjarna útleiguverð. Vilmundur Jónsson HÁHOLTI 9 Laust starf Starf húsvaröar viö íþróttahúsiö á Akranesi er laust til umsóknar. Starf- ið er nýtt og felur í sér störf að eftirliti og verkstjórn á vinnustað svo og önnur störf sem því tengjast. Umsóknareyðublöð og upplýsingar um starfið liggjaframmi á bæjarskrif- stofunni og er umsóknarfrestur til 20. júlí nk. Umsóknum skal skila þangað. Við leitum að duglegum og sam- viskusömum starfsmanni sem á auðvelt með góð samskipti við ann- að samstarfsfólk og aðra þá aðila sem tengjast starfi hans. íþróttaráð Akraness Orlofsdvöl fyrir aldraða Félagsmálaráð vill hér með kynna orlofsdvöl sem eldri bæjarbúar eiga kost á I sumarbúðum þjóðkirkjunnar við Vestmannsvatn I Reykjadal I Suður-Þingeyjarsýslu dagana 25. júlí til 14. ágúst. Dvöl með fullu fæði kostar 1000 kr. á dag, eða 7000 kr. fyrir vikuna fyrir utan ferðina. Ef þátttaka verður mikil er möguleiki á ódýrari ferðum, og yrðu þá skoðunarferðir og fleira innifalið I heildar- verði. Þeir sem vilja sinna þessu, vinsamlegast hafi samband við Svavar Jónsson forstöðumann I síma 96-43553 og láti skrá sig sem fyrst. Félagsmálaráð Akraness „Heyrðu, það er síminn til þín“ - athyglisverö sýning á símtækjum og öðmm tæknibúnaði Pósts & síma Sími hér, sími þar og símar yfirleitt alls staðar. Það var nóg af símunum í sýningarsal Bókasafnsins um helgina en þar stóð þá yfir sýningin „Símabúnaður ’85“ og gat þar að líta allt það nýjasta í símabúnaði. Skagablaðið brá sér á sýning- una og þar gat að líta um 20 mismunandi gerðir einfaldra sím- tækja í mörgum litum, einkum hugsuð fyrir heimili. Ennfremur voru á sýningunni einkasímstöðv- ar, símsvarar og alls kyns auka- búnaður fyrir símtæki. Þá var einnig á sýningunni ný gerð póst- faxtækis sem notað er til mynd- sendinga. Var tækið m.a. sýnt í notkun og virtist gefa mjög góða raun. Telex-tæki lék einnig listir sínar á sýningunni og spýtti út úr sér ómældum fróðleik. Auk nýrra tækja af ýmsu tagi voru á sýningunni eldri tæki í töluverðu úrvali og var gaman að skoða hverjar framfarirnar hafa orðið á liðnum árum. Sérfræðingar frá Pósti & síma voru á sýningunni og fræddu gesti um nýjungarnar og allt annað sem þeir vildu fá að vita. Ofan á allt annað var þarna kaffi og meðlæti og var það óspart nýtt. Á sýningunni kom það berlega í ljós að þrátt fyrir hnútukast í garð stofnunarinnar oft á tíðum er Póstur & sími ekki bara fyrir- tæki sem dælir út reikningum á allt og alla heldur einnig fyrirtæki sem fylgist vel með tækninýjung- Nýr hundaeföriits- maiur hefur senn slörf Valdimar Þorvaldsson mun á var að ekki náðist samkomulag á næstu dögum taka við starfi milli hans og bæjarins um greiðslu hundaeftirlitsmanns af Þorbergi fyrir eftirlitið. Reyndar hafði Þórðarsyni. bráðabirgðasamkomulag tekist Ástæðan fyrir því að Þorbergur en eftir að bæjarráð hafði brettt hætti í starfinu aðeins nokkrum samningnum gat Þorbergur ekki vikum eftir að hann tók við því fellt sig við hann. Foreldar! Við viljum minna á aðgæsluvöllurinn við Stekkjar- holt er í sumar opinn frá kl. 9-12 og 13.30 -16.30 mánudaga til föstudaga. Gjald fyrir hverja heimsókn á völlinn er 20 kr. en einnig má kaupa afsláttarkort. Gæsluvöllurinn er ætlaður 2ja til 6 ára börnum. FÉLAGSMÁLASTJÓRI íbúð óskast Eldri hjón óska eftir 2ja til 4ra herbergja íbúð eða litlu einbýlishúsi helst með bílskúr. Upplýsingar í síma 7801 eða 2826. um. Svona rétt f lokin spurðumst við fyrir um hvort von væri á hinum vinsælu þráðlausu símum en fengum það svar að svo væri ekki. Þeir símar væru þannig úr garð gerðir, að notandinn gæti ekki verið öryggur um að aðrir með sams konar síma „stælu“ ekki símtölunum auk þess sem símtölin kæmu inn á ákveðna útvarpsbylgju og þar með væri auðveldara að hlera símtöl við- komandi. Grásleppuveiðar: Ördeyða í netin Margir grásleppuveiðikarlar eru farnir að taka upp net sín og það þó veiða megi til 18. júlí. Nánast hefur verið alger ör- deyða í netin undanfarna daga. Eru karlarnir að gefast upp á því að draga netin upp fiskilítil dag eftir dag. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.