Skagablaðið


Skagablaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 3
Á myndinni eru frá vinstri þrír mikilhæfir dómarar, Sigurður B. Jónsson, Gunnar Viðarsson og Þorgeir Jósefsson jr. (alls óskyldur skúrknum í Dallas). ■ KDA samdi um auglýsingar við Amarflug Knattspyrnudómarafélag Akraness hefur nýverið gert samning við Arnarflug um auglýsingu á búningum dómarana. Var gengið frá samkomulagi þessa efnis í júnímánuði. Að sögn Þorgeirs Jósefssonar (junior), eins hinna geðþekku dómara félagsins, leggur Arnarflug dómurunum til búninga gegn því að þeim verði skartað þegar það rekst ekki á samning Knattspyrnudómarafélags íslands (KDSÍ) og Þýsk-íslenska versl- unarfélagsins. Að öðru leyti er ekkert látið uppiskátt um innihald samningsins þar eð samningur KDSÍ og ÞÍV er einnig leynilegur. Alls starfa nú J6 knattspyrnudómarar hér á Akranesi og þótt eflaust séu skiptar skoðanir um frammistöðu þeirra hverju sinni dylst fáum að óvíða á landinu — ef nokkurs staðar — eru dómaramálin í jafn góðum skorðum og einmitt hér. Það var Skagamaðurinn Magnús Oddsson, sem sá um samn- ingagerðina fyrir hönd Arnarflugs en áðurnefndur Þorgeir fyrir hönd KDA. Hafa menn nú á orði, að ekki sé aðeins hægt að fara út með Arnarflugi heldur út af líka, fari svo að dómararnir geðprúðu dragi rauða spjaldið ógnvænlega úr brjóstvasanum. Holaíhöggi Það bar til tíðinda á golfvellinum í síðustu viku að ungur kylfíngur fór eina braut á einu höggi, eða eins og það er kallað á golfmáli „holu í höggi“. Sá sem vann þetta afrek er enginn annar er hinn góðkunni íþróttamaður Asgeir Sigurðsson. Ásgeir keypti sér hálft golfsett í gegnum smáauglýsingar Skaga- blaðsins ný fyrr í sumar. Síðan þá hefur hann æft golf af kappi og náð dálitlum framförum. Það var síðan í síðustu viku, eins og áður segir, að Ásgeir vann þetta afrek á 5. holu á golfvellin- um. Notaði hann trékylfu númer 1 við höggið, og með það sama, kúlan beint ofan í holu, við mikinn fögnuð afreksmannsins. Golf er ekki eina íþróttin sem Ásgeir leggur stund á. Hann hefur á undanförnum árum æft fótbolta af kappi og þá ávallt staðið í markinu með góðum árangri. Stóð hann m.a. hluta af einum leik í íslandsmótinu hér fyrir tveimur árum oghélt hreinu. Flestum stundum ver Ásgeir á knattspyrnu- eða golfvellinum og alkunna er dyggur stuðningur hans við IA. —o—------- . y V ■••ö-*'•'*" WHVWH i t Hönguffl hér í hæstu hædura snjalli. hrikalega .fínt, ef víð aðeire jörðu næðuiB fengjuííi við oldcur eina raeð <511 u nerca hráum. í at fatnaði á alla fjölskyld- í útileguna, Peysur . ,ayV.aV.' jogging-set °9 stri9askór. mna kirkjubraut 4, AKRANESI. SÍMI 93-2244. ATVINNA - ATVINNA Hennes h/f óskar að ráða silkiprentara eða laghentan starfskraft til silkiprentunar. Upplýsingar gefur Sigurður Lárusson, HENNES H/F. Kalmansvöllum 1 sími: 2405 FYRIR PEN KOMDU MEÐ FILMUNA OG ÞÚ FÆRÐ MYNDIRNAR**^ FALLEGU ALBÚMI. BÓKASKEMMAN AUKA- GJALDS Stekkjarholtia-10 — Sfmi: 2840 wmm v._ >vv . . . miS&Wj JK 1 uj 1 | ■ 11 i R01 I WWmS í * I „ 11 Trr i n' T" l, - ■ • Wý: * 1 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.