Skagablaðið


Skagablaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 24.07.1985, Blaðsíða 12
»1 jðsyn legt a 5b reyta til“ • segir Jóhannes Finnur Halldórsson Jóhannes Finnur Halldórsson, bæjarritari, hefur sagt starfi sínu hjá Akraneskaupstað lausu og hefur hann störf hjá íslenska járnblendi- félaginu um mánaðamótin ágúst/september. Jóhanns Finnur er menntaður viðskiptafræðingur og mun hann starfa sem slíkur hjá IJ. Gunnar Sigurjónsson, tölvustjóri og nú Jóhannes Finnur. Hann hefur starfað hjá Akraneskaup- stað frá því á miðju ári 1980. „Það er nauðsynlegt að breyta til“, sagði Jóhannes Finnur er Skagablaðið ræddi við hann í vikunni. „Ég hef öðlast geysilega reynslu við að starfa hjá jafn viðamiklu fyrirtæki og Akranes kaupstaður er á undanförnum fimm árum og hún á eftir að koma sér vel.“ Þá sagði bæjarritarinn, að bæði hann og bæjarfélagið hefðu gott af því að hann skipti um starf. Það væri æskilegt að ákveðin endur- nýjun væri í röðum embættis- manna bæjarfélagsins því annars væri viss hætta á stöðunum. Starf bæjarritara verður vænt- anlega auglýst laust til umsóknar einhvern tíma á næstu vikum og er ekki að efa að margir verða um hitunina. Með uppsögn sinni lengist enn sá hali reyndra starfsmanna, sem yfirgefið hafa bæjarskrifstofurnar á síðustu mánuðum. Einar Jónsson, aðalbókari, hætti fyrstur, þá Sigurbjörn Sveins- son, launafulltrúi, síðan Jóhannes Finnur Halldórsson Reidhjólauppbod Föstudaginn 9. ágúsl verður haldið uppboð á reiðhjólum sem eru í vanskilum hjá lögreglunni (sjá auglýsingu á bls.9). Að sögn Svans Geirdal, yfirlögregluþjóns, er um að ræða á milli 15-20 hjól sem safnast hafa hjá þeim á undanförnum árum. Líklega vcrður hægt að gcra góð kaup á þessu uppboði og þeir sem viija cignast hjól cru hvattir tii að mæta. Þeir sem tapað hafa hjólum sínum á undanförnum árum eru einnig hvattir til að fara til iögreglunnar og athuga hvort þeir finni ekki hjól sín áður en þau verða boðin upp. Ein hinna nýju F-15 þota „verndaranna". „Vemdaramir" færa sig upp á skaftið: Flugvélar halda vöku fyrir fóíki Að undanförnu hefur borið á því í auknum mæli að flugvélar frá veðin æfingasvæði, eða öllu bandaríska hernum hafí flogið hér yfir Akranes, og þá á öllum tímum sólarhringsins. Má með sanni segja að þessi flugumferð sé ansi hvimleið og þá sérstaklega seint á kvöldi þegar fólk annað hvort er að festa svefn eða þá sofnað. Einn viðmælenda blaðsins sagði okkur „að með því versta sem hann vissi væri að vakna við flugvéladrunur, mitt í undurfögrum draumi.“ Nóg um það. Okkur langaði að kanna ást- æður þessarar flugumferðar og höfðum því samband við varn- armáladeild Utanríkisráðuneyt- issins og þar varð Jón Egilsson fyrir svörum. —Jón, hvernig stendur á þess- ari miklu umferð hér yfir Skagann?“ „Mér er ekki kunnugt um neina aukningu flugs yfir Akran- es sérstaklega. Við höfum enga skrá yfir flugin og vitum því ekki nákvæmlega hvar þeir fljúga. Það er vissulega slæmt ef fólk hefur ekki svefnfrið fyrir þessum flugvélum. Það gæti verið að þetta væri tímabundið og stæði þá í sambandi við flotaæfingar Rússa hér við landið.“ — Þetta er kannski svar Bandaríkjamanna við þeim æfingum? „Það er hugsanlegt, að þá færu þær æfingar fram langt frá Rúss- unum og þá einkanlega fyrir norðan. Flugvélarnar fara þá yfir Akranes. Nú auðvitað eru flug- vélarnar alltaf í eftirlitsflugi allt í kringum landið og upplýsingar um það verður að fá hjá þeim sjálfum.“ — Er þeim leyfilegt að fljúga hvar sem þeir vilja? „Já, það er óhætt að segja það. Þeir eru reyndar með ák- heldur ákveðna bletti, en það eru Árnes- og Rangárvallarsýsla annars vegar og Reykjanesskagi hins vegar. Þar fá þeir að æfa óáreittir og reynt er að halda annari flugumferð fyrir utan þessi svæði.“ — Eru samt ekki einhverjar reglur um ákveðna staði hér á íslandi þar sem þeir mega ekki fljúga yfir, s.s. loðdýrabúin? „Jú það er rétt. Við hjá varn- armáladeildinni látum þeim í té lista yfir öll loðdýrabú á landinu og þeir eru beðnir um að fljúga ekki þar yfir. Það getur verið að þessi aukna flugumferð þarna hjá ykkur standi í einhverju sambandi við það að þeir séu að þræða framhjá þessum loðdýr- abúum.“ Við hjá Skagablaðinu vonum að þessum flugferðum fari nú að linna. Ming. Framkvæmdum miðar vel kostnaiur vi6 Jaðarsbakkalaugina þegar kominn í um 7 milljónir króna í allt sumar hefur verið unnið af kappi við hina nýju sundlaug á Jaðarsbökkum og framkvæmdum miðað ágætlega. I Okkur hér á Skaga- blaðinu langaði að kanna hvernig framkvæmdunum raunverulega miðaði og höfðum því samband við Guðmund Vésteinsson, for- mann sundlaugarnefndar, og inntum hann eftir því hvernig gengi. Guðmundur tjáði okkur að verkið gengi ágætlega. Reyndar aðeins þó á eftir áætlun, en svo lítið að kæmi ekki að sök. Nú væri verið að steypa laugina upp, hol- ræsi öll eru frágengin og nú nýlega hefði verið girt í kringum svæðið. Næsti áfangi er svo að bjóða út byggingu búningsaðstöðu, og er gert ráð fyrir að það verði gert síðar á þessu ári. Við spurðum Guðmund að því hvort möguleiki væri á því að framkvæmdir tefðust eitthvað vegna fjárskorts úr þessu. Guðmundur sagði að ómögu- legt væri að segja til um það, en heldur þætti sér það ótrúlegt. Miðað við byggingavísitölu nú, þá væri kostnaður nú þegar kom- inn upp í rúmlega 7 milljónir, en eftir væru á bilinu 10-11 milljónir og heildarkostnaðurinn því um 17-18 milljónir. ' . ■ , . ......... ... ... Sunglaugarbyggingin er nú sem óðast að taka á sig mynd. Lesendur - munid ókeypis smáauglýsingar Skagablaðsins!

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.