Skagablaðið


Skagablaðið - 31.07.1985, Síða 9

Skagablaðið - 31.07.1985, Síða 9
I Þ R O T T I R íslandsmeistarar 3. fl. kvenna Flest í mínus Heldur brösulega gengur 3. flokki í A í baráttu sinni fyrir sigrinum í íslandsmótinu. Hafa því miður ekki unnist nema 2 leikir af 8 og eitt jafntefli. Enn hafa strákarnir tækifæri á að auka þetta hlutfall til hins betra og laga þar með stöðu sína í riðlinum, því þeir eiga einn leik eftir og hann við IK á útivelli. í síðustu 4 leikjum hafa þeir ekki unnið neinn leik en gert eitt jafntefli. Fyrst héldu þeir suður til Reykjavíkur og léku við Val. Það er óhætt að segja að piltarnir hafi verið að hugsa um allt annað en knattspyrnu í þeim leik, því Valsarar hreinlega rúll- uðu okkar mönnum upp. Var um algera einstefnu að ræða á annað markið og áður en yfir lauk höfðu Valsarar skorað 9 mörk, en ÍA aðeins 2 og þau gerðu Einar Georgsson og Har- aldur Ingólfsson. Næst léku piltarnir við Víking hér heima og máttu piltarnir þola tap 3-0, og ekki orð meira um þann leik. Enn var haldið til Reykj avíkur og nú voru mótherjarnir hið gamla og fornfræga Iið í vestur- bænum, KR. Er skemmst frá því að segja að strákarnir voru að hugsa um það sama og í Vals- leiknum, því þeir fengu annan stórskell, nú 8-2. Eins og í leikn- um á móti Val, þá áttu strákarnir enga glætu í þessum leik. Mörk ÍA skoruðu þeir Sigurður Sigur- steinsson og Haraldur Ingólfs- son. KR-ingar voru og eru á toppnum í riðlinum og styrktu stöðu sína enn betur með þess- um sigri. Síðasti leikurinn í þessari hrinu var síðan hér heima á móti ÍR. Þar gekk öllu betur en í leikjunum á undan og urðu úrslit leiksins 1-1. IA-piltarnirbyrjuðu á því að skora og var Haraldur Ingólfsson þar að verki. Litlu munaði að þeir ykju við forskot- ið, en markvörður ÍR varði eins og berserkur. Það var síðan í seinni hálfleik að ÍR-ingar fengu vítaspyrnu og úr henni skoruðu þeir örugglega þrátt fyrir góða tilburði markvarðar ÍA. Eins og áður segir er einn leikur eftir og er hann við ÍK. Strákarnir verða helst að vinna þann leik og laga þar með stöðu sína í riðlinum. Við erum sann- I færðir um góðan árangur í þeim leik og ef strákarnir ná að hrista af sér slenið ætti sá leikur að vinnast auðveldlega því margt býr í þeim. ATVINNA - ATVINNA Auglýsum laust til umsóknar starf skrifstofustjóra. Góð bókhaldskunnátta skilyrði. Umsóknir ásamt upp- lýsingum um menntun og starfsreynslu sendist á skrif- stofu okkar fyrir 9. ágúst næstkomandi. HAFÖRN HF. Vesturgötu 5 300 Akranesi oa"a hUS11* • Höfum gallabuxur í miklu úrvali fyrir verslunarmannahelgina. • Einnig boli í öllum litum og peysur. • Alltaf eitthvað nýtt á tilboðsborðinu. Ihna \ v--r KIRKJUBRAUT 4. AKRANESI. SÍMI 93-2244. *** Lítið við —Aki& ■Skólabraut 28, Akranesi Sími: 93-2290. Bæjarritari Laust er til umsóknar starf bæjarrit- ara á Akranesi. Starfið er aðallega fólgið í eftirfarandi: • Skrifstofustjórn bæjarskrifstofu • Undirbúningi við gerð fjárhags- áætlunar og eftirlit með henni • Að vera staðgengill og fulltrúi bæjarstjóra • Umsjón með lífeyrissjóði • Undirbúningi funda • Tilfallandi verkefni Nánari upplýsingar veitir bæjar- stjóri í síma 1211 og Guðjón Guð- mundsson, forseti bæjarstjórnar, í síma 2252 eða 1160. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst 1985. Bæjarstjórinn á Akranesi. 9

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.