Skagablaðið


Skagablaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 7
Frá uppfœrslu Tónlistarskóla Akraness á Sjórœningjunum frá Pensance. Hulda Stefánsdóttir i pianótima, sennilega um miðjan sjöunda Pessi er tekin einhverntíma á sjötta áratugnum og sýnir nemendahópinn ásamt kennurum og skólastjóra. Parna má þekkja fjölda mœtra Skagamanna. áratuginn. Tónlistarskóli Akraness fagnar hefði alla tíð verið heppinn með kennara og engin breyting væri þar á á þessu starfsári. f>að verkefni, sem Tónlistar- skólinn hefur staðið fyrir og mesta athygli vakið er vafalítið uppsetning söngleiksins Sjó- ræningjarnir frá Pensance, sem sýnt var mörgum sinnum við mjög góða aðsókn hér fyrr á þessu ári. Þá vakti koma píanó- snillingsins Martin Berkovsky, mikla athygli er hann hélt hér námskeið. Sagði Lárus að reynt yrði að halda áfram á þeirri braut að fá hingað leiðandi tón- listarmenn til námskeiðahalds svo sem kostur væri. Skólanefnd Tónlistarskóla Akraness skipa nú eftirtaldir: Jóhannes Finnur Halldórsson, Indriði Valdimarsson, Adam Þ. Þorgeirsson, Lárus Sighvatsson, skólastjóri, og Óðinn Þórarins- son, fulltrúi kennara. 30 ára afmæli þann 4. nóvember Tónlistarskóli Akraness fagnar 30 ára afmæli sínu þann 4. nóvember nk. og verður þá væntanlega mikið um dýrðir innan veggja skólans þótt kennsla fari fram á eigi færri en fímm stöðum víðs vegar um bæinn. Slík er nú aðstaðan. Skagablaðið fór fyrir stuttu á fund Lárusar Sighvatssonar, skólastjóra og innti hann eftir því hvernig starfi skólans væri háttað í dag og bað hann jafnframt að rekja sögu skólans í grófum dráttum. Kennt í 29 ár koma fram sem og Kirkjukór Skólinn var formlega stofnað- Akraness. í báðum hópum eru ur þann 4. nóvember 1955 en áður hafði verið skipuleg kennsla á hljóðfæri hér á Akra- nesi um tveggja ára skeið. Anna Magnúsdóttir var fyrsti skóla- stjóri tónlistarskólans en fyrstu árin eftir að hann tók til starfa kenndu auk hennar Ingibjörg Ólafsdóttir, Sigríður Auðuns og Fríða Lárusdóttir. Fríða hefur kennt við skólann æ síðan eða í heil 29 ár. Einvörðungu var kennt á pí- anó fyrstu árin en síðan bættust blásturshljóðfæri við í kringum 1960. í dag er kennt á píanó, orgel, blásturshljóðfæri, fiðlu og gítar auk söngs. Þáttur Hauks Næsti skólastjóri á eftir Önnu var Haukur Guðlaugsson, söng- málastjóri. Hann gegndi stöð- unni í 15 ár. Þórir Þórisson tók síðan við og var skólastjóri í 5 ár. Jón Karl Einarsson var síðan skólastjóri þangað til í haust. í tilefni afmælisins verður efnt til sérstakra tónleika í Bíóhöll- inni þann 9. nóvember nk. í minningu Önnu Magnúsdóttur. Á þessum tónleikum munu koma fram bæði fyrrverandi og núverandi nemendur skólans. Á þessum sömu tónleikum mun Lúðrasveit Akraness einnig enda nemendur Tónlistarskóla Akraness. Leiðir bæði Kirkju- kórsins og Lúðrasveitarinnar og Tónlistarskóla Akraness hafa legið meira og minna saman á liðnum árum. Þá má geta þess, að Islenska hljómsveitin verður með tón- leika hér í bæ í nóvember, sem sérstaklega eru tileinkaðir Tón- listarskólanum. Fleira verður gert til þess að minnast þessara tímamóta. Ætl- unin er aðnemendur TA fari víðs vegar um bæinn, spili á hljóðfæri sín og kynni skólann og e.t.v. starfsemi hans eins og aðstæður leyfa hverju sinni. Á þriðja hundrað nemendur Við Tónlistarskóla Akraness starfa nú 9 kennarar og nemend- ur eru um 170 auk 50 nemenda í barnalúðrasveitinni sem starf- rækt er í samvinnu TA, grunn- skólans og Lúðrasveitarinnar. Eins og kemur fram í inngangi er kennt á fimm stöðum í bænum. Rekstur skólans verður fyrir vikið kostnaðarsamari. Einnig spilar þetta stórt hlutverk í samvinnu kennara og er stór- lega til hins verra því sumir þeirra hittast ekki nema þegar kennarafundir eru haldnir á þriggja vikna fresti. Vart þarf neinn speking til þess að sjá að þetta fyrirkomulag er ákaflega óhentugt. Samvinna Tónlistarskólans nær ekki aðeins til grunnskól- anna, Lúðrasveitar Akraness og Kirkjukórs Akraness heldur einnig Fjölbrautaskólans því kennsla á tónlistarsviði þar fer að miklu leyti fram innan veggja Tónlistarskólans. Hljómplata? Svo aftur sé vikið að viðburð- um í tilefni afmælisins má ekki gleyma því að ætlunin er að gefa út hljómplötu, þar sem bæði núverandi og fyrrverandi nem- endur munu spila. Að sögn Lár- usar er aðeins spurningin um hvernig fjármögnun þessa verks verður háttað því útgáfa hljóm- plötu er mikið fyrirtæki. Lárus sagði einnig við Skaga- blaðið að þrátt fyrir að húsnæðis- málin væru kannski ekki eins og best væri á kosið liti hann björt- um augum til framtíðarinnar. Nú væri næsta stórmál að efla fiðludeildina og væri jafnvel fyrirhugað að halda fiðlunám- skeið líkt. Yirtur skóli Lárus sagði Tónlistarskóla Akraness geta vel við unað með starfsemina þá þrjá áratugi, sem hann hefði verið starfræktur og margir nemenda skólans hefðu skilað sér út í tónlistarlífið í landinu. Skólinn væri virtur sem góður á sínu sviði og kennslan væri sambærileg við það besta sem gerðist hér á landi. Skólinn Þrír fyrstu skólastjórar Tónlistarskóla Akraness: f.v.Haukur Guðlaugsson, Anna Magnúsdóttir og Þórir Þórisson. „Skagamenn skoruðu mörkin“ - síðara bindið að koma út Um þessar mundir er að koma út síðara bindi bókarinnar „Skagamenn skoruðu mörkin" en hið fyrra kom út fyrir réttu ári. Eins og flestum mun kunnugt er hér á ferðinni saga knattspyrnunnar á Akranesi, ítarlegasta skráning sögu nokkurs knattspyrnufélags á íslandi og þótt víðar væri leitað. Skagablaðið hefur fengið leyfi Hörpuútgáfunnar sem gefur bókina út, til þess að birta kafla úr bókinni og fylgir fyrri hluti hans hér á eftir, hinn síðari birtist í næsta blaði. Þessi kafli fjallar um hinn sögulega bikarsigur Skagamanna 1978. Sunnudagurinn 28. ágúst 1978 verður lengi í minnum hafður á Akranesi. Þennan dag léku Ak- urnesingar sinn 9. úrslitaleik í Bikarkeppni KSÍ og mótherjarnir voru nýkrýndir íslandsmeistarar Vals. Ákurnesingar höfðu unnið það vafasama „afrek“ að tapa fyrstu átta úrslitaleikjunum og var það einsdæmi í heiminum. Árið 1974 höfðu Akranes og Val- ur mæst í úrslitunum, Akurnes- ingar þá nýkrýndir Islandsmeist- arar. Engu að síður var það Valur, sem bar sigur úr býtum. En nú, fjórum árum síðar, urðu hlutverkaskipti, Valsmenn mættu í leikinn sem meistarar, en Skaga- menn unnu verðskuldaðan sigur 1:0 og auðvitað var það marka- skorarinn mikli, Pétur Pétursson, sem skoraði markið, hans mikil- vægasta mark fyrir Skagamenn. Leikdagurinn rann upp fagur og hlýr. Laugardalsvöllurinn skartaði sínu fegursta, 6746 áhorf- endur voru mættir til þess að sjá leikinn og stemmningin var að sjálfsögðu mikil, þetta var draumaúrslitaleikur knattspyrnu- áhugamanna. Þegar liðin voru tilkynnt, kom George Kirby mönnum enn á óvart með breyt- ingu á liðsuppstillingu í mikilvæg- um leik. Hann setti Jón Gunn- laugsson og fyrirliðann Jón Áskelsson á bekkinn, en í þeirra stað komu Sigurður Halldórsson og Sveinbjörn Hákonarson, sem báðir höfðu vermt varamanna- bekkina í flestum leikjum sumars- ins. Áður höfðu slíkar ráðstafanir gefist bæði vel og illa hjá Kirby, en í þessum leik tókst honum ætlunarverk sitt. Báðir áttu góðan leik og Sveinbjörn reyndar stjörnuleik, var einn besti maður Iiðsins. Skemmst er frá því að segja, að leikurinn var mjög skemmtilegur og vel leikinn, einkum fyrri hálf- leikur. Sigur Skagamanna var verðskuldaður og hefði getað ver- ið stærri. Sigurmarkið kom á mar- kamínútu fyrri hálfleiks, 43. mín- útur. Gefum markaskoraranum Pétri Péturssyni orðið: — Þótt ótrúlegt sé, var Kirby búinn að spá þessu marki fyrir leikinn. Hann var að nudda á mér hægri fótinn og segir svo skyndilega að hann hafi það á tilfinningunni að Akranes vinni leikinn og ég eigi eftir að skora sigurmarkið með hægri fætinum. Við fengum svo hornspyrnuna frá hægri, sem Kalli tók. Boltinn barst til mín, þar sem ég stóð úti í teignum á móti fjærstönginni, ég drap hann niður á brjóstinu og skaut viðstöðulaust með hægra fæti. Boltinn smaug á milli þriggja varnarmanna og í bláhornið niðri. Það var unaðslegt að sjá á eftir boltanum í netið. Blöðin voru að sjálfsögðu með ítarlegar frásagnir af þessum merkisatburði og viðtöl við sig- urglaða Skagamenn. Hallur Sím- onarson, blaðamaður, skrifaði í Dagblaðið: — Loksins kom að því að Akurnesingum tókst að brjóta fsinn í Bikarkeppni KSÍ. Þeir unnu Val mjög verðskuldað 1:0 í úrslitaleiknum á Laugardals- velli í gær — fyrsti sigur Akurnes- inga í níu úrslitaleikjum. Mörgum þótti mál til komið og það fór aldrei milli mála að Akurnesingar verðskulduðu sigurinn gegn slöku Valsliði. Þeir gáfu tóninn nær allan leikinn — voru áberandi George Kirby, þjálfari Skagamanna, stekkur í loft upp af einskœrum fögnuði í leikslok. Pétur Pétursson skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Val IÚ7H og hampar hér bikarnum eftirsótta. betri, hefðu átt að sigra með meiri mun, 4:1 hefði gefið réttari mynd af gangi Ieiksins. „Kátir voru karlar" hljómaði um allan völlin í gær, þegar Akurnesingar tóku við bikarnum mikla og stemningin var gífurleg þá, eins og í öllum leiknum. Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, afhcnti sigurvcgur- unum verðlaun sín — og bað áhorfendur að hylla þá. Það var gert hraustlega eins og hið vinsæla og sterka lið ÍA átti skilið. Blaðamaður Tímans, Sigurður Sverrisson, hafði þetta að segja um Ieikinn: — 17 ára „bikarmar- tröð“ Skagamanna lauk á Laugar- dalsvellinum á sunnudaginn, þeg- ar Skagamenn tryggðu sér hinn eftirsótta bikar — í níundu til- raun. Það eru 17 ár síðan knatt- spyrnukappar frá Akranesi lögðu leið sína til Reykjavíkur til að berjast um bikarinn — 1961 mættu þeir KR-ingum á Melavell- inum og máttu þola tap 3:4. Skagamenn höfðu fram til þessa leiks átta sinnum lagt Icið sína til Rcykjavíkur með knattspyrnuskó sína, til þess aö berjast um bikar- inn, en ávallt snúið vonsviknir heim, síðast þjrú ár í röð— 1974, 1975 og 1976. Á sunnudaginn var annað uppi á tcningnum — það voru Skagamenn sem fögnuöu sigri og fóru með hinn langþráða bikar upp á Akrancs. Það var nokkuð skemmtilegt viö sigur Skagamanna gegn Val, að þrír synir leikmanna Akrancss, scm lögðu leið sína til Rcykjavíkur fyrir 17 árum til að leika við KR, léku nú sigurleikinn gcgn Val. Þcireru Karl (Þórðar Jónssonar), Árni (Sveins Teitssonar) og Sig- urður (Halldórs Sigurbjörnssonar — Donna). Þar að auki lék Svein- björn (bróðir Skúla Hákonarson- ar) með, en Skúli var í ÍA-liöinu gegn KR fyrir 17 árum. Framhald í næsta blaði. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.