Skagablaðið


Skagablaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 1
Farmurinn í götuna Þeir fóru heldur geyst í beygjuna kapparnir á vörubílnum er hlassið rann af bílnum þeirra fyrir framan Hótelið í gærmorgun. Sem betur fer urðu ekki nein slys á fólki við þetta og ekki varð séð að toghlerarnir og færibandið hefðu haft slæmt af byltunni. „Báran heldur sínu striki“ Langisandur- inn að hörfa upp á land? Mjög miklar breytingar hafa orðið á Langasandinum undan- farin ár. Svo virðist sem sandurinn neðst úr fjörunni sé að færast upp og nær bökkunum og er fjaran orðin mikið hærri upp við bakk- ana en áður var. sandur er nú komið niður á leir og grjót. Leiða menn getur að því að orsök þessa kunni að vera sú, að sjávarstraumar við fjöruna hafi breyst frá því hafnargarðurinn var byggður upp og lengdur. Þetta gerir það að verkum að þegar vind hreyfir að einhverju ráði fer sandurinn að fjúka og er oft mikið sandfok á bökkunum og á Sandinum. En neðar í fjörunni er komið niður á leir og grjót. Sést þetta mjög vel á stórstraums- fjörueinsogvart.d. umhelgina. Meðfylgjandi mynd var tekin um hádegi á sunnudag en þá var stórstraumsfjara. Sjást á henni vel þær breytingar sem orðið hafa á fjöruborðinu frá því sem áður var. Þar sem áður var rennisléttur Bubbi mei tónleika Skagamenn fá góðan gest um helgina þegar hinn landskunni rokkari, ný- bylgjupoppari og trúbator Bubbi Morthens skemmtir í Bárunni á sunnudagskvöld. Bubbi hefur spilað víða um landið í sumar og yfirleitt verið forkunnarvel tekið. Hann spilaði á Bárunni sl. haust við hörkuundirtektir. „Fólk hættir ekki að kaupa mjöðinn“, sagði Jakob Bene- diktsson. hótelstjóri er Skaga- blaðið innti hann eftir því í gær hvort hinar nýju reglur um sölu bjórlíkis hefðu haft cinhvcr áhrif á Bárunni. Jakob bætti því við, að sökum þess að afgreiðsla bjórlíkis — hin svokallaða „blöndun á staðnum" Eins og sjá má er bíllinn gerónýtur — tæki lengri tíma, en áður gæti það hugsanlega leitt til þess að viðskiptavinir freistuðust til að kaupa sterkari drykki sem fljót- legra væri að framreiða. Um reglugerð dómsmálaráð- herra sem slíka sagði Jakob, að hún hefði átt að taka gildi strax og sala bjórlíkis var leyfð. Annars væri rétt að undirstrika, að ein- ungis 10% áfengissölu í landinu færi um vínveitingahúsin. Útsölur ÁTVR seldu 90%. „Við bíðum bara og sjáum til,“ sagði Jakob. „Báran heldur sínu striki og býður áfram upp á góðan mjöð“. Veghefill bakkaöi framan á fólksbifreið á Reynigrund: Ökumaður slapp með minniháttar meiðsl Það fór betur en á horfðist um miðja síðustu viku þegar vcghcfill bakkaði á fólksbifreið á Reyni- grundinni, þar sem nú er verið að vinna við gatnaframkvæmdir. Bíllinn gcrcyðilagðist en ökumaðurinn, sem var kona, slapp úr hildarleiknum lítið marin. Óhappið bar að með þeim hætti, að bílnum var ekið inn á Reynigrund, þar sem konan ætl- aði að keyra vinkonu sína heim. Hún stöðvaði bílinn fyrir framan hús hennar, ætlaði að aka inn á heimkeyrsluna en hætti við þar sem hún óttaðist að festa bílinn í malarkambi, sem hafði verið ýtt upp fyrir framan húsið. Sem þær voru að kveðjast vin- konurnar hóf veghefillinn að bakka og skipti engum togum að hann fór beint framan á fólksbif- reiðina. Ýtti hefillinn henni á undan sér eina 30 metra áður en bíllinn snerist og ók hefillinn þá upp á vélarhlífina. Eins og nærri má geta varð uppi fótur og fit er þetta gerðist og þykir með ólíkindum að konan skyldi ekki slasast meira en raun bar vitni.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.